Leita í fréttum mbl.is

Árni Matt. reiðist auðveldlega.

Vakti athygli mína í umræðuþætti um skattamál í Kastljósi áðan þegar að Árni Matt. misti kúlið og notaði dýmætan tíma til að ráðast að þáttastjórnanda, sem og að finna að kjósendum sem voru þarna í sal. Þetta er ekki atkvæðavæn hegðun en maður veit ekki því að Sunnlendingar virðast hrífast af svona mönnum og flylgið aukist eftir því í könnunum. Þannig að þar virðast Árni "Fúli" og Árni "Tæknileg mistök" ætla að fljúga inn á þing.

Kjartan Gunnarsson næsti forstjóri Landsvirkjunar og sala undirbúin?

Skv. ræðu SKúla Thoroddsen formanns Starfsgreinasambandsins stendur til ef núverandi flokkar halda völdum að selja Landsvirkjun og að búið væri að ákveða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verið forstjóri.

Skúli segist hafa fyrir þessu heimildir og þetta ætti að verða fólki víti til varnaðar um að kjósa aftur helmingaskipta stjórn sjálfstæðis og framsóknar

Þessa frétt ætla ég að geyma hér alla.

www.mbl.is

Innlent | mbl.is | 1.5.2007 | 18:01

Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sagði í ræðu á Húsavík í dag í tilefni af 1. maí, að hann hefði fyrir því heimildir að byrjað væri að undirbúa sölu Landsvirkjunar og búið væri að ákveða að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins yrði næsti forstjóri Landsvirkjunar.

Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði við Útvarpið, að ummæli Skúla væru úr lausu lofti gripin.

Skúli sagði, að í gær hefði hafist einkavæðing orkufyrirtækja í eigu ríkisins þegar ríkið ákvað að selja FL-Group og Glitni hlut sinn í Orkuveitu Suðurnesja fyrir, rúma 7 milljarða.

„Og ég fullyrði að undirbúningur að sölu Landsvirkjunar er hafinn. Haldi ríkisstjórnin velli í kosningunum 12. maí, verður það gert. Til að auðvelda söluna ætlar Landsvirkjun á næstunni að gera upp reikninga sína í dollurum, hér dugar ekki ónýtur gjaldmiðill eins og íslenska krónan. Ég hef heimildir fyrir því að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, verði nýr forstjóri Landsvirkjunar. Leikur Framsóknarmanna, með því að skipa Pál Magnússon stjórnarformann er þá líklega sá, að tryggja Finni Ingólfssyni og S-hópnum hluta af kökunni, þegar hún verður borin fram. Viljum við þetta? Er ekkert stopp á spillinguna?" sagði Skúli í ræðunni. 


mbl.is Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á ekki til orð - Valgerður ætti að skammast sín

Ég ætlað bar að vitna í www.jonas.is hann segir allt sem ég vill segja um þetta mál. EN hann segir:

01.05.2007
Maður gæti ælt
Eftir að hafa ofsótt sjálfstæða mannréttindastofu árum saman, segjast stjórnvöld vilja efla mannréttindi. Valgerður Sverrisdóttir ráðherra vill komast í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og stofna hér sjálfstæða mannréttindastofu. Ekki veit ég, hvað hún var að hugsa, þegar stjórnin skar niður fyrri fjárveitingar til slíkrar stofu. Líklega er þetta tengt kosningum eins og margt annað, sem spilltir og hugstola ráðherrar vilja gera þessa fjörugu daga. Skyndilega er það orðið gott, sem þeir hafa vanrækt heilu kjörtímabilin og jafnvel skorið niður. Maður gæti ælt.

Frétt af mbl.is

  Tímabært að sækjast eftir sæti í nýju mannréttindaráði SÞ
Innlent | mbl.is | 30.4.2007 | 18:10
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði í erindi í Háskólanum á Akureyri í dag, að tímabært væri að sækjast eftir sæti í nýju mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þá sagðist Valgerður ætla að beita sér fyrir því eftir kosningar, að Íslendingar setji sem fyrst á laggirnar eigin mannréttindastofnun.


Framkoma sjálfstæðismann gagnvart forseta Íslands er fyrir neðan allar hellur

Var að lesa þessa klausu á blogginu hennar Ástu Muller. Hún er þarna að halda áfram umræðunni um Reykjavíkurbréf Moggans.

Hitt atriðið í Reykjavíkurbréfinu varðar hugsanlega virka íhlutun forseta Íslands í stjórnarmyndun, sem er áhyggjuefni og ógnun við lýðræðið í landinu.  Það er mikilvægt að allt frumkvæði í stjórnarmyndun verði á höndum forystumanna flokkanna, án afskipta og íhlutunar forsetans.

Mér finnst fyrir neðan allar hellur að Alþingismenn setji hér einhverjar nýjar reglur sem stangast á við stjórnarskrá. Það er forseti sem fær flokkum eða forystumönnum þeirra umboð til þess að mynda stjórn. Og ég man að hér áður þurftu nokkrir stundum að fá að spreyta sig á því eftir kosninar. Það er forsetans að vinna að því að koma hér á starfshæfri stjórn enn ekki einhverja Sjálfstæðismanna. Þá hafa þeir í gegnum tíðinna síðan að þeirra maður tapaði fyrir Ólafi talað þetta embætti niður og það jafnvel forsetisráðherra þáverandi. Þetta er óvirðing við stjórnarskrá og þjóðina og á ekki að þola þeim sem svo tala.


Furðuleg árátta olíufélaganna að reyna að kæfa samkeppni

Afhverju eru olíufélöginn gömlu ekki búin að læra að það er ekki samkeppni að lækka bara verð til ákveðins hluta viðskiptavina og það bara á svæðum sem annað félag en 3 veldið er að reyna að koma sér inn á markað. Þetta gerir það að verkum að viðskiptavinur N1 á einum stað er kannski að borg 100 til 150 kr. meira fyrir að versla í einu hverfi miðað við annað. Það væri mjög slæmt fyrir okkur ef að Atlandsolía færi af markaði. Það yrði til þess að eldsneyti mundi fyrst hækka fyrir alvöru.

Frétt af mbl.is

  Atlantsolía sakar gömlu olíufélögin um að gera atlögu að fyrirtækinu
Innlent | mbl.is | 1.5.2007 | 14:01
Rauði liturinn sýnir hvar afslættir gilda og svörtu þar sem... Forsvarsmenn Atlantsolíu segja gömlu olíufélögin gera atlögu að fyrirtækinu með því að lækka verð næst bensínstöðvum fyrirtækisins á meðan landsbyggðin er látin greiða hærra verð. Forráðamenn Atlantsolíu hafa falið lögmönnum sínum að skoða réttarstöðu sína vegna þeirrar stöðu sem fyrirtækið hefur búið við undanfarið, að því er segir í tilkynningu.


mbl.is Atlantsolía sakar gömlu olíufélögin um að gera atlögu að fyrirtækinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband