Leita í fréttum mbl.is

Þriðji maður Samfylkingar bankar á dyrnar skv. þessu

Engin ástæða fyrir Samfylkngarfólk að láta þetta draga sig niður. Þessi könnun er mæling á fylgi sem er á leiðinni upp. Og þriðji maðurinn er víst á mörkum þessa að komast inn. Og 5 maður Sjálfstæðisflokksins er víst tæpur. Gaman verður að sjá næstu mælingar. Er viss um að Samfylkingin er á leiðinn upp aftur. Hefði meir áhyggjur ef ég væri framsóknarmaður

reykjaviksuður
(www.ruv.is )

Frétt af mbl.is

  Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Innlent | mbl.is | 21.4.2007 | 14:07
 Sjálfstæðisflokkurinn fengi 42,5% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi suður væri gengið til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Sjónvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin fengi 24,9% atkvæða, Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 18,8% atkvæða, Íslandshreyfingin fengi 5,4 % atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 4,5% atkvæða og Frjálslyndi flokkurinn 3,9% atkvæða


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn ætti að skammast sín!

Eftirfarandi frétt af www.visir.is segir meira en margt annað um áherslur sem þessi ríksstjórn hefur haft upp síðustu 3 kjörtímabil. Það hefur verið varað við og rætt um ástand í málaflokki barna með geðræn vandamál í áratugi og nefnd eftir nefnd fjallað um málið en lausnir alltaf dregnar á langinn. Og nú í dag eru met biðlistar eftir meðferð á BUGL:

Fréttablaðið, 20. apr. 2007 23:18


Metbiðlistar á BUGL

"Þetta er lengsti biðlisti sem ég man eftir, og hef ég verið þarna í um tíu ár," segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL).

Um 170 börn bíða eftir að fá hjálp á BUGL. Meðalbiðtími þeirra sem ekki eru talin þurfa á bráðaþjónustu að halda er eitt og hálft ár, samkvæmt Ólafi.

Ólafur segir biðlistann hafa lengst meira síðastliðið ár en árin á undan. Plássum hafi auk þess fækkað úr 21 í sautján frá árinu 2004. Álag á starfsmönnum deildarinnar sé mikið og fjöldi af reyndu fólki hafi horfið frá störfum þess vegna. "Það tekur á að sinna börnum sem eiga í miklum vanda, oft í sjálfsvígshættu. Við höfum reynt eins og við getum að halda bráðaþjónustunni óskertri. Hins vegar höfum við ekki getað tekið börn á biðlistum inn frá því um áramót, nema málin hafi orðið þeim mun alvarlegri," segir Ólafur. Bráðatilvik segir hann flokkuð samkvæmt reglum deildarinnar, í þeim tilvikum séu einkennin oft upp á líf og dauða.
"Þetta þýðir að veikum börnum og fjölskyldum þeirra er haldið í gíslingu í langan tíma," segir Margrét Ómarsdóttir, móðir og stjórnarmaður Barnageðs. (www.visir.is )

Einnig stendur þarna

Margrét segir eina af ástæðunum fyrir því hvernig málin hafa þróast vera að meðferðartími barnanna hefur lengst. "Mörg börn þarna inni eru stopp, framhaldsúrræðin eru engin en ekki er hægt að útskrifa," segir hún. Venjulega sé miðað við að börn séu ekki lengur en sex vikur innlögð á BUGL. Staðan nú sé hins vegar sú að mörg börn hafi dvalist þar í sex til átta mánuði.

"Okkur vantar fjármagn, Landspítalinn bendir á heilbrigðisráðuneytið, það bendir svo á fjármálaráðuneytið en lítið fæst að gert," segir Ólafur.  (www.visir.is )


Gunnar í Krossinum fær góða kveðju

Var að lesa grein í Fréttablaðinu í dag eftir Einar Sigurbjörnsson þar sem hann svarar Gunnari í Krossinum varðandi bilbíu þýðingunna hina nýju. Skil ekki hvernig menn geta rifsit svo yfir riti sem sannanlega er safnrit flökkusagna sem safnað var á einn stað. T.d. hefur mér verið sagt að Mósebækurnar séu rit sem eru ekki í réttri tímaröð miðað við hvenær þær urðu til. Þá er mér sagt að dæmisögur Jesú séu margar hverja gamalar flökkusögur sem eigi uppruna sinn hundruð eða þúsund ár fyrir þann tíma þegar hann var uppi.

En semsagt að Gunnar telur sig umkominn að segja að þeir sem valdir hafa verið til þess að fara yfir íslensku þýðingunna séu bara að gera vitleysur.  En þessi grein er skemmtileg

 

Fréttablaðið, 20. apr. 2007 16:54


Ég snýti mér í foragt!

Ég snýti mér í foragt!
Einhver bóndi austur í sveitum hafði þetta að orðtaki þegar honum var ofboðið og geri ég það að mínu andspænis ummælum Gunnars Þorsteinssonar, sem kenndur er við Krossinn, um hina nýju Biblíuþýðingu í Fréttablaðinu mánudaginn 16. apríl síðastliðinn: Ég snýti mér í foragt! Athugasemd Kurts heitins Vonnegut um einhvern gapuxa fyrir nokkrum árum á líka vel við: What a searching mind! Aldrei hefur Gunnar þessi haft fyrir því að snúa sér til þýðingarnefnda Biblíunnar eða ritnefndarinnar, hvað þá sent formlegar athugasemdir. Í stað þess hefur hann staðið og haft uppi stór orð og blandin lygi um að þýðingin sé „ekkert annað en árás á menningu okkar og bókmenntir og ekki síst sjálfan kristindóminn". Innblásni textinn er Biblían 1981! En áður en Gunnar Þorsteinsson reytir af sér allt skegg og stendur alblóðugur frammi fyrir alþjóð í ákafa sínum fyrir innblásnum texta langar mig til að segja honum og öðrum frjálsum forstöðumönnum einn brandara: Biblían 1981 sem Gunnar kaupir nú í kassavís handa sauðum sínum er að stofni til sú Biblía sem kærð var til Englands árið 1908 af mönnum sem töldu að sú þýðing væri árás á kristindóminn og að þýðendurnir væru hættulegir falsarar! Ef Gunnar Þorsteinsson vill græða á því að selja þann texta sem hinn innblásna texta Biblíunnar þá hann um það. En ég snýti mér í foragt!


Bloggfærslur 21. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband