Leita í fréttum mbl.is

Heimasíða Íslandshreyfingarinnar

Ekki er hún nú beint upplýsandi:

Forbidden

You don't have permission to access / on this server.

Apache/2.0.59 (FreeBSD) PHP/4.4.4 with Suhosin-Patch FrontPage/5.0.2.2635 mod_ssl/2.0.59 OpenSSL/0.9.7e Server at www.islandshreyfingin.is Port 80

Hefði nú haldið að þau væru komin með eitthvað annað á síðunna sína nú þegar  sem væri ekki svona fráhrindandi.


Þorgerður er Sjálfstæðisflokkurinn miðjuflokkur?

Haf nú ekki orðið var við það að Sjálfstæðisflokkurinn sé umburðarlyndur miðjuflokkur. Hef nú frekar séð hann sem hagsmunaflokk þeirra sem meira meiga sín og einkavina flokksins. Þar nægir að nefna

  • Gjafir á ríkisfyrirtækjum til vina sinna og vina samstarfsflokks síns.
  • Einkavina atvinnumiðlun fyrir góða flokksmenn
  • Þjónsustugjaldahækkanir
  • Sér hannað eftirlaunakerfi fyrir Davíð Oddsson

Aðrar umbætur koma helst korteri fyrir kosningar til að slá ryki í augu kjósenda.

Frétt af mbl.is

  Þorgerður: Þátttaka okkar forsenda umburðarlyndrar miðjustjórnar
Innlent | mbl.is | 23.3.2007 | 15:52
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að þjóðin vilji tveggja flokka stjórn og að ekki verði mynduð umburðarlynd miðjustjórnar nema með aðkomu Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Þorgerður: Þátttaka okkar forsenda umburðarlyndrar miðjustjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Sigurðsson ekki á þing skv. Gallup

Var að lesa þessa frétt inn á www.ruv.is  um síðustu könnun Capacent Gallup
 Athyglisvert að skv. því verða 28 nýliðar á þingi næsta kjörtímabil. En Jón Sig kemst ekki á þing. Og Frjálslyndir, og framsókn  ekki manni að í Reykjavík.

Í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður mælist fylgi Framsóknarflokksins um 3,5%, Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins kemst ekki á þing, samkvæmt þessu. Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavík suður þar sem flokkurinn mælist með 41%. Í sama kjördæmi leiðir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lista Samfylkingarinnar. Flokkur hennar mælist þar með tæplega 18% fylgi. Samtals fengi Sjálfstæðisflokkurinn tíu þingmenn í Reykjavík, Vinstri grænir sjö og Samfylkingin fimm.

Suðvesturkjördæmi er sem fyrr sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, flokkurinn mælist með 46% fylgi og 6 menn. Framsóknarflokkurinn nær einum manni. Þetta er eina kjördæmið þar sem stjórnarflokkarnir mælast með meirihluta fylgis. Samfylkingin og Vinstri grænir mælast með tvo menn hvor flokkur og Frjálslyndir ná inn einum manni.

Sjálfstæðisflokkurinn og vinstri grænir mælast með nokkurn veginn jafnt fylgi í norðvesturkjördæmi, um 29%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi þar þrjá menn, Vinstri grænir tvo, Samfylkingin tvo og Frjálslyndir og Framsókn einn mann hvor.

Í Norðausturkjördæmi leiðir Steingrímur J Sigfússon lista Vinstri grænna og þar mælist fylgi flokksins 36%,- það er sterkasta vígi flokksins á landsvísu og eina kjördæmið þar sem vinstri flokkarnir tveir hafa meirihluta fylgi. VG fengi fjóra menn í kjördæminu, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Framsóknarflokkurinn 2 og Samfylkingin einn.

Suðurkjördæmi er sterkasta vígi Samfylkingarinnar, þar sem flokkurinn fengi fjórðung atkvæða og þrjá menn, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, VG fengi 2 menn og Framsókn og Frjálslyndir einn mann hvor.

Miðað við þessa útkomu setjast 28 nýliðar á þing að loknum kosningum


"En hvað er Margrét Sverrisdóttir að gera í umhverfisverndarframboði?"

Rakst á þetta inn á síðu Marðar Árnasonar. Þar er hann að velta fyrir sér nýju framboði Íslandshreyfingunni og hvað hún eigi sameiginlegt meða Margréti Sverrisdóttur. Mörður segir m.a.

En hvað er Margrét Sverrisdóttir að gera í umhverfisverndarframboði?

Ég þekki Margréti lítillega og hefur alltaf fundist hún bjóða af sér góðan þokka. Við höfum meðal annars kynnst svolítið út af sameiginlegum áhuga á málefnum Ríkisútvarpsins – en ég bara man ekkert eftir henni sem umhverfisverndarmanni. Eða misminnir mig? Var hún með í undirskriftasöfnuninni gegn Eyjabökkum? Var Margrét kannski aðalmaðurinn í fundum og göngum gegn Kárahnjúkavirkjun? Hefur hún tekið frumkvæði innan Frjálslynda flokksins að einhverskonar stefnumótun um náttúruvernd, loftslagsvá, nýjar orkuuppsprettur, bifreiðaskatta, endurvinnslu, sorpflokkun, Árósasamninga ... ? Man ekki til þess – umfram sjálfsagða hluti og svo stuðning við afar margvíslegar hugmyndir Ólafs F. Magnússonar sem varamaður hans í borgarstjórn.

Veit ég vel að hin nýja hreyfing er sambland ýmissa afla og einstaklinga, og sjálfsagt ræður eldhuginn Ómar mestu í byrjun um stefnuáherslur og áferð. En aðalatriðið fyrir utan Ómar er samt Margrét Sverrisdóttir, og maður bara spyr eftir kynninguna í Safnahúsinu í gær:

Hvað er svona sérstaklega umhverfisvænt við varaformann bráðabirgðastjórnar Íslandshreyfingarinnar?

Athyglisverðar pælingar hjá Merði


Það er ýmislegt að í löggjöf hérna á þessu landi!

Í framhaldi af þessu að þessari kæru Náttúruverndasamtaka Íslands er vísað frá m.a. þar sem Ísland hefur ekki fullgilt alþjóðlegasamninga sem við höfum skrifað undir, þá fer maður að velta fyrir sér hversu skilvirkt Alþing er.

  • Hér hefur verið til siðs að setja hin ýmsu lög í algjörum sprengi fyrir jólafrí og sumarleyfi eða þegar þingi er slitið við lok kjörtímabils.
  • Nú eru alltaf að koma í ljós að lög sem sett eru stangast á við önnur og eins þá valda þau ýmsri óvissu.
    • Þetta má sjá í þessu máli
    • Máli Olíuforstjóranna
    • Ýmsum holum í skattamálum.
    • Ég man eftir þannig málum í lífeyriskerfinu
    • Og þannig mætti lengi telja
  • Þetta vekur hjá manni spurningar hvort að það sé ekki kominn tími til að endurskoða hvernig Alþingi vinnur. Hætta með þessu löngu hlé og setja markvissara ferli lagafrumvarpa í gang. Þannig að þingið vinni skipulegara og mál fái betri yfirferð. Þannig að líkur á að lög stangist á séu minni .
  • Eins er spurning um að það sé farið yfir gildandi lög og þau lagfærð þannig að vilji Alþingis varðandi hvert mál nái fram að ganga en ekki sífellt hægt að finna holur í þeim til að komast undan.
  • Eins þá finnst mér alveg ótækt að við séum að skrifa undir alþjóðasamninga en sleppum því svo að fullgilda þá hér. Þá er betur sleppt en af stað farið.

Frétt af mbl.is

  Kæru Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna Heiðmerkurmálsins vísað frá
Innlent | mbl.is | 23.3.2007 | 10:45
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vísaði í gær frá kæru Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur um að veita framkvæmdaleyfi til lagningar vatnsveitu frá Vatnsendakrikum um Heiðmörk innan lögsögu Reykjavíkurborgar.


mbl.is Kæru Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna Heiðmerkurmálsins vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru að koma kosningar

Nú er hægt að fá ýmislegt frá Ríkinu. Afhveju eru ekki kosnigar á hverju ári.

Frétt af mbl.is

  Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær tímabundið aukaframlag frá ríkinu
Innlent | mbl.is | 23.3.2007 | 10:41
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Í setningarræðu XXI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hófst í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík í morgun, gerði Halldór Halldórsson formaður sambandsins tekjustofna sveitarfélaga að umfjöllunarefni sínu. Halldór sagði frá viljayfirlýsingu um fjármálaleg samskipti sem sambandið, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra undirrituðu í gær. Í yfirlýsingunni er m.a. kveðið á um að tímabundið aukaframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að jafna aðstöðumun sveitarfélaga verði 1.400 m.kr. á árunum 2007 og 2008 í stað 700 m.kr. hvert ár.


mbl.is Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær tímabundið aukaframlag frá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Mathiesen: Skattalækkanir til almennings - Hátekjuskattur og Eignarskattur

Var að lesa grein í Fréttablaðinu eftir Árna Mathiesen. En þar heldur hann því fram að það hafi verið gríðarlegar skattalækkanir fyrir almenning á þessu kjörtímabilinu. Og því til stuðnings nefnir hann hátekjuskatt og eignarskatt. Er nú ekki alveg viss um að stórhluti þjóðarinnar sem aldrei hefur haft tekjur til að þurfa að greiða hátekjuskatt hafi tekið eftir þessu. Í greinni segir:

Fyrir tekjuárið 2003 var þessi skattur 5% og lagðist á alla sem höfðu meira en 4,1 milljón í árstekjur eða 340 þúsund á mánuði

Miðað við launahækkanir síðan 2003 væri þessi upphæð í dag á bilinu 5 til 600 þúsund  á mánuði og um 7 milljónir á ári. Þetta er upphæð sem stórhluti fólks sér ekki í sínu veski eða á kortinu sínu. Þannig þessi skattur snertir ekki stóran hluta kjósenda.

Eins held ég að hann fari með fleypur þegar hann segir að það séu 15000 eldriborgarar sem hafi losnað við eignarskatt. En ég er nú ekki viss um að það hafi gerst jafnt á hópinn. En þetta lítur vel út þegar hann jafnar þessu á hópinn:

Helmingur allra eldri borgara, tæplega 15.500 einstaklingar, greiddu eignaskatt á árinu 2005 og nam samanlögð upphæð þessara aðila ríflega 650 milljónum króna eða 42 þúsund krónum að jafnaði á hvern einstakling.

Svona er málstaður Fjármálaráðherra veikur þegar farið er yfir þetta kjörtímabil gagnvart þeim sem lægst hafa launin.


Smá hugleiðing

NAT'O liðar myrða 12 ára dregn. Í framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér þessari nýju stöðu í heiminum. Þ.e. að Nató eða eða Bandaríkin og vinir þeirra eru að mér virðist orðinn landföst í í löndum eins og Afganistan og Írak. Reyndar er svo í enn fleiri löndum sem minna er rætt um. En sem sagt það sem ég fór að velta fyrir mér er hvernig endar þetta. Það virðist vera að þegar þjóðir heims fara svona inn í lönd þá eigi þau ekki afturkvæmt þaðan. Spurning um hvort að menn séu að meta ástandið í þessum löndum rétt? Eru við kannski að reyna að troða inn á þessar þjóðir skipulagi sem þjóðin sættir sig ekki við? Er kannski verið að halda við völd mönnum eða flokkum sem þessar þjóðir vilja ekki? Nú er t.d. ekki en kominn á endanlegur friður í Kosovo eftir 10 ár. Er kannski kominn tími til að líta á málið á annan hátt? Eða verður þetta framtíðinn að friðarliðar SÞ eða hermenn Nató og Bandaríkjana verða bara allstaðar til frambúðar þar sem upp koma vandamál í samskipum innan landa eða í kjölfar innrása.

Frétt af mbl.is

  NATO-liðar í Afganistan sagði hafa myrt 12 ára dreng
Erlent | AFP | 23.3.2007 | 9:55
Hermenn Atlantshafsbandalagsins skutu til bana 12 ára afganskan dreng sem var í bíl með fjölskyldu sinni í Kabúl, að því er afgönsk stjórnvöld greina frá. NATO-liðið í Afganistan (ISAF) staðfestir að "atvik" hafi átt sér stað í gær, en nánari upplýsingar yrðu ekki veittar fyrr en rannsókn hefði farið fram.


mbl.is NATO-liðar í Afganistan sagðir hafa drepið 12 ára dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar enginn að benda á hversu skrítið þetta er?

Nú korter fyrir kosningar kemur Björn Ingi í umboði Faxaflóahafna og býðst til að byggja og fjármagna Sundabraut. En svo á ríkið að borga Faxaflóahöfnum þetta síðar. En ef við hugsum um þetta aðeins betur þá veldur þetta furðu:

  • Vissulega er full þörf á þessum framkvæmdum en það er spurning afhverju að Ríkð fer ekki bara sjálft í þessar framvæmdir. Það á að borga þetta og fær væntanlega hagstæðari lán.
  • Ef að Faxaflóahafnir ætla út svona fjárfestingu upp á tugi milljarða þá þurfa þeir væntanlega tekjur til að standa straum af þessum lánum. Hvaðan koma þær? Á að fara að rukka þarna inn vegatoll? Verða þá bílstjórar að borga fyrst toll þarna og svo aftur í Hvalfjarðargöng?
  • Er verið að nota Faxaflóahafnir í kosningabaráttu fyrir þingkosningar nú í vor?
  • Hvaða forsendur hafa Faxaflóahafnir fram yfir Vegagerðina til að láta þetta verka ganga.
  • Er þetta ekki bara trix til að koma í veg fyrir að aðrir flokkar hér á Höfuðborgarsvæðinu geti ekki bent á að þetta er ekki inn á áætlun fyrir alvöru næstu ár?

En það er kannski alveg sam hvaðan gott kemur og maður á ekki að láta svona en þetta er samt skrítið.

Frétt af mbl.is

  Borgarráð fagnar frumkvæði Faxaflóahafna um Sundabraut
Innlent | mbl.is | 22.3.2007 | 12:54
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag ályktun, þar sem fagnað er því frumkvæði stjórnar Faxaflóahafna sf. að lýsa yfir eindregnum áhuga og vilja fyrirtækisins til að koma að framkvæmdum við Sundabraut, fjármagna og leiða þær til lykta.


mbl.is Borgarráð fagnar frumkvæði Faxaflóahafna um Sundabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn á leið niður í eðlilegt fylgi.

Nú þegar að Alþingi er komið í leyfi þá byrjar kosningaáráttan fyrir alvöru. Þingmenn fara að hafa tíma til að kynna stefnu flokkanna og fólk að fara að gera sér grein fyrir því hvernig það vill að Ísland þróist næstu árin.

Samkvæmt þessari könnun eru Vg en að bæta við sig og Samfylkingin fellur að minnsta kosti ekki lengur. "Kaffibandalagið" Gæti miðað við þessi úrslit myndað stjórn saman.

Samkvæmt því sem ég heyrði í gær af Íslandshreyfingunni er það lítið mótaður flokkur sem hefur auðsjáanlega eytt miklu af sinni orku síðustu vikur í útlit og ytri mál í stað þess að mæta með ramma að stefnuyfirlýsingu þannig að manni sest sá grunur að Íslandshreyfingin verði dálítð svona hreyfing fólks sem hefur viljað vera í umræðunni en ekki fundið sér vettvang til þess. Á þessu eru þó Ómar undantekning sem hefur náttúruvernd virkilega efst í sínum huga. Þá fannst mér á því sem þau sögðu í viðtölum vera svona ögn meira til hægri heldur en þau nefndu á sjálfum blaðamannafundinum Þannig hjó ég í að þau eru opin fyrir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum og nefndi Ómar sem dæmi að það hafi virkað vel með tannlækna. (ekki viss um að allir samþykki að það). Svona flokkur sem er myndaður um áhuga fólks á einu máli verður varla mjög stór.  En það verður gaman að sjá næstu kannanir þegar Í listinn verður mældur.


mbl.is VG áfram í mikilli sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Bloggfærslur 23. mars 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband