Leita í fréttum mbl.is

Ég verð nú að segja að það er með afbrigðum hvernig arkitektar hanna viðbyggingar.

Það virðist með öllu horfið að arkitektar horfi til þess að byggja viðbyggingar við hús eða ný hús við hlið eldri húsa þannig að það sé einhver almennileg samsvörun milli húsana í stíl. Maður hélt að hús eins og Morgunblaðshöllinn í miðbænum og fleir hús þar hefður sýnt mönnum fram að huga að  þeim stíl og húsum sem fyrir eru. En í dag finnst manni flestar slíkar byggingar vera stílbrot.

Fyrir utan þetta er skrítið að þessi 15 hæða skrifstofu og verslunarbygging er beint á móti annarri sem er verið að byggja og er 20 hæða. Þarna eru því að bætast við verslunar og skrifstofuhúsnæði á svæðinu einir 40 þúsund fermetrar. Og beint á móti Smáralind hinum megin við Reykjanesbraut er að fara að rísa gríðarstórt verslunar og skrifstofu hverfi þar sem hesthúsinin eru nú. Því er manni spurn hverjir ætla að nota allt þetta húsnæði?

Loks ber þess að geta að nú þegar er umferð að verða gífurleg þarna við Smáralind og með þessu tvöfaldast hún.

Frétt af mbl.is

  Fyrsta skóflustungan tekin að Norðurturni við Smáralind
Innlent | mbl.is | 17.4.2007 | 23:25
Tölvumynd af Norðurturni. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, tók fyrstu skóflustunguna að Norðurturni við Smáralind í dag. Um er að ræða fimmtán hæða verslunar- og skrifstofubygging, samtals um 16 þúsund m², ásamt þriggja hæða bílastæðahúsi sem rúma mun um 800


mbl.is Fyrsta skóflustungan tekin að Norðurturni við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnlendingar hrifnir af Árna Johnsen

Hélt að fólk væri ekki svona fljótt að gleyma en þá komst ég að því að það er ég sem er gleyminn. Auðvita þegar ég hugsaði um það þá er þjóðin með gullfiskaminni og algjörlega búin að gleyma gloríum Árna hérna við Þjóðleikhúsið og Þegar hann fékk vin sinn Mattías til að greiða fyrir sig atkvæði á þingi því hann hafði ekki tíma til að vera í þinginu.

Frétt af mbl.is

  VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Innlent | mbl.is | 17.4.2007 | 16:15
Ný skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkana í Suðurkjördæmi, sýnir að Vinstri grænir bæta við sig mestu fylgi frá síðustu kosningum og fengi tvo þingmenn en fékk engan í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig fylgi og einum manni og fengi 4 þingmenn. Samfylkingin tapar hinsvegar tveimur þingmönnum í kjördæminu og fengi tvo í stað fjögurra. Framsóknarflokkurinn tapar hinsvegar mestu fylgi frá síðustu kosningum og mælist aðeins með einn þingmann í stað tveggja.


mbl.is VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birkir Jón: Framsókn vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.

Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknar og sá sem stakk upplýsingum um Byrgið á sínum tíma undir stól í félagsmálaráðuneytinu var í í kvöld á Kosningafundi Kastljós á Vesturlandi. Þar sagði hann m.a. að stefna Framsóknar væri skýr í flugvallarmálinu og hún væri sú að hann ætti að vera áfram í Vatnsmýri.

Pétur Gunnarsson sem þekkir nú aðeins til í þeim flokki bendir hins vegar á eftirfarandi á sínu bloggi

Getur verið að Birkir viti ekki að að í baráttunni vegna  sveitarstjórnarkosninganna barðist Framsóknarflokkurinn í Reykjavík fyrir því að flugvöllurinn yrði fluttur til, úr Vatnsmýrinni? Fulltrúar flokksins voru meðal 14 borgarfulltrúa af 15 sem greiddu atkvæði með undirbúningi að flutningi flugvallarins á síðasta kjörtímabili

Og síðar segir Pétur:

Í ályktunum flokksþingsins, sem haldið var í mars, er ekki orð um Reykjavíkurflugvöll eða að hann eigi að vera á sínum stað. Þetta á Birkir Jón Jónsson að vita. Ennfremur má upplýsa hann um að, ef hann hefur ekki getað lesið Fréttablaðið um helgina, að það er komið fram að þjóðhagsleg hagkvæmni þess að flytja flugvöllinn á Hólmsheiði er 38 milljarðar króna og þjóðhagsleg hagkvæmni þess að flytja hann á Löngusker er 33 milljarðar króna.

Ég segi bara að Birkir sýnir þarna að hann er tækifærissinni af verstu sort.

www.ruv.is

Framsóknarþingmaður vill hafa flugvöll í Vatnsmýrinni

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, sagði á borgarafundi í Kastljósinu í kvöld að Framsóknarflokkurinn vildi halda flugvellinum í Vatnsmýrinni.

Þetta kemur ekki fram í kosningastefnuskrá flokksins og ekki heldur í málflutningi oddvita framsóknar í Reykjavík á borgarstjórnarfundi í dag.


mbl.is Fagna niðurstöðu skýrslu um Hólmsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegsráðherra tekinn á beinið kosningafundi Kastljóss á Vesturlandi.

Það var hin besta skemmtun að sjá Grétar Össur og fleiri gera stólpa grín að Einari K Guðfinnssyni. Það var ekki laust við að manni sýndist fjúka í Einar á köflum.

Össur nefndi t.d. ýsukvóta sem ekki hefur verið fullveiddur síðustu ár og spurð afhverju ekki væri gefin frjálsveiði í hann. Hann svaraði sér sjálfur með þvi að það væru í raun bankarnri sem réðu því að kvótakerfinu væri haldið á öllum fisktegundum. Bankarnir lána og eiga veð í öllum kvótanum og væru þvi ekki sáttir við að missa veð í honum.

Grétar Mar kom náttúrulega hokinn af reynslu af veiðum og raka Einar bara oft á gat og fram í köllinn hans voru skemmtileg þó það hafi kannski ekki verði kurteist.

Furðulega að hafa Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sem fulltrúa framsóknar í þessu máli sem skiptir Vestfirðinga og Vestlendinga miklu.


mbl.is Skorað á ráðherra að auka þorskkvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jakob í 1 sæti í SV kjördæmi eftir allt saman

Ekki komnir margir mánuðir síðan hann sóttist eftir sæti á framboðslista Samfylkingar og komst ekki ofarlega á listann. EN Jakob er snjall og kominn í efstasæti á lista Íslandshreyfingarinnar og búinn að tryggja að hann getur látið til sín taka í umræðuþáttum fram að kosningum. Ekki viss um að margir hafi leikð þetta eftir. Og reyndar ekki viss um að þetta gagnist honum neitt til að komast á þing.

Frétt af mbl.is

  Jakob Frímann í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar í Suðvesturkjördæmi
Innlent | mbl.is | 17.4.2007 | 15:06
Jakob Frímann Magnússon. Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur úr Reykjavík, er í fyrsta sæti á framboðslista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, útgefandi og tónsmiður í Mosfellsbæ, er í fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi.


mbl.is Jakob Frímann í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuhreinsunarstöð?

Þetta er athyglisverð hugmynd. Það eru sjálfsagt kostir og gallar en eins og ég sagði í færslu um þetta í gær þá er athyglisvert að svona hreinsunarstöð:

  • Mengar svona um 1/10 á við álver
  • Notar aðeins um 15 megwött af rafmagni
  • Staðsetning ekki bundin við alfaraleið
  • Um 500 manns geta fengið starf við þetta

En það eru eflaust gallar sem verður að skoða eins og hugsanleg mengurnarslys og þessháttar.

En skemmtilegt hvernig þetta mál er kynnt og það sé í höndum heimamanna að skoða þetta og ákveða.

Annars bendi ég á þessa færslu

Frétt af mbl.is

  Heimamenn hafa síðasta orðið um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum
Innlent | Bæjarins besta | 17.4.2007 | 13:06
Hugmyndir um að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum sem skapað getur um 5-700 störf voru kynntar í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að skoða verði vel allar hliðar málsins áður en ákvörðun verður tekin.


mbl.is Heimamenn hafa síðasta orðið um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hverju eiga þessi 39 hrefnur eftir að bæta við rannsóknir okkar

Get nú ekki séð hverju þessi 39 hrefnur eiga eftir að bæta við vitneskju okkar, nema að verið sé að rannsaka hversu mikið langlundargeð erlendir hvalverndunarsinnar hafa gagnvart þessum veiðum. Gaman að vita afhverju talan þarf að vera 200 í þessari rannsókn.

Frétt af mbl.is

  Leyfi gefin út fyrir vísindahvalveiðar
Innlent | mbl.is | 17.4.2007 | 9:05
Hrefna dregin inn fyrir borðstokkinn á hrefnubát. Alþjóðahvalveiðiráðið segir, að íslensk stjórnvöld hafi í gær gefið út fjögur veiðileyfi til vísindaveiða á hvölum á þessu ári. Gert er ráð fyrir að vísindaveiðin í ár fari ekki yfir 39 hrefnur en samkvæmt fjögurra ára áætlun, sem kynnt var árið 2003, átti að veiða 200 hrefnur. Búið er að veiða 161 hrefnu síðan.


mbl.is Leyfi gefin út fyrir vísindahvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband