Leita í fréttum mbl.is

Svo ætlum við að reisa hátæknisjúkrahús en getum nú ekki rekið það gamla.

Þetta eru nú eitt af því sem fólk ætti að hugsa til áður en það setur x við B í maí. Framsóknarflokkurinn hefur farið með þetta ráðuneyti í 12 ár og staðan hefur verið svona nær allan tíman. Fjárveitingar alltaf skornar niður í fjárlögum þó að allir viti að sú þjónusta sem við ætlumst til af sjúkarhúsinu er alltaf að aukast. Og því eru flest öll ár mörkuð af því að ríkið er að senda smá summur á haustin og á aukafjárlögum en samt aldrei nóg þannig að rekstrarhalli fylgir með í byrjun næsta árs.

Þetta er alfarið á ábyrgð Framsóknar. Það þýðir ekki að benda á Sjálfstæðisflokkinn því að ef framsókn var óánægð með fjárveitingar og fjárheimildir frá fjármálaráðuneytinu þá bar þeim að slíta stjórn eða að heilbrigðisráðherra bar að segja af sér þar sem hann gat ekki tryggt LSH nægjanlegt fjármagn til að sinna skildum sínum

Frétt af mbl.is

  Fjárveitingar til LSH í engum takti við þróun eftirspurnar eftir þjónustu
Innlent | mbl.is | 26.4.2007 | 18:56
Frá ársfundi Landspítala háskólasjúkrahúss í dag. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á Landspítalanum, sagði á ársfundi sjúkrahússins í dag, að hún teldi fjárveitingar til spítalans á undanförnum árum vera í engum takti við þróun eftirspurnar eftir þjónustu hans. Sú eftirspurnar ætti eftir að aukast á næstu árum, m.a. vegna þróun sjúkdóma og fjölgun aldraðra


mbl.is Fjárveitingar til LSH í engum takti við þróun eftirspurnar eftir þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þetta skýrir kannski ummæli sem ég heyrði í dag

Ég heyrði einhversstaðar haft eftir Bjarna Ármannssyni að efla þyrfti fjármálaeftirlitið til muna. Og svo las ég þetta hjá Jóni Axel:

Litla frjálsa fréttastofan hefur áræðanlegar heimildir fyrir því að mikil uppstokkun verði hjá Glitni í framhaldi af hluthafafundi á mánudaginn kemur.  Er næsta víst að Bjarni Ármannsson hætti störfum og hverfi til annarra verkefna, samkvæmt þessu sömu heimildum.

Hefur því verið fleygt að Kristín Pétursdóttir, f.v. fjármálastjóri Kaupþings og f.v. aðstoðarforstjóri Kaupþings í London, taki við forstjórastarfi Glitnis af Bjarna

Maður er bara svona að velta þessu fyrir sér.


mbl.is Fimm nýir menn í stjórn Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað laun hefur stjórnarformaður Landsvirkjunar?

Getur einhver frætt mig á því hvort að stjórnarformaður Landsvirkjunar er starfandi stjórnarformaður eða hvort að hann fær bara laun fyrir stjórnarfundi?  Og ef þetta er fullt starf hvað Landsvirkjun hefur að gera við bæði starfandi forstjóra og stjórnarformann? Og getur einhver sagt mér hversu mikil laun stjórnarformaður Landsvirkjunar hefur?

Frétt af mbl.is

  Páll Magnússon stjórnarformaður Landsvirkjunar
Innlent | mbl.is | 26.4.2007 | 15:08
Jóhannes Geir og Páll heilsast á aðalfundi Landsvirkjunar í dag. Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, var í dag kjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar í dag og Valur Valsson, fyrrverandi bankastjóri, var kjörinn varaformaður. Jóhannes Geir Sigurgeirsson fór úr stjórn Landsvirkjunar á aðalfundi fyrirtækisins í dag. Sagði hann á fundinum að hann hefði getað hugsað sér að sitja í stjórninni í eitt ár í viðbót og fylgja Kárahnjúkaverkefninu eftir fram yfir gangsetningu virkjunarinnar síðar á þessu ári en af því hefði ekki orðið.


mbl.is Páll Magnússon stjórnarformaður Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru náttúrulega bara glæpamenn

Hér á Íslandi sættum við okkur ekki við að fyrirtæki brjóti lög og reglur og steli persónuupplýsingum um starfsmenn, haldi fram að læknar séu að ljúga og síðast en ekki síst að koma svona fram við verkafólk. Finnst jaðra við að við ættum að fara fram á að Landsvirkjun rifti samningum við þetta fyrirtæki og fái annað til að klára verkið.

Þetta rifjar upp sögur um framgöngu þessa fyrirtækis í Afríku og fleiri löndum þar sem mútur og ill meðferð á verkamönnum var tengt við Impreglio

Frétt af mbl.is

  Segja að einungis brot af 180 veikindatilfellum tengist mengun í göngunum
Innlent | mbl.is | 26.4.2007 | 17:51
Úr Kárahnjúkagöngum. Landsvirkjun segir að einungis brot af þeim 180 veikindatilfellum meðal starfsfólks við Káráhnjúkavirkjun, er nefnd hafi verið í tengslum við mengun í göngum undir Þrælahálsi, tengist loftmengurn í göngunum. Málið hafi verið rætt á fundi með Heilbrigðisstofnun Austurlands í dag, og þar hafi komið fram, að talan 180 taki til allra þeirra sem komu til heilsugæslunnar við Kárahnjúka 12.-22. apríl.


mbl.is Segja að einungis brot af 180 veikindatilfellum tengist mengun í göngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskaplega var þetta óheppilegt.

Framsókn í algjöru klúðri í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og svo lendir Jónína í þessu að félgar hennar á Alþingi fara að gera henni greiða. Alveg skvakalegt.

Frétt af mbl.is

  Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Innlent | mbl.is | 26.4.2007 | 20:57
Jónína Bartmarz. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir að þrír nefndarmenn í allsherjarnefnd Alþingis hafi látið þess getið að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og suður-amerískrar konu sem nefndin samþykkti að veita íslenskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hún hefði aðeins dvalið á landinu í 15 mánuði á dvalarleyfi námsmanna.


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að reka bæjarfélög með dúndrandi hagnaði?

Hef verið að velta þessu fyrir mér síðan í gær þegar að bæjarfélagið mitt tilkynnti met hagnað. Er bæjarfélagið ekki í raun eitthvað batterí sem er komið á til að annast um hagsmuni og þarfir þeirra sem þar búa? Er þá ekki eðlilegt að þegar að vel árar þá séu gjöld í kjölfarið lækkuð? Er svona hagnað rétt að nota í byggingar á óperuhúsum eða öðrum áhugamálum þess sem stjórnar bænum?

Reyndar er þessi hagnður mest til kominn vegna sölu á lóðum og byggingarrétti þannig að svona tölur koma ekki reglulega inn en samt þegar bær hreykir sér af 4 milljarða hagnaði en leggur samt eins há gjöld á bæjarbúa eins og raunin er þá er spurning hver er að græða og blæða fyrir þennan hagnað.

Frétt af mbl.is

  4,3 milljarða afgangur af rekstri Kópavogsbæjar
Innlent | mbl.is | 25.4.2007 | 9:57
Kópavogur. Um 4,3 milljarða króna afgangur varð af rekstri Kópavogsbæjar samkvæmt ársreikningi, sem tekinn var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Er það rúmlega 1,9 milljaða betri niðurstaða en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.


mbl.is 4,3 milljarða afgangur af rekstri Kópavogsbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kalla ég undirbúning að bónorði um áframhaldandi samstarf

Var að lesa viðtal vi Jón Sigurðsson á www.visir.is og þeir sem héldu að Framsókn væri alveg óbundin í þessu kosningum og vildi kannski prófa aðra möguleika ættu að kíkja á þetta:

Eruð þið með þessum málflutningi að boða það sem ykkar fyrsta kost að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum, komi sú staða til greina?

„Við göngum óbundin til kosninga og gefum ekki fram skilaboð um annað. Samstarfið við Sjálfstæðis­flokkinn hefur gengið vel og að því leytinu til er ekki óeðlilegt að við lítum með opnum hug til áframhaldandi samstarfs. Ég tel að Framsóknarflokkurinn þurfi að fá skýr skilaboð um það frá kjósendum að eftir kröftum hans sé óskað í ríkisstjórn. Ótímabært er að vera með yfirlýsingar um óska ríkisstjórnarsamstarf núna því að ríkisstjórnin tekur á sig mynd út frá vilja fólksins, sem endurspeglast í kosningunum 12. maí."

Sjálfstæðismenn vilja komast í heilbrigðisráðuneytið, eins og Geir H. Haarde forsætisráðherra talaði um á landsfundi flokksins fyrir skemmstu. Ef áframhald verður á samstarfi, kemur til greina að gefa þetta umfangsmesta ráðuneyti stjórnsýslunnar eftir?

„Ég tek þessum hugmyndum ekki illa, en þetta eru hugmyndir og ekkert annað. Ég skil vel að sjálfstæðismenn vilji ná yfirráðum í ráðuneytum þar sem við erum, líkt og við viljum komast að í ráðuneytum þar sem þeir eru við völd. Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að ræða um þessi mál. En verkaskipting er verkefni sem leysa þarf að kosningum loknum, og ég er ekki í nokkrum vafa um að það er hægt að gera í sátt og samlyndi."
                                                                                                      ( www.visir.is )

Þetta les ég sem dulbúin skilaboð til Sjálfstæðismanna um að Framsókn sé nærri því tilbúin að samþykkja allt sem þeir vilja ef þeir fá að vera áfram í stjórn.


Bloggfærslur 26. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband