Leita í fréttum mbl.is

Frjáslyndir grípa í síðustu hálmstráin

Hef verið að lesa blogg nokkura fulltrúa Frjálslyndra hér á blog.is. Það sem vakti athygli mína er að þeir fullyrða að 62% þjóðarinnar sé sammála málfluttningi þeirra í innflytjendamálum. Mér brá! EN svo þegar þau skýra þetta frekar þá eru þau að vitna í netkosningu á vef Bylgjunar fyrir Reykjavík síðdegis. Þetta eru náttúrulega alveg hlægilegt. Þetta eru skoðun þeirra sem heimsækja síðunna hjá Reykjavík siðdegis og þeir voru sjálfsagt nokkrir Frjálslyndir þar sem að ræða átti við þá í þættinum. Það hafa fleiri reynt að nota þetta könnunarkerfi þeirra sér til framdráttar. t.d. framsókn í síðustu kosningum í borginni þar sem að framsókn fann út að skv því væru þeir með 15 eða 20% fylgi.

Þetta er eins og með öll rök frjálslyndra í þessu máli með innflytjendur. Er viss um að margir í flokknum er á því að þetta mál hefði þurft að hugsa betur. Ekki setja málið fram sem fullyrðingar sem svo ekki reynast réttar, ekki svona öfgakennt og kannski frekar að flokkurinn hefði af hófsemi reynt að leiða þessar umræður til að fá niðurstöðu sem gagnaðist öllum.

Svona kjaftæði eins og "Ísland fyrir Íslendinga" og útlendingar séu helsjúkir smitberar, sem stela vinnu frá okkur og valda kauplækknunm í stórum stíl, eru bara ekki að gera sig. T.d. það að tala um að þeir steli atvinnu af okkur á bara ekki við í landi þar sem er ekkert atvinnuleysi. Það er stéttarfélaga að semja um hærra lámarkskaup, þannig að það nálgist markaðslaun.

Bendi á tilvitnun Péturs Gunnars í ræðu Magnúsar Þórs af þingi 2004 þar sem honum fannst innflytjendalöggjöfin allt of ströng.

Og hér er fín færst eftir Hrannar Björn Arnarsson um þessa stefnu frjálslynda og það nýjast í málflutningi þeirra

En verði þeim að góðu.


Íbúðalýðræði - Gott mál!

Ég get ekki skilið þessa gagnrýni sjálfstæðis/framsóknamanna á kosningarnar í Hafnarfirði. Mér finnst að talsmenn þessa flokka láti í það skína að fólk sé fífl. Þeir hamra á því að svona mál sé eitthvað sem eigi að láta í hendur kjörina fulltrúa og annað sé bara vitleysa.

Þó að ýmsilegt megi sjálfsagt finna að undirbúning þessara kosninga í Hafnarfirði þá finnst mér þessar kosningar bara hafa tekist vel.

Það sem mér finnst ég lesa út úr orðum þessara fulltrúa sem hafa tjáð sig gegn þessari aðferð við ákvörðunatöku er að þau sem eru í framboði fyrir flokkanna og komast í stjórn bæjarfélags séu svo miklu hæfari til að taka ákvarðanir og endurspegli vilja kjósenda. En þessu er ég bara alls ekki sammála.

  • Þegar flokki er greitt atkvæði í sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningum þá greiðir maður flokki atkvæði sitt. Maður hefur ósköp lítið um það að segja hvaða fulltrúa maður er að velja. Þannig getur verið að oddviti flokks sé einhver sem maður hefur trú á. En svo næstu sætum getur verið einhver sem fylgir með sem maður hefur enga trú á.
  • Eftir kosningar er yfirleitt ekki um meirihluta eins flokks að ræða heldur mynda 2 eða fleiri flokkar meirihluta um ákveðna málaskrá þar sem að geta komið fram ýmismál sem manni líkar ekki við varðandi stórmál.
  • Þegar rætt er um að kjósendur geti sagt sína skoðun í næstu kosningum með því að kjósa ekki þá sem hafa staðið fyrir einhverju sem fólk er ósammála þá er það bara allt of seint og skaðinn skeður.

Þó að kjörnir fulltrúar eigi jú að axla ábyrgð á stjórn sveitafélags og bera hag okkar fyrir brjósti þá finnst mér það frábær möguleiki að geta haft eitthvað um stærstu mál að segja.

Enda held ég að íbúakosningar og Þjóðaratkvæðagreiðslur sé eitthvað sem á eftir að aukast hér. Við erum jú fámenn, rík og tæknivædd þjóð sem ættum auðvelt að framkvæma slíkt. Og um leið og við yrðum virkar þátttakendur mundi áhugi og þekking almennra kjósenda aukast og við yrðum mun meira aðhald við stjórnmálamenn.

P.S.

Sigríður Andersen komst alveg svakalega illa frá Kastljósinu í kvöld. Frekar öfgafull hægri manneskja sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti að tefla meira fram þannig að aðrir flokkar njóti góðs af fylgi sem þar með mundi fara annað.


mbl.is Þörf á skýrum reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps þarf maður að fara passa sig

Var að lesa pistil á www.jonas.is sem fjallar um blogg og myndbirtingar:

03.04.2007
Bloggarar stela myndum
Margir íslenzkir bloggarar krydda síður sínar með ljósmyndum, sem þeir hafa ekki tekið og eiga ekki. Þeir stela þeim bara, hvar sem þeir finna þær. Allar varða þessar myndbirtingar við Bernarsáttmálann um höfundarétt. Til að birta myndir þarf leyfi höfundar eða erfingja hans, svo og greiðslu. Svo virðist sem bloggurum sé ekki kunnugt um höfundarétt. Eða þeim finnist sér heimilt að gera það sem hinir gera. Samtök ljósmyndara þurfa að gæta hagsmuna sinna á þessum vettvangi. Einfaldast er að beina kröfum þeirra að hýsingaraðilum bloggsins og ná þannig til fjölda bloggara í einu höggi.


Umsóknareyðblað um að ganga í Frjálslyndaflokkinn

Fann þetta á vefnum hans Björgvins Vals fyrir austann en hann bloggar alltaf skemmtilega. Hér birtir hann inntökubeiðni í Frjálslyndaflokkinn þó hann mæli ekki með því

Bloggfærslur 3. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband