Leita í fréttum mbl.is

Er búið að mynda stjórn núna til að taka við eftir kosningar?

Athyglisverður pisill Egils Helgasonar í dag. Þar sem hann ræðir um þann sið sem hefur viðgengist hér síðustu ár varðandi það að flokkar hafa makkað sig saman fyrir kosningar og verið búnir að leggja drög að nýrri stjórn.

Egill segir m.a.

Það er skrítið lýðræði. Væri ekki nær að flokkarnir gæfu út með skýrum hætti með hverjum þeir hyggjast starfa eftir kosningar - og stæðu svo og féllu með þeirri yfirlýsingu? Það er aðferð sem hefur tíðkast á Norðurlöndunum. Annars erum við með kerfi sem er á þann veginn sem Guðmundur Andri Thorsson lýsti fyrir nokkrum árum - það er sama hvað maður kýs, einhvern veginn er maður alltaf að greiða Finni Ingólfssyni atkvæði.

Stjórnarmyndun á að fara fram fyrir opnum tjöldum - í allra augnsýn. Hún á ekki að vera refskák eða leynimakk.

Í pisli sínum rekur Egill nokkur dæmi og hvet ég fólk til að lesa þetta. Þetta ef reynist satt er möðgun við okkur kjósendur.


Gagnrýndu Sjálfstæðismenn ekki "Línunet" á sínum tíma

Ég man ekki betur en að Sjálfstæðismenn hafi gaggað stöðugt í Alferði Þorsteinssyni fyrir að vera nota penigna Reykvíkinga í fjárfestingar sem snertu ekki beint orkuöflun og vatnsöflun fyrir reykvíkinga. Nú er Orkuveitan að fara að fjárfesta fyrir 2 milljarða erlendis. Lína - net laggði þó ljósleiðara sem nýtast hér á höfuðborgarsvæðinu en þessir penigar fara allir erlendis. Já það er auðsjáanlega ekki sama hver framkvæmir. Minnir að Guðlaugur hafi farið þar fremstur í flokki gagnrýnenda en nú þegar hann stýrir fyrirtækinu þá er bara settir 2 milljarðar í fyrirtæki sem framkvæmir erlendis.

Frétt af mbl.is

  Orkuveitan setur allt að 2 milljarða í Reykjavík Energy Invest
Viðskipti | mbl.is | 27.3.2007 | 8:10
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja allt að tveimur milljörðum króna til nýs útrásarfyrirtækis orkuþekkingar – Reykjavik Energy Invest. Auk nýs hlutafjár verða eignarhlutir Orkuveitu Reykjavíkur í Enex, Enex Kína og öðrum útrásarfyrirtækjum lagðir inn í nýja félagið. Reykjavik Energy Invest er alfarið í eigu Orkuveitunnar.


mbl.is Orkuveitan setur allt að 2 milljarða í Reykjavík Energy Invest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr aðili að þessu máli - Landeigendur Óttarsstaða

Var að lesa þessa frétt á www.ruv.is

Landeigendur í mál við Alcan ríkið og Hafnarfjarðarbæ

Landeigendur Óttarsstaða hafa höfðað mál gegn Alcan, Hafnarfjarðarbæ og íslenska ríkinu. Landið er inni á mengunarsvæðinu álversins og því er ekki hægt að nýta það undir íbúabyggð.

Landeigendur Óttarsstaða höfðu hug á að skipuleggja íbúabyggð í landi sínu. Þeir vonast nú til að ríkið, Hafnarfjarðarbær og Alcan verði dæmt skaðabótaskyld. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Óttarsstaðir er jörð í einkaeign sem er inn á mengunarsvæðum álversins. Landeigendur sendu inn tillögu til Hafnarfjarðarbæjar síðastliðið haust þar sem þeir óskuðu eftir að fá að deiliskipuleggja á sínu landi íbúabyggð en á því landi sem hugmyndin náði til var auðveldlega hægt að skipuleggja 16.000 manna byggð. 

Frétt af mbl.is

  Stefnir í tvísýnar álverskosningar
Innlent | mbl.is | 26.3.2007 | 17:30
Á laugardaginn munu íbúar Hafnarfjarðar greiða atkvæði með eða á móti stækkun álvers Alcans í Straumsvík. Fréttavefur Morgunblaðsins heimsótti kynninga- og upplýsingamiðstöðvar Alcans og Sól í straumi í Hafnarfirði og ræddi jafnframt við vegfarendur um atkvæðagreiðsluna. Viðmælendur mbl.is segja Hafnfirðinga skiptast í tvo hópa í afstöðu sinni til álversstækkunarinnar og því megi búast við tvísýnum kosningum á laugardaginn.


mbl.is Stefnir í tvísýnar álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný könnun

Þar sem að menn eru enn að kynna nýja flokka sem ætla að bjóða fram verð ég að endurnýja könnunina um hvað þeir sem hingað líta inn ætla að kjósa. Niðurstöður úr þeirri gömlu var eins og hér segir

Framsókn          11% (221 atkvæði) 
Sjálfstæðisflokk 35% (700 atkvæði) 
Samfylkingu      27% (551 atkvæði) 
Vinstri græna    18% (377 atkvæði) 
Frjálslynda          7% (151 atkvæði)

Samtals 2000 atkvæði.


Bloggfærslur 27. mars 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband