Leita í fréttum mbl.is

Framsókn á flugi í auglýsingagerð - En hvað á þetta að þýða?

Eru þau kannski að fagna stöðunni í skoðanakönnunum síðustu mánuði? 

 

sivogsammi

NV-kjördæmi: Frjálslyndir kæmu ekki manni inn

Samfylkingin er að hægt og sígandi á leiðinni í það fylgi sem hún á skilið. Sterkasta vígi Frjálslyndara að falla.

 

www.ruv.is

Frjálslyndi flokkurinn kemur ekki manni inn á þing Í Norðvesturkjördæmi samkvæmt Gallup en þeir höfðu tvo menn áður, anna kjördæmakjörinn en hinn er jöfnunarþingmaður. Þetta þýðir að formaður flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, kemst ekki inn á þing.

Úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá og í því voru 800 manns. Nettósvarhlutfall var 64,5%.



Vinnubrögð Allsherjarnefndar!

Þetta mál með afgreiðslu Allsherjarnefndar á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt kemur held ég til með að skapa umræður um störf þessarar nefndar og því hvort að hún hafi í störfum sínum gætt jafnræðis. Var að lesa grein í Fréttablaðinu eftir Falasteen Abu Libdeh En hún segir m.a. í greininni:

Hingað var gott að koma, þó það skuli engum detta í hug að Ísland hafi verið hluti af framtíðar­draumum sextán ára unglings frá Palestínu. Koma mín hingað var liður í þeirri viðleitni móður minnar að reyna að finna okkur börnunum öruggt umhverfi til að búa í.

Eftir að hafa verið hluti af íslensku samfélagi í þrjú ár, verið við nám, eignast barn og starfað á íslenskum vinnumarkaði fannst mér tímabært að sækja um að öðlast í fyrsta sinn á ævinni þann rétt sem fylgir því að tilheyra sjálfstæðu ríki – að fá raunverulegt ríkisfang.

Þrátt fyrir að það væri fullljóst að ég væri komin hingað til að vera, þrátt fyrir að hafa lært tungumálið, þrátt fyrir að ég væri farin að gefa íslenska ríkinu hlutdeild í tekjum mínum og þrátt fyrir að ég væri orðin móðir, þá sá allsherjarnefnd ástæðu til að hafna ósk minni um að gerast íslenskur ríkisborgari. Einu rökin sem lögð voru til grundvallar ákvörðun nefndarinnar voru þau að ég væri ekki búin að búa hér í full sjö ár.

Lucia Celeste Molina Sierra er án efa hin álitlegasta tengdadóttir og eflaust hefur hún sínar forsendur fyrir þeirri ákvörðun sinni að sækja um íslenskt ríkisfang en mér finnst að bæði ég og aðrir sem hafa gengið í gegnum þá reynslu á undanförnum árum að þurfa að leggjast á hnén og biðja um að fá að tilheyra þessu samfélagi og vera hafnað, eigi skilið frekari útskýringar.

Þetta vekur náttúrulega spurningar um afgreiðslu þessarar nefndar og hversu vönduð vinnubrögð hennar eru. Fólk man ekki eftir ástæðum fyrir að ein umsókn er samþykkt en öðrum hafnað. Spurning hvort að þessir þingmenn séu að valda starfi sínu? Hér býr fullt af fólki sem hefur verið látið bíða í 7 ár eftir að verða íslenskir ríkisborgarar og annað fólk hefur þá væntanlega jafnvel hrakist héðan. Þetta verður náttúrulega að laga. Og það verður að vinna að nýjum starfsreglum


Ég hef nú ekkert á móti háum húsum - en er þetta ekki að verða of mikið?

Ég bjó um tíma á 5 hæð í Engihjalla í Kópavogi. Þar var staðan sú að ef það var gola úti þá gat maður varla opnað svalarhurð ef að gluggi var opinn. Nú stendur yfir keppni í kring um Smáralind að byggja eins hátt og hægt er. Þar er þegar í byggingu rúmlega 20 hæða turn sem verður hæsta hús á Íslandi og við Smáralind er annar aðeins minni að fara að rísa. Nú er farið að tala um einn enn sem verður yfir 100 metra hár. Það sem veldur mér vangavelturm er t.d. er búið að kanna hverning veður er þarna. Efstu 10 til 15 hæðirnar verða opnar fyrir öllum áttum og mér finnst þegar að þarna sé mikill næðingur? Þá er ég að velta fyrir mér byggingarkröfum sem gerðar eru til þessara turna. Sá sem þegar er farinn að spretta upp er að mínu mati furðulega byggður. Hann virðist vera með með alla útveggi sem steypueiningar sem hífðar eru sinn stað. Síðan eru bara steyptar súlur sem binda hæðirnar saman. Tek kannski mynd af þessu seinna í dag til að sýna. En þetta er náttúrulega bara pælingar hjá mér hvað gerist ef að almennilegur jarðskjálfti ríður yfir hjá okkur.

En fyrst og fremst eru það umferðamálin. Eins og venjulega er skipulagið í Kópavogi þannig að til að komast að þessu hverfi þarf á 3 vegu að keyra í gegn um Íbúðahverfi. Og hver svona turn táknar umferð upp á þúsundir bíla. Og þar sem ég bý í hverfi ekki langt frá Smáralind þá hræðist ég þetta mjög.

Frétt af mbl.is

  Hæsti turninn 100 metrar
Innlent | Morgunblaðið | 28.4.2007 | 5:30
Horft yfir Reykjanesbraut til suðvesturs. Turninn við... Fasteignafélag Íslands ráðgerir að reisa 28 hæða turn á lóð félagsins sunnan við Smáralind, skv. heimildum Morgunblaðsins. Turninn yrði yfir 100 metra hár og þar með hæsta hús á Íslandi. Fleiri turnar munu einnig rísa á lóðinni gangi áætlanir félagsins eftir.


mbl.is Hæsti turninn 100 metrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband