Leita í fréttum mbl.is

Er það ekki furðulegt að ráðherra skuli kynna þetta á félagsfundi í Varðbergi

Manni finnst nú að ákvörðun sem í raun er upp á að koma hér upp vísi að heimavarnarliði sé kynnt fyrst á fundi samtaka um varið land. Samtök sem hafa haft hersetu hér að leiðarljósi og barist fyrir því að Bandaríski herinn væri hér. Stóðu t.d. fyrir undirskriftasöfnuninni Varið Land 1972.

Hefð haldið að svona hugmynd væri fyrist kynnt þjóðinni á Alþingi eða með útgáfu greinargerðar frá Dómsmálaráðherra. Skrítð líka að viðra þetta áform sem eins og það sé að mestu frágengið. Svona hlutir er eitthvað sem þjóðin þarf að ákveða. Það sama finnst mér í sambandi við greiningardeild sem er í smíðum hjá Ríksilögreglustjóra. Við höfum ekki fengið almennilega kynningu á þessu og eigum því ekki auðvelt með að mynda okkur skoðun byggða á upplýsingum. En ef þetta á að skapa ástand líkt og í Bandaríkjunum þar sem að allskyns eftirlit og njósnir um náungan og alskyns höft og reglur eru sífellt að verða meiri, hef ég ýmislegt við það að athuga.

Eftirfarandi er hluti pistils Össurar Skarhéðinssonar á bloggi sínu um þetta mál:

Kostnaðurinn við tindátaleik Björns Bjarnasonar er gríðarlegur. Það á að kosta nær kvartmilljarð króna, eða 240 milljónir alls, að koma hernum á laggirnar. Það mun auðvitað verða miklu hærri upphæð þegar öll kurl koma til grafar. Rekstur hersins á svo að kosta árlega 220 milljónir.

Mér finnst þessi hugmynd allsendis fráleit. Ríkisstjórnin hefur engin rök lagt fram, sem styðja nauðsyn þess að skattborgararnir kosti með þessum hætti ástríðu dómsmálaráðherra fyrir tindátaleik fyrir fullorðna.

Það væri nær að nota þetta fé til að styrkja almennu löggæsluna í landinu, efla sérsveitina ef rök eru til, og síðast en ekki síst til að bæta betur björgunar- og öryggiseftirlit á hafinu umhverfis Ísland.

Sjálfstæðisflokkurinn er semsagt byrjaður að sýna á kortin fyrir kosningarnar. Hann hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli.


Eina kosningamálið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur því enn lagt fram, er að koma á laggirnar íslenskum, vopnuðum her.

Hér má finna ræðu Björns í heild og þar eru kaflar um greiningar og öryggisnefnd og mun fleira sem mér fellur ekki við Ræðan

Frétt af mbl.is

  Tillögur um 240 manna launað varalið lögreglu
Innlent | mbl.is | 29.3.2007 | 18:07
Mynd 424661 Björn Bjarnason kynnti á fundi Varðbergs sú síðdegis áform um að koma á fót samhæfingar- og stjórnstöð í almannavörnum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að fyrir lægi tillaga frá ríkislögreglustjóra um að stofna 240 manna launað varaliði lögreglu sem hægt væri að grípa til ef þörf krefði vegna öryggis ríkisins.


mbl.is Tillögur um 240 manna launað varalið lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er að koma í ljós það sem ég var búinn að spá.

Ef að Samfylkingin eða Vg fara ekki að bæta við sig er ekki möguleiki á að mynda 3 flokka stjórn án Sjálfstæðismanna. Það eru þrír flokkar sem nú mælast á hættusvæði á að detta undir 5% línunna og ná ekki inn manni. Og í þessari könnun er ekki komið inn Baráttusamtökinn. Ef að staðan breytist ekki verður Sjálstæðisflokkurinn sá flokkur sem stendur með pálman í höndunum og getur valið sér flokka til að starfa með.

Þetta verður fólk sem á eftir að gera upp hug sinn að gera sér grein fyrir. Ef að flokkurinn sem það velur fær ekki 5% fylgi er atkvæði þessa fólks dauð og nýtast Sjálfstæðisflokknum.

símakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið dagana 21. til 27. mars 2007.

mbl.is Íslandshreyfingin mælist með með 5,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband