Leita í fréttum mbl.is

Vændi lögleitt á Íslandi

Nú er manni nóg boðið. Eru þessir þingmenn ekki í lagi. Nú er orðið löglegt að stunda vændi hér á landi svo framarlega að þú sért ekki með dólg til að annast viðskipathlið þjónustunnar. Og að kaupa vændi er löglegt.

Þessu verður að breyta í haust strax takk fyrir.

www.ruv.is

“Vændi nánast lögleitt”



............Með vændisákvæðinu er átt við að ekki er lengur refsivert að stunda vændi heldur aðeins að hafa af því framfærslu. Hins vegar var ekki gert refsivert að kaupa vændi eins og margir höfðu farið fram á. Atli segir að þessari leið hefði þurft að fylgja félagsleg úrræði en engin slík er að finna.

Atli vill einnig sjá að kaflanum um nauðgun verði breytt, einfaldlega þannig að hver sá sem verði uppvís að nauðgun þurfi að sæta refsingu.

Glitnir á annarri línu en Kaupþing?

Nú í vikunni sagði Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings að þessi viðskiptabankastarfsemi skilaði Kaupþingi sáralitlum hagnaði og manni skildist að þetta svaraði varla kostnaði að vera í þessu. En Glitnir er auðsjáanlega að færa þessa starfsemi í átt að Sparisjóðunum. Þetta segir mér að það sé nú ýmislegt upp úr þessari starfsemi að hafa.

Frétt af mbl.is

  Glitnir kynnir breytt útibú
Viðskipti | mbl.is | 18.3.2007 | 11:05
Höfuðstöðvar Glitnis Glitnir hefur endurskilgreint hlutverk útibúa bankans á Íslandi og verða breytingar gerðar á öllum útibúum, svo bankinn geti enn betur sinnt hlutverki sínu sem þjónustufyrirtæki. Útibúið á Kirkjusandi er það fyrsta sem gengur í gegnum þessar breytingar.
Lesa meira

mbl.is Glitnir kynnir breytt útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit að það ljótt að hugsa svona - En þetta mætti gerast hér

Það kæmi sér alveg ótrúlega vel ef að fasteigna verð hér myndi lækka um 25%. Þetta er náttúrulega eiginhagsmuna hugsun hjá mér. Þar sem að ég er að fara að leita mér að stærra húsnæði og er ekki með smá upphæð bundna í þessari sem ég er í dag. Veit reyndar að það mundi valda keðjuverkun óheppilegra hluta um allt þjóðfélagið. Og eins þá hafa bankanir svo mikil tækifæri á að ráða þróuninn þar sem þeir ráða mestu af nýbyggingunum og skammta þær á markaðinn og því vonlaust að þetta kæmi upp hér.

En maður getur látið sig dreyma.

Frétt af mbl.is

  Mikil lækkun yfirvofandi á danska fasteignamarkaðnum
Erlent | mbl.is | 18.3.2007 | 10:43
Frá Kaupmannahöfn. Óttast er að danski fasteignamarkaðurinn sé við það að hrynja og telja sérfræðingar Danske Bank að um 25% líkur séu á að húsnæðisverð muni lækka um 25%. Vefsíða dagblaðsins Politiken segir frá þessu. Verð á húsnæði er þegar byrjað að lækka, um 0,7% á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, og hefur sala minnkað í kjölfarið.


mbl.is Mikil lækkun yfirvofandi á danska fasteignamarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fer kosningabaráttan að byrja

Fannst því við hæfi að birta myndir sem ég hef vistað hjá mér frá síðustu kosningabaráttu. Þar voru einhverjir sem voru duglegir að gera svona myndir. Væri nú gaman ef að þetta færi að koma aftur.

veridekkifyrir.0
kosningakitt

Bloggfærslur 18. mars 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband