Leita í fréttum mbl.is

Nú verður þetta framtíðin. Maður kemur sér í herinn fær þar sögu sem maður selur fjölmiðlum

Eitthvað er þetta nú dulafullt. Breskir sjóliðar teknir hönum fyrir meint landhelgisbrot. Breska stjórnin í deilum við viðkomandi land. Og nú gefur herinn fólkinu heimild til að selja sögu sína um meint harðræði. Manni sýndist nú að þetta fólk væri ekki með bundið fyrir augu á þeim myndum sem maður sá. Konan var minnstakosti ekki svipt sígarettum því hún var reykjandi á þeim flestum. Allar handtökur sem maður hefur séð frá Írak í sjálfri innrásinni á vegum Bandaríkjana og Breta hafa sýnt fanga með poka yfir höfðinu. Þannig að þetta er eitthvað sem bretar þekkaja og hermenn eru þjálfaðir í nú til dags. Og miðað við fangelsi og annað sem þeir notuðu þykir þetta nú bara eins og hótelvist sem þau bjuggu við.

Og því verður þetta leyfi til þeirra að selja sögu sýna að skoðast sem áróðursbragð þar til annað sannast.

Frétt af mbl.is

  Leyfi bresku sjóliðanna til að þiggja greiðslu fyrir frásagnir gagnrýnt
Erlent | mbl.is | 8.4.2007 | 16:19
Hér sjást þrír af bresku sjóliðunum í haldi Írana. Breska varnarmálaráðuneytið hefur sætt gagnrýni í dag fyrir að hafa heimilað fimmtán breskum sjóliðum, sem voru í haldi Írana í 13 daga, að þiggja greiðslur frá fjölmiðlum fyrir frásagnir af varðhaldinu. William Hague, talsmaður Íhaldsflokksins í utanríkismálum, sagði að ef hermönnum yrði framvegi heimilt að gera þetta myndi herinn setja ofan.


mbl.is Leyfi bresku sjóliðanna til að þiggja greiðslu fyrir frásagnir gagnrýnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið á Keilisnes þannig að nú er ekki hægt að segja að þetta sé ekki í höndum ríkisins.

Jón Sigurðsson hefur verið duglegur að benda á að ríkisstjórnin hafi ekki lengur aðgang að stóriðju og virkjanamálum heldu sé þetta málefni viðkomandi sveitarfélags og viðkomandi fyrirtækja. En nú er sú staða uppi að ríkið á Keilisnes þannig að nú heyrir þetta beint undir ríkið. Og Jón hefur gefið það út að allar frestanir og annað sé í anda "Stop" stefnu sem honum hugnist ekki. Þannig að hvað segir Jón nú? Hagfræði hans er sú að það eina sem virkar er stöðug þennsla og hann vill ekkert stopp kjaftæði. Á meðan tala margir um að nauðsyn sé að hægja á þennslunni. M.a. Davíð Oddsson

Frétt af mbl.is

  Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi
Innlent | mbl.is | 8.4.2007 | 19:23
Alcan á Íslandi mun íhuga hvort til greina komi að reisa álver á Keilisnesi eftir að Hafnfirðingar felldu stækkun í Straumsvík í atkvæðagreiðslu. Ríkið á land í Keilisnesi og þar er skipulagt iðnaðarsvæði en í fréttum Útvarpsins í dag var haft eftir Róbert Ragnarssyni, bæjarstjóra í Vogum, að komið hafi til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnes sem iðnaðarlóð


mbl.is Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

 

Spurning á hverju menn byggja þessa andstöðu sína við Ingibjörgu Sólrúnu. Er fólk virkilega búið að láta þessa labbakúta í Sjálfstæðisflokknum mata sig á sífeldum rangfærslum og útúrsnúningum um konunna. Muna menn ekki eftir því að Ingibjörg stjórnaði Reykjavík í 10 ár og gerði það með sóma. Þar fór hún í fylkingarbrjósti þeirra sem náðu að halda saman 3 ólíkum flokkum og stjórna með myndarskap. Er fólk að dæma hana fyrir það að aðrir flokkar gátu ekki sætt sig við að hún kaus að ganga í Samfylkinguna og vildi hafa áhrif á landsmálin með því að bjóða sig fram til þings. Og framsókn gat ekki sætt sig við það og hótaði að slíta samstarfi Reykavíkurlistans ef hún yrði í framboði fyrir Samfylkinguna. Síðan hafa Sjálfstæðismenn stöðugt verið að höggva í hana og fólk snúið útúr öllu sem hún segir. 

Davíð gerði þetta líka að hætta sem borgarstjóri til að fara í landsmálinn. Það var ekki látið svona við hann.

Egill Helgason er líka að velta þessu fyrir sér í dag:

Makalaust er að sjá í könnun Gallups hversu konur eru neikvæðar í garð Ingibjargar Sólrúnar. Er þetta þó sú kona sem lengst hefur náð í pólitík á Íslandi, borgarstjóri í Reykjavík í næstum áratug, formaður næst stærsta stjórnmálaflokksins - eða það er hann að minnsta kosti á Alþingi. Fyrsta konan sem hefur raunverulega möguleika á að verða forsætisráðherra á Íslandi.

Hvað á maður að halda um þetta? Getur maður notað frasann konur eru konum verstar? Eða skiptir kyn kannski engu máli?

Ég kýs Ingibjörgu Sólrúnu og er þess fullviss að þjóðinni yrði vel borgið með hana sem forsetisráðherra. A.m.k frekar en Jón Sigurðsson, Steingrím J, Guðjón Arnar, Ómar Ragnarsson/Margréti Sverris, og betri kost en Geir Haarde.

 

Frétt af mbl.is

  Geir nýtur mestra vinsælda
Innlent | Morgunblaðið | 7.4.2007 | 18:20
Geir H. Haarde. Rúmlega 55% landsmanna hafa jákvætt viðhorf til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en tæplega 19% eru neikvæð gagnvart honum. Þetta kemur m.a. fram í símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 28. mars til 2. apríl um viðhorf til formanna stjórnmálaflokkanna.


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband