Leita í fréttum mbl.is

Er mannvonska ríkjandi í Mosfellsbæ?

Var að lesa þessa frétt inn á www.visir.is sem fylgir hér á eftir. Minnir að á síðasta ári þá hafi önnur kona sem bærinn gat ekki aðstoðað þrátt fyrir veikindi eða fötlun og lá fyrir að hún færi á götuna þar sem að Mosfellsbær gat ekki aðstoðað hana við að finna félagslegt húsnæði.

Og nú kemur þessi frétt og ég á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum

Stöð 2, 30. apr. 2007 19:00


Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg

Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki.

Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.

"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."

Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.

Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning. Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.

Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins
   (www.visir.is )

Hvað finnst ykkur? Er þetta í lagi?

 


Kafli úr Kastljósi í kvöld ekki á www.ruv.is

Ætlaði að kíkja aftur á kaflann þar sem að Sigmar fjallaði um afgreiðslu allsherjanefndar Alþingis á ríkisföngum og viti menn þáttúrinn er þarna en ekki þessi kafli. Hverju má þetta sæta? Er búið að fjarlægja þennan hluta eða afhverju var hann ekki settur á netið? Sjá hér

P.S.En við nánari athugun þá er þessi hluti í þættinum ef maður hlustar á hann í heild.


Hvað er deCode búið að tapa frá upphafi?

Getur einhver sagt mér hvað er deCode búið að tapa frá upphafi? Og eins hvernig standi á því að fyrirtækið á enn 135 milljónr í handbæru fé? Eru þetta ennþá þeir peningar sem íslendingar voru vélaðir í að setja í fyrirtækið í von um gróða? Eða er fyrirtækið sjálft en að selja hluti á markaðinum í Bandaríkjunum?

Frétt af mbl.is

  Tap deCODE á fyrsta ársfjórðungi meira en í fyrra
Viðskipti | mbl.is | 30.4.2007 | 20:29
Íslensk erfðagreining Tekjur deCODE genetics á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru 8,6 milljónir Bandaríkjadala, 2,5 milljónum dala minna en á sama tíma í fyrra og skilaði fyrirtækið 22,6 milljóna dala tapi á ársfjórðungnum. Tap fyrirtækisins á sama tíma í fyrra var 20,3 milljónir dala.


mbl.is Tap deCODE á fyrsta ársfjórðungi meira en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti þetta ekki að leysast með ruðningsáhrifum frá Reyðaráli og Kárahnjúkum

Var ekki talað um að m.a. heilbrigðisstarfsmenn mundu fylgja í kjölfar álversins og virkjunarinnar. Þetta eru nú ekki dæmi um það!

Frétt af mbl.is

  Engar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum - sárvantar fólk til starfa
Innlent | mbl.is | 30.4.2007 | 15:21
Frá og með föstudeginum verður lokað fyrir allar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Ekki hefur tekist að finna afleysingarfólk fyrir sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í sumar


mbl.is Engar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum - sárvantar fólk til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn fær heldur betur að heyra það

Var að lesa grein eftir Hallgrrím Helgason á www.visir.is þar sem hann lætur Framsóknarflokkinn heldur betur heyra það. Hann segir m.a.

Hér er settur í stjórnarstól maður sem var orðinn óþægur innan flokks, maður sem var farinn að stofna heilu kvenfélögin sér til stuðnings. Til að tryggja Framsóknarkonum í Kópavogi sæmilegan símafrið verður sjálf Landsvirkjun að gera sér guðfræðing að góðu. Innanhússvandræði á vinnumiðluninni eru tekin fram yfir hagsmuni ríkisins. Og nú eru síðustu forvöð að leysa þau mál, því ekki er alveg öruggt að helmingaskiptareglan lifi fram yfir kjördag.

„Ég verð að segja það sem framsóknarmaður að ég bókstaflega treysti engum manni betur en Páli Magnússyni til þess að standa vörð um þá ályktun flokksþingsins að orkufyrirtæki ríkisins verði áfram í eigu almennings á næstu árum," skrifar Framsóknarbloggarinn. Með aðstoð þýðingaforrits hljómar setningin svona: „Ég verð að segja það sem framsóknarmaður að ég bókstaflega treysti engum manni betur en Páli Magnússyni til þess að standa vörð um þá ályktun flokksþingsins að stjórnarformannsstóllinn í Landsvirkjun verði áfram í eigu Framsóknarflokksins á næstu árum."

Framsóknarmenn hugsa fyrst um flokkinn, svo um landið. Fyrst um sjálfa sig, svo um þjóðina. Vinnumiðlunarhugsjónin er svo sterk í þeim að þeir láta hana ganga fyrir öllu; jafnvel korteri fyrir kosningar hika þeir ekki við að sýna kjósendum fingurinn ef það skyldi verða til að koma góðum manni í gott starf. Framsóknarmenn eru svo langt leiddir í spillingunni að þeir taka hana jafnvel fram yfir sjálfa kosningabaráttuna. Enda vanir því að geta treyst á fyrirgefningu íslenskra kjósenda.

Skemmtileg og fræðandi grein fyrir þá sem eru að hugsa um að kjósa Framsókn


Bloggfærslur 30. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband