Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Fékk Valgerður undirbúnar fyrirspurnir úr sal í Kastljósþætti á síðast þriðjudag
Var að lesa eftirfarandi á www.mannlif.is . Þetta er náttúrulega ekki ólöglegt en ódýrt. Og þá sérstaklega ef það er rétta að flokkssystur hennar og frambjóðendur á Suðurlandi hafi lesið upp spurninguna af útprentun á tölvupósti merktum Utanríkisráðuneytinu.
Sérhannaðar framsóknarspurningar
Kastljós Sjónvarpsins blés til borgarafundar á Selfossi á þriðjudagskvöld þar sem stjórnmálafólk ræddi landsins gagn og nauðsynjar og svaraði spurningum úr sal. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sem var einn fulltrúa ríkisstjórnarinnar, virðist hafa fengið sérhannaða spurningu frá flokksystur sinni úr Suðurkjördæmi.
Framsóknarkonurnar Helga Sigrún Harðardóttir og Elsa Ingjaldsdóttir, sem skipa þriðja og fimmta sæti framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi, voru meðal fundargesta úti í sal. Þegar Helgi Seljan, sem sveif með hljóðnemann um svæðið, gaf Elsu færi á að bera upp spurningu kaus hún að beina henni til Valgerðar.
Elsa las spurninguna upp af blaði og glöggir stuðningsmenn Frjálslynda flokksins sem stóðu nálægt henni ráku augun í að blaðið var útprent af tölvupósti frá utanríkisráðuneytinu. Elsa var með fleiri spurningar á blaðinu en fékk ekki færi á að koma þeim öllum að. Þær spurningar hefðu þó vart komið Valgerði í opna skjöldu þar sem þær virðast upprunnar í hennar eigin ráðuneyti ...
(www.mannlif.is )
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Hér getið þið séð hvað verða áhersluatrið Sjálfstæðisflokks ef hann heldur völdum
Hér sjáið þið áherslu Sjálfstæðismann fyrir næsta kjörtímabil ef þeir halda völdum:
Á næstu misserum mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja megináherslu á eftirfarandi:
Að lækka skatta einstaklinga enn frekar. Skattalegir hvatar ættu að hvetja einstaklinga og fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar.
Að fella niður alla tolla og lækka enn frekar vörugjöld á innflutning.
Stefnt skal að niðurfellingu stimpilgjalda.
Að endurskoða álögur á bifreiðaeigendur.
Að afnema lágmarksútsvar sveitarfélaga enda ætti sveitarfélögum að vera í sjálfsvald sett að lækka útsvar eftir því sem aðstæður gefa tilefni til hverju sinni.
Að lækka skatta fyrirtækja og aðlaga skattkerfið þannig að það verði jafngott eða betra en það sem gerist hjá samkeppnisþjóðum okkar.
Að halda áfram að einfalda skattkerfið og leggja af skatta og gjöld sem skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja. Nauðsynlegt er að endurskoða lög um ýmsa smáskatta og gjöld sem hugsanlega áttu rétt á sér áður en eru nú tímaskekkja.
Að tryggja góð rekstrarskilyrði atvinnufyrirtækja með því byggja enn frekar upp umgjörð atvinnulífsins með skilvirkum og almennum reglum, og lágmarka þannig óþörf opinber afskipti af atvinnulífinu.
Að styrkja samkeppnisstöðu landsins um fjárfestingar til uppbyggingar í atvinnulífinu. Þannig má stuðla að auknum áhuga innlendra og erlendra aðila á því að fjárfesta hér á landi.
Að auka valfrelsi einstaklinga um vörsluaðila lögbundins lífeyrissparnaðar.
Að leggja áfram áherslu á að flytja verkefni úr höndum ríkis og sveitarfélaga til einkaaðila til að draga úr umsvifum hins opinbera og auka þar með samkeppni á markaðnum.
Að starfs- og lagaumhverfi stofnana og fyrirtækja, einkum uppgjörsaðferðum þeirra, sem enn eru í opinberum rekstri verði breytt til samræmis við umhverfi einkageirans og þannig stuðlað að aukinni hagkvæmni í rekstri þeirra. Þá verði reglum um virðisaukaskatt breytt þannig að opinberir aðilar fái hann endurgreiddan af allri aðkeyptri þjónustu og eigi þar með auðveldara með að úthýsa verkefnum.
Að skapa skilyrði til varanlegs hagvaxtar, draga úr ríkisútgjöldum og styrkja stöðu ríkissjóðs.
Að tryggja skynsamlega og hagkvæma nýtingu á náttúruauðlindum landsins.
(úr drögum að ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins)
Þannig að ef þið hélduð að fólkið í landinu kæmist í efsta sæti hjá þeim þá voru þið á ekki að greina málin rétt. Það eru fyrirtækin fyrst. Síðan fjármagseigendurnir og síðan almenningur í landinu.
Og ef við víkjum að umhverfismálum þá sagði Geir eftirfarandi í setningarræðu sinni sem mér finnst nú fyndið
Þá fjallaði Geir einnig um umhverfismál og sagði sjálfstæðismenn hafa þá trú að best færi á því að einstaklingurinn stjórnaði sér sem mest sjálfur. Því ætti að hvetja fólk til að velja umhverfisvæna kosti í lífi sínu frekar en að beita aðferðum vinstri manna og setja boð og bönn á þær lífsvenjur sem fólk hefur valið sér. Það væri meðal annar inntakið í hinum grænu skrefum í Reykjavík sem kynnt hafi verið í gær.
(www.visir.is )
Nú hvað hafa einstaklingar verið að gera hingað til og lítið sem ekkiert virkað. Þetta lýsir svo miklu kæruleysi að manni verður bumbult. Að þar tali forsætisráðherra Íslands er umhugsunarefni. Maðurinn hlýtur að vera illa upplýstur um stöðu mála í umhverfismálum. Bæði hér á landi og í heiminum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2007 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Hafnatfjörður og nú Skagafjörður - Hvað ætla andstæðingar Samfylkingar að nota núna
Það hafa nú í marga mánuði dunið á Samfylkingunni ókvæðisorð vegna hugsanlegrar afstöðu Samfylkingar í málefnum Álversins Straumsvík og síðan virkjana í Skagafirði. Nú hefur verið kosið í Hafnarfirði og ákvörðunm um deiliskipulag Skagafjarðar verið frestað með þeim orðum að nýjar hugmyndir gætu komið fram í framtíðinni sem gerðu báðar þær virkjanir sem rætt var um óþarfar. Þannig að nú eru þessi mál úr sögunni í bili. Þannig að þeir sem hafa talað um að stjórn flokksins og Sveitarstjórnamenn í Skagafirði töluðu ekki í takt geta nú slappað af. Hvor um sig leggur til að bíða um sinn og skoða heildarmyndina.
Frétt af mbl.is
Skagafjörður: Samþykkt að fresta skipulagningu hugsanlegra virkjunarsvæða
Innlent | mbl.is | 12.4.2007 | 20:20
Stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti í dag, að í tillögu að aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið, sem nú er unnið að, verði frestað skipulagningu þeirra svæða sem ætluð hafa verið fyrir Skatastaða- og Villinganesvirkjanir.
![]() |
Skagafjörður: Samþykkt að fresta skipulagningu hugsanlegra virkjunarsvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2007 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Hvernig ætlar Geir að tryggja öllum þennan lífeyri?
Ætlar Geir að tryggja öllum lífeyrissjóðum ávöxtun þannig að þeir geti mætt því. Hann gleymir að lífeyrissjóðirnir eru ekki undir stjórn stjórnvalda nema þá lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins en um hann gilda aðrar reglur.
Einnig er það nú merkilegt að koma með svona yfirlýsingu akkúrat nú þegar flestir lífeyrissjóðir þegar farnir að greiða lífeyrir upp á 25 þúsund.
Og ef hann er að tala um að draga úr skerðingum á greiðslum Tryggingarstofnunar vegna lífeyrisgreiðslna þá er það nú léttvægt. Sting frekar upp á að hann boði sambærileg kjör fyrir ellilífeyrisþega og alþingismenn fá við starfslok. Því var ekki búið að lofa að breyta eftirlaunafrumvarpi Alþingismanna og ráðherra?
Og svo er fleira skrítið
Velferðarkerfið var Geir H. Haarde, formanni flokksins, hugleikið í setningarræðunni og hann boðaði breytingar á högum aldraðra í samræmi við breytingar á högum öryrkja með því að viðhalda hvatningu til atvinnuþátttöku. Hann vill taka upp einstaklingsmiðaða öldrunarþjónustu, þjóðin þarfnist reynslu og þekkingar hinna eldri. (www.ruv.is )
Hvað hafa þessir menn verið að gera í 12 ár. Þeir hafa viðhaldið tekjutengingu eins og þeir mögulega geta þannig að hver króna sem öryrkjar hafa fengið hefur horfið með því að bætur hafa lækkað strax á móti.
Lagðar eru til enn meiri lækkanir skatta á einstaklinga, að fella niður stimpilgjöld. Þá er lagt til að landsfundur leggist alfarið gegn framkomnum hugmyndum um að hækka fjármagnstekjuskatt því slíkt væri tilræði við sparnað í landinu sem myndi leiða til flótta fjármagns úr landi (www.ruv.is )
Fjármagnið úr landi. Hvert er það að fara núna? Er það ekki að fara í fjárfestingar erlendis. Mér finnst þetta kjaftæði. Fjármagnsskattur er í dag 10% sem þýðir að fólk er að borga 10% af vöxtum sem það hefur fengið. Hjá flestum er þetta kannski nokkur þúsund sem það er að borga ef það er að borga nokkurn. Þannig að 14% eru kannski nokkrir hundraðkallar í viðbót. t.d. ef maður hefur fengið 100.000 í vexti er hann að borga 10.000 í vextir en það verður 14.000 ef að fjármagnsskattur hækkaði í 14% til að fá 100.000 í vexti þarf maður að eiga minnst rúmlega milljón og ég held að fyrir 4000 krónur fari menn ekki að stofna reikninga erlendis.
Nei Geir er að verja einkavini Sjálfstæðismanna sem hafa allar sínar tekjur sem fjármagnstekjur og borga bara 10% skatt og ekkert til sveitarfélagsins af þessum tekjum en njóta sömu þjónustu og þeir sem borga tekjuskatta. Sé ekki að hann ætli að gera þeim að reikna á sig eðlilegar tekjur.
![]() |
Geir: Eðlilegt að ríkið tryggi öllum lágmarkslífeyri úr lífeyrissjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Rauhæf drög að ályktunum landsfundar Samfylkingarinnar
Hef verið að lesa yfir drög að ályktunum Samfylkingarinnar sem lögð verða fyrir landsfundinn. Til að byrja með er ánægjulegt hversu vel þessar ályktanir eru settar upp. Það er ekki verið að reyna að fela neitt með orðskrúði og lagatæknilegu orðalagi. Þetta er að ég held mjög skynsamlegar tillögur og eiga eftir að verða viðmið fyrir aðra.
Drögin að ályktunum má finna hér
En svona helstu atriði má sjá t.d. hér í frétt á www.ruv.is
Fyrst birt: 12.04.2007 12:27Síðast uppfært: 12.04.2007 13:12Sf: Velferðarkerfið verði stóreflt
Samfylkingin vill stórefla velferðarkerfið, skilgreina íslensku í stjórnarskrá sem opinbert tungumál, afnema pólitískar ráðningar í embætti seðlabankastjóra og gera landið að einu kjördæmi, samkvæmt drögum að landsfundarályktunum sem lögð hafa verið fram.
Í drögum að landsfundarályktunum Samfylkingarinnar kennir ýmissa grasa. Þar er rauði þráðurinn efling velferðarkerfisins. Eitt mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja hag eldri borgara, segir í drögunum. Ráðast á í stórátak í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara og bæta lífeyri þeirra. Þá á að stofna embætti umboðsmanns eldri borgara. Samfylkingin vill hækka skattleysismörk, draga úr tekjutengingu barnabóta og lækka skatta á lífeyrissjóðsgreiðslur. Afnema stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa, afnema vörugjöld og tolla af matvöru og lækka virðisaukaskatt af lyfjum. Loks vill flokkurinn lengja fæðingarorlof í tólf mánuði.
Flokkurinn vill tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og stórefla forvarnir. Sf vill einnig tryggja öllum landsmönnum sambærileg lífskjör óháð búsetu með því að greiðan aðgang allra að menntun, atvinnu og þjónustu. Þannig á t.d. að gera stórátak í samgöngumálum, byggja upp net háskólastofnana á landsbyggðinni og tryggja bændum aukið athafnafrelsi. Flokkurinn vill stuðla að gjaldfrjálsri menntun allra barna og ungmenna frá leikskóla að háskóla, ókeypis námsbækur í menntaskóla og að sveitarfélögin taki það skólastig yfir.
Samfylkingin vill afnema launaleynd og veita Jafnréttisstofu heimildir til að rannsaka og afla gagna, leiki grunur á um brot á jafnréttislögum. Einnig að jafnræði kynjanna sé tryggt í ríkisstjórn og í stjórnunarstöðum ráðuneyta og stofnana.
Samfylkingin vill að þjóðareign á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar verði bundin í stjórnarskrá og vill undirbúa upptöku auðlindagjalds. Þá vill flokkurinn að landið verði gert að einu kjördæmi og að íslenska verði skilgreind í stjórnarskrá sem opinbert tungumál ásamt íslensku táknmáli. Ráðherrar eiga ekki að gegna þingmennsku og hverfa á frá pólitískum ráðningum í embætti seðlabankastjóra, samkvæmt landsfundardrögunum.
![]() |
Samfylkingin vill stórátak í samgöngumálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Norðmenn hefa áhyggjur af fjárfestingu Kaupþings og ástandinu hér á landi
Norska fjármálaeftirlitið hefur áhyggjur af Kaupþingi. Þeir ættu nú að hafa vit á þessu þar sem Norska ríkið þurfti að hlaupa til og bjarga bönkum fyrir svo um 20 - 30 árum þegar þeir riðuðu á barmi gjaldþrots. Spurning hvaða áhrif þetta hefur?
Fréttin eins og hún var www.ruv.is
Fyrst birt: 12.04.2007 11:00Síðast uppfært: 12.04.2007 11:01Norðmenn vara við Kaupþingsmönnum
Norska fjármálaeftirlitið varar við að Kaupþing fái að eignast fjórðungshlut í gamla tryggingarfyrirtækinu Storebrand.
Það telur að Kaupþingsmenn skorti reynslu á sviði tryggingareksturs, bankann skorti og eigið fé og að hann sé um of áhættusækinn. Þá ríki óvissa í íslenskum efnahagsmálum. Núna á Kaupþing rúm 16% í Storebrand.
![]() |
Vill ekki að Kaupþing eignist meira en 20% í Storebrand |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Ég held að það sé kominn tími til að Vesturlönd og fleiri fari að endurskoða aðferðafræði sína
Ég held að það sé að verða nokkuð ljóst að þessi aðferð að ráðast inn í lönd með óvígan her og steypa stjórnum er ekki að reynast vel. Ég held að menn verði að fara að átta sig á að þetta verður að gerast í mun meiri samvinnu við fólkið sem býr í löndunum. Það situr t.d. mjög í mér að við innrásina í Írak þá voru Bandaríkin tilbúin með einhverja brottflutta Íraka sem síðar kom í ljós að voru vafasamir pappírar og Íraskaþjóðin vildi ekki sjá.
Eins þá er þessi herseta í Afganistan og Írak merki um að þarna eru herveldi að reyna að skikka þjóð til að falla frá sínu skipulagi og gildum og taka upp vestrænt stjórnkerfi sem íbúar í viðkomandi löndum hafa ekki skilning eða þekkingu á.
Hersetuliðar verða auðveldlega blóraböglar fyrir allt sem miður fer og því auðvelt fyrir andspyrnunna/hryðjuverkamenn að fá fólk til liðs við sig.
Það getur náttúrulega alltaf komið til þess að að þjóð ögri öðurm svo að það þurfi að ráðast þar inn eftir að allt annað bregst en þá þurfa þjóðir sem það gera að vera mun meira inn i hugsunarhætti þar og hverfa strax á brau og það er mögulegt. Til þess að svo megi verða verða þjóðirnar að vera tilbúnar fyrirfram með mikið fjármagn sem nýtt er til að auka lífsgæði fólksins sem þar býr. Þetta þarfa að gerast strax ekki býða þar til að mest af andstöðunni hefur verið útrýmt. Þannig ætti með hverrri sendingu af nýjum hermönnum að fylgja en stærri pakki af nauðþurftum sem uppbyggingu á einhverju sem fólk í viðkomandi landi lítur á sem lífsgæði.
Og síðan eiga þessi herir að hverfa á baut og leyfa þjóðinni sem mest að leysa sín vandamál sjálf.
![]() |
NATO fundar um skort á mannafla og útbúnaði í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Enn er Gunnar Birgisson að ráðast að náttúruperlum
En á ný stendur Kópavogur að aðför að umhverfi og náttúru Höfðuborgarsvæðissins. Nú hefur Bæjarstórnarmeirihluti Kópavogs samþykkt að skipuleggja 7500 manna byggð sem á að liggja allt að 15 metrum frá Elliðavatni og að mörkum Heiðmörkum. Þar á að fórna skógrækt og öllu sem fyrir verður. Það fer að verða ljóst að Gunnar Birgisson hættir ekki fyrr en hann er búinn að malbika, helluleggja eða byggja á hverjum þverþumlungi í landi Kópavogs. Ég geri nú fastlega ráð fyrir að fólk verði nú að sameinast í það að stoppa þennan mann áður en við búum við það að þurfa að fara austur fyrir Hellisheiði til að komast út úr steinsteypuraunveruleika Gunnars.
Við þessu var varað þegar að Kópavogur fór að skipuleggja byggð í námd Elliðavatns en Kópavogur fullyrti að ekki yrði skipulagt nær vatninu en 50 metra en eitt eins og vanalega er ekkert staðið við það sem sagt er þegar hægt er að skapa verktökum verk og vermæti. (Kannski litið að gera hjá Klæðningu næstu ár)
Nánar um þetta má finna á bloggi Guðríðar Arnardóttur en þar segir hún m.a.
En það alvarlegasta í málinu er það að nú á að skipuleggja lóðir allt niður í 15 metra frá Vatnsbakkanum. En 50 metra lína meðfram vatninu er undir bæjarvernd samþykkt 2001..
Þessi 15 m ræma sem á að skilja eftir kalla þeir svo útivistarsvæði!
Nú á enn á ný að herða fastar að lífríki Elliðavatns og ganga gróflega á þessa útivistarperlu okkar Kópavogsbúa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Jónas Kristjánsson bendir á að framkoma ríkisins gagnvart hælisleitendum jaðri við rasisma
Þegar maður hugasar það þá er alveg óskaplega lítið um að við íslendingar tökum á móti flóttamönnum eða hælisleptendum. Þetta var aðeins í tíð Páls Péturssonar en lítið sem ekkert síðan. Og nær allir sem hingað koma að eiginvegum er vísað til baka. Gætu verið eðlilegar skýringar á þessu en þessi umræða er viðkvæm í dag.
En svona hljómaði þetta hjá Jónasi Kristjánssyni á ágætri síðu hans www.jonas.is
12.04.2007
Rasisminn fundinn
Við leitum með logandi ljósi að rasismanum í heilsíðu auglýsingu Frjálslynda flokksins. Þar er hvatt til varúðar í innflutningi fólks og hvatt til, að fólki sé kennd íslenzka. Við förum langt yfir skammt til að leita að óbeit á útlendingum. Hana finnum við auðveldar hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem hafa nánast skrúfað fyrir innflutning flóttafólks. Nánast öllum, ef ekki öllum, sem leita hælis, er vísað frá. Þetta er ákvörðun utanríkisráðherra Framsóknar. Sá flokkur hefur þó mest allra gagnrýnt Frjálslynda fyrir rasisma.
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Árni Johnsen flýgur inn á þing skv. könnunum
Bloggfærslur 12. apríl 2007
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson