Leita í fréttum mbl.is

Jónas Kristjáns hefur þetta að segja um Jón Sigurðssson

Varð bara að setja þetta á bloggið í tilefni þess að 8% þjóðarinnar segist ætla að kjósa framsókn:

www.jonas.is

 

07.04.2007
Skilur ekki kjósendur
Jón Sigurðsson skilur ekkert í fólki að segjast vilja hafna stóriðju. Búið sé að hafna frekari stóriðju í Hafnarfirði. Helguvík teljist varla stóriðja. Og Húsavík eigi langt í land. Víst sé þó, að fólk sé ekki í nýjustu skoðanakönnun að hafna stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Enda hefur hann áður sagt, að stjórnvöld hafi enga stóriðjustefnu. Þetta séu bara staðarmál heimamanna á nokkrum stöðum. Ég held, að leitun sé að manni, sem kemur eins mikið af fjöllum í tilverunni á Íslandi. Jón Sigurðsson segir raunar "erfitt að átta sig á" meiningu kjósenda.


mbl.is Ríkisstjórnin heldur velli í skoðanakönnun Gallups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um razisma

Samkvæmt mínum skilning eru margir hér á blogginu sem skrifa í athugasemdir og bloggfærslur um innflytjenda vandamál farnir að daðra við rasisma. Þegar þeim er bent á þetta þá fyrtast þeir við og telja það af og frá. Þetta tel ég að stafi af vanþekkingu þeirra. Held að þeir telji að rasistar séu bara þeir sem ganga um í einkennisbúningum og heilsi að Rasistar eru allir þeir hætti nazista. Eða í kuflum eins og Ku Klux Klan. En raunin er allt önnur.Rasistar eru allir þeir
  • sem ala á ótta við fólk af örðu þjóðerni
  • ala á ótta við fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð
  • ala á ótta við fólk með aðra kynhneigð.
  •  telja sig yfir aðra hafna með ólíkan bakgrunn.
 Ef að fólk fer inn á síður Ku klux klan þá sjá þeir að þeir tala um nauðsyn þess að innfæddir hvítir Bandaríkjamenn eigi siðferðilegan rétt á að hafa yfirburða stöðu í Bandaríkjunum og fólk af öðrum rótum eins og frá afríku og Mexíkó eigi því aðeins rétt á að búa þar ef þau viðurkenna forréttindi hvíta mannsins. Þeir tala hinsvegar ekki illa um aðra kynþætti heldur vara við að blandast þeim. Og eins að innflytjendur taki af Bandaríkjamönnum vinnu og það þurfi að passa. Þeir benda á að þetta fólk flytji með sér sjúkdóma. Á hvað minnir þetta ykkur?
?

Bloggfærslur 7. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband