Leita í fréttum mbl.is

Svo eru Sjálfstæðismenn að hreykja sér af stöðu mála hér á landi.

Samkvæmt þessu er almennt hagvaxtarskeið í heiminum og gert er ráð fyrir að hann sé um 4,9% í heiminum í ár og næsta ár en ekki nema um 1,9% hér. Þetta er nú staðreynd sem margir hafa bent á. Þannig að kenningin um að hagvöxtur og staða mála hér sé eingöngu árangur ríkisstjórnarinnar er bara ekki rétt. Þetta er almenn þróun sem hefur verið ríkjandi í heiminum í dag.

Þannig að ég held að fólk ætti að horfa frekar til þess að við erum ein af fáum þjóðum á vesturlöndum sem höfum misst tökin á þennslunni og súpum seiðið af því í formi verðbólgu og vaxta. Og það eru hagstjórnar mistök hjá ríkissstjórninni. Var að heyra það í dag að ef að ekki koma til fleiri stórframkvæmdir á næsta ári verður ríkissjóður rekinn með töluverðum halla þar sem að vöxtur ríkisútgjalda hefur verið svo gífurlegur.

Frétt af mbl.is

  Mesta hagvaxtarskeiðið í rúma þrjá áratugi
Viðskipti | mbl.is | 11.4.2007 | 21:31
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir litlum hagvexti... Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) segir, að staða efnahagsmála í heiminum sé sterk og útlit sé fyrir lengsta samfellda hagvaxtarskeið frá því í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Gerir IMF ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum verði að meðaltali 4,9% bæði á þessu og næsta ári, sem þýðir samfelldan hagvöxt í að minnsta kosti sex ár. IMF spáir 1,9% hagvexti á Íslandi á næsta ári.


mbl.is Mesta hagvaxtarskeiðið í rúma þrjá áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðan á Suðurlandi mjög ásættanleg fyrir Samfylkingu

Verð að segja að niðurstöður Félagsvísindastofnunar bæði á Suðurlandi og eins fyrir norðan eru að skila töluvert örðrum niðurstöðum en kannanir Gallups.

Athyglisverð niðurstaða þegar hugur  fólks á suðurlandi gagnvart virkjunum var kannaður 60% á móti. Nú er þetta fólk sem býr á því svæði þar sem að mest reynsla er af afleiðingum virkjanaframkvæmda. Ég man fyrir svona  30  -40 árum var bullandi vöxtur á stöðum eins og Hellu og Hvolvelli og fólk sóttist eftir að flyja þangað. En svo lauk framkvæmdum og við tóku einhver ár eða áratugir þar sem að ekki gekk vel þarna. Og maður skilur að það geti verið erfitt að búa á stað þar sem að kemur mikil innspýting vegna tímabundinna framkvæmda og síðan hverfa fullt af störfum aftur. En þessir staðir eru orðnir blómlegir í dag held ég og búnir að jafna sig. Og fólk þarna virðist ekkert sérstaklega vera sólgið í svona tímabundið skot aftur í sveitina sína. Þau kjósa a.m.k. að láta restinna á Þjórsá vera.

En aftur að könnun Stöðvar 2. Fyrir utan að hræðsla mín við að  Samfylking mundi tapa miklu þar eftir að Margrét Frímanns ákvað að hætta virðist hafa verið ástæðulaus. Staða Atla Gíslasona Vg er líka glæsileg. Enda hef ég mikla trú á þeim manni.  


mbl.is Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú farið að gerast oftar en hefur verið síðustu ár - Finnst mér

Er það vitleysa í mér eða hefur þennan vetur verið meira um þessar bilanir hér á höfðuborgarsvæðinu?

Frétt af mbl.is

  Rafmagnslaust í hluta Fossvogs
Innlent | mbl.is | 11.4.2007 | 9:33
Rafmagn fór af hluta Fossvogshverfis þegar bilun kom upp í háspennustreng kl. 8:35 í morgun. Að sögn Orkuveitu Reykjavíkur er rafmagn að komast aftur á en bilunin olli því að sex dreifistöðvar duttu út.


mbl.is Rafmagnslaust í hluta Fossvogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn sem ræður ekki við ástandið í góðæri er ekki á garð setjandi

Ég held að reynsla okkar af ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar sýni vel að þar fara flokkar sem bæði eru búnir að vera of lengi í samstarfi. Þeir sýna gjörsamlega vangetur til að ná tökum á vaxandi þennslu hér á landi.

  • Hér hefur verið bullandi verðbólga nú í 3 til 4 ár og það eru engin teikn um að henni sé að linna. Meira að segja er undirliggjandi verðbólga vaxandi en henni er haldið leyndri með ýmsum brögðum eins og matarskattslækkanir nú í mars. Sem fela hana aðeins
  • Ríkisstjórn sem hækkar húsnæðislán og hvetur fólk til eyðslu í miðri þennslunni. Fer í samkeppni við bankanna í fasteignalánum og sprengir upp húsnæðisverðið.
  • Ríkisstjórn sem með aðgerðum sínum hefur stuðlað að því að gjaldmiðill okkar er komin af fótum fram og getur á einum degi gert margar fjölskyldur að öreigum.
  • Ríkisstjórn flokka sem hræðast að gera rótækar breytingar eins og að kanna möguleika okkar á inngöngu í ESB og það að taka upp evru.
  • Ríkisstjórn sérhagsmuna. Þar sem að einkavinum og flokksfélögum er hampað frekar en að huga að þeim sem lægst standa.
  • Ríkisstjórn sem í stað þess að miða skattalækkanir við hag þeirra sem lægst standa, lækkar frekar skatta á þá sem meira hafa og leiðir þar með til enn meiri þennslu

Það eru komin tími fyrir okkur að reyna eitthvað annað!


mbl.is Hagstjórnarvandi næstu ríkisstjórnar verður ærinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágæta Samfylkingarfólk þarna úti.

Nú er stundin komin! Að okkar flokki er sótt og staða hans óviðunandi. Tími baráttunnar er runninn upp.

Nú er kominn tími til að við grípum til okkar ráða. Við höfum nú nokkrar vikur til að koma okkar málstað á framfæri. Nú er komið að því að við sýnum andstæðingum okkar hvað í okkur býr. Hver og einn að nota þær baráttuaðferðir sem honum hentar best.

Við skulum berjast á blogginu,  við skulum berjast í blöðunum, við skulum berjast á fundum, við skulum berjast á kaffistofum, við skulum berjast allstaðar þar sem við getum hugsanlega sannfært fólk um að til að skapa hér manneskjulegt, réttlátt samfélag er nauðsynlegt að Samfylkingin og jafnaðarhugsjónin verði leiðandi afl í stjórn landsins.

Og við gefumst aldrei upp!


Geir og Steingrímur í tilhugalífi?

Athyglisverðar pælinga hjá Agli Helgasyni í kvöld. Þar er hann að velta fyrir sér upplifun af fyrstu umræðum stjórnmálaforingjanna í sjónvarpinu í fyrradag.

Egill segir m.a.

Eftir því sem ég hef heyrt af foringjaumræðunum í Sjónvarpinu í gær virðist líklegast nú um stundir að Vinstri grænir fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum - og er VG þó sá stjórnmálaflokkur sem mest hefur gagnrýnt aðra flokka fyrir að vera hækjur fyrir íhaldið. Það fer varla framhjá neinum að Geir Haarde og Steingrímur J. Sigfússon eiga í einhvers konar tilhugalífi. Allt í einu er Steingrímur tilbúinn að slá af kröfum um að hækka fjármagnstekjuskattinn, hann er kominn niður í fjórtán prósent og ekkert óhugsandi að hann geti farið neðar. Á móti er Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp stjóriðjustefnu sem er eins og kópíeruð frá Samfylkingunni og felur í sér að bíða eigi með frekari stóriðju þangað til búið er að gera rammaáætlun um orkunýtingu.

Hann telur reyndar að raunin gæti orðið að þessi stjórn yrði viðkvæm því að margir innan Vg sé hugsjónafólk sem eigi erfitt með að kúvenda skoðunum sínum til lengdar.

Síðar segir hann:

Fyrir fréttaskýrendur er þetta raunar mjög spennandi stjórnarkostur, svona hreint faglega séð. Það verður nóg að gera. Þarna þyrfti að sætta helstu andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum - eða eru Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn það ekki? Miðjan yrði einfaldlega skilin eftir sem væri mjög sérstakt eftir allt talið undanfarin ár um miðjusækni stjórnmálanna.

En einna athyglisverðast fanns mér þessi möguleiki að Framsókn gangi til liðs við Vg og Samfylkingu. Egill segir um þetta m.a.

Annar valkostur sem er ekki ólíklegur er stjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Ég held að í Samfylkingunni séu menn ekkert afhuga þessu - það er einu sinni svo með Framsóknarmaddömuna að hún er þaulvön því að sitja í ríkisstjórn. Hún kann það

Hann finnur samt veika punkta á þessum möguleikum öllum en endilega lesið það bara hjá honum

 

 


mbl.is VG leggur fram áætlun um að útrýma fátækt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband