Leita í fréttum mbl.is

Allt á réttri leið hjá Samfylkingu en stjórnin gæti haldið

Þessar naður kæta mig náttúrulega sem Samfylkingarmann en það vekur hjá mér hugsanir um nýju framboðin og tilgangin með þeim þegar maður sér þarna um 9-10% atkvæða fara til flokka sem eru á móti ríkisstjórninni en gera eingum gagn þar sem þessir flokkar eru ekki inn skv þessari könnun. Eins vona ég að vinstriflokkarnir eigi en meira inn í hópi þeirra óákveðnu.

 

Frétt af mbl.is

  Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG
Innlent | Morgunblaðið | 19.4.2007 | 5:30
Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hefur... Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hefur aukist verulega samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent Gallup en fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs dregst saman, nánast sem nemur fylgisaukningu Samfylkingarinnar. Fylgi Framsóknarflokksins dalar sömuleiðis töluvert milli kannana og hvorki Frjálslyndi flokkurinn né önnur framboð næðu manni inn á þing, yrði niðurstaðan í samræmi við könnunina


mbl.is Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla víst ekki hress með flugvallarskýrsluna.

Var að lesa á vefnum hans Egils Helgasonar að Sturla sé ekki hress mað þessa skýrslu  Egill segir:

Sturla Böðvarsson mun vera fúll vegna skýrslunnar um Reykjavíkurflugvöll. Eftir þetta kemur ekki til greina að byggja samgöngumiðstöðina. Hún hefur nákvæmlega engan tilgang. Það er fínt að fá þessa niðurstöðu frá sérfræðingum sem hafa rannsakað málið ofan í kjölinn. En þetta eru líka staðreyndir sem hafa legið í augum uppi og hafa margsinnis verið endurteknar á þessum vef:

Að það margborgi sig að taka flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni undir byggð og byggja í staðinn snotran innanlandsflugvöll hér við borgina. Ég skil eiginlega ekki að hægt sé að hafa neitt á móti því. Skýrsluhöfundarnir telja að af þessu geti verið þjóðhagsleg hagkvæmni upp á hátt í fjörutíu milljarða króna.

Ég skil alveg hvað hann er að segja. Hvaða vit er að byggja samgöngumistöð á svæði sem hugsanlega yrði að Íbúðahverfi. Með því að byggja þessa samgöngumiðstöð er verið að hleypa þangað inn allt of mikilli umferð og þar með að hefta framtíðar skipulag svæðissins. Eðlilegra að þessi miðstöð yrði einhverstaðar í tengslum við komandi Sundabraut. Eða á svæðinu í kring um Hádegismóa eða við Hólmsheiði.


mbl.is Reykjavíkurflugvöllur sagður vera á mjög góðum stað frá sjónarhóli flugsamgangna og flugrekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband