Leita í fréttum mbl.is

Samfylking i kjörfylgi skv. þessari könnun

konnunManni verður nú á að leggja allan varan á þessar kannanir nú síðustu mánuði. Fylgið hreyfðist ekkert fyrr en nú mánuði fyrir kosningar þá tekur Vg skriðið niður, Samfylking upp framsókn fer allt í einu að lyftast síðustu daga fyrir kosningar og Sjálfstæðismenn niður. Ég vona að þetta verði staðan fyrir Samfylkinguna en þetta verður samt spennandi kosningakvöld því að fólk hefur ekki skýra mynd af stöðunni
mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn til sölu á Ebay

Rakst á þennan tengil á netinu.  Þetta er ebay síða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er boðinn til sölu. En í Description  segir:logoEbay_x45

Spilltur og þreyttur valdaflokkur, sem verið hefur í ríkisstjórn alltof lengi, fæst fyrir lítið fé - óskast sóttur. Varúð: getur reynst hættulegur öldruðum, öryrkjum, barnafólki og fátækum. Myndi sóma sér vel í flestum bananalýðveldum, enda þaulvanur í þjónkun við bandarísk stjórnvöld og aðra valdahópa.

Forystumenn geðþekkir, en tala slæma ensku. Öflugt tengslanet fylgir með, inniheldur helstu stjórnendur í íslensku viðskiptalífi og a.m.k. einn kvikmyndaleikstjóra og háskólaprófessor.

Endilega að kíkja a þetta.


Dómur um framistöðu formanna flokkanna frá því í gær

Rakst á þessa palladóma um framistöðu formanna flokkanna í kosningaþætti "Íslands í dag" í gær.

Tekið af www.mannlif.is

Frammistaða formanna

9 maí 2007

Frammistaða formanna stjórnmálagflokkanna í kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld var afar mismunandi:

1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar.Var rökföst og yfirveguð. Gæti náð 31 prósenti.

2. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG: Eins og venjulega; skotharður. Fallið í skoðanakönnunum stöðvað.

3. Geir H. Haarde, formaður Sjáfstæðisflokksins: Mjúki maðurinn skilaði sér en óþarft kjökur. Tapar fylgi.

4. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins: Hvorki betri né verri en venjulega. Spurning um 6 prósenta fylgi.

5. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar: Stöðugar endurtekningar og ofvirkni. Fer ekki á þing.

6. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, Engin útgeislun. Enduretkninbgar og kjökur. Má þakka fyrir að fá 10 prósenta fylgi. Jafnvel tryggðin hlýtur að gefa eftir.


mbl.is Samfylking og VG bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn Seðlabanka Evrópu ákvað á fundi í Dublin á Írlandi í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Verða vextirnir því áfram 3,75%

Stýrivextir hér tæplega 15%. Við segjum ekki meira um þetta nema að þetta er vaxtarstig sem Framsókn sækist eftir: Ekkert stopp!

Frétt af mbl.is

  Óbreyttir vextir á evrusvæðinu
Viðskipti | mbl.is | 10.5.2007 | 11:56
Stjórn Seðlabanka Evrópu ákvað á fundi í Dublin á Írlandi í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Verða vextirnir því áfram 3,75% en sérfræðingar gera ráð fyrir stýrivaxatahækkun í næsta mánuði. Englandsbanki hækkaði í morgun sína stýrivexti úr 5,25% í 5,5%.


mbl.is Óbreyttir vextir á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðunni hefur borist lag um Árna Johnsen alla leið frá Svíþjóð

Svona er þetta nú er komið annað lag í póstinnum og nú er fjallað um Árna Johnsen. Sjá í spilaranum á síðunni.

Úps þetta gæti valdið sorg og vandamálum.

Þetta er náttúrulega nánast náttúruhamfarir fyrir allt samlíf fólks. En samt ber að geta þess að Bandarískir vísindamenn eru alltaf að leita eftir styrkjum og gjarnir á að halda hlutum fram sem reynast svo ekki réttir.

 

Frétt af mbl.is

  Munnmök ein aðalástæða krabbameins í hálsi
Erlent | mbl.is | 10.5.2007 | 10:33
Bandarískir vísindamenn við John Hopkins háskólann staðhæfa að vírus sem smitist við munnmök geti verið ein aðalorsök krabbameins í hálsi og mun stærri áhættuþáttur en tóbaks-eða áfengisneysla. Þrjú hundruð manns tóku þátt í rannsókninni og þeir sem höfðu stundað munnmök voru 32 sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í hálsi.


mbl.is Munnmök ein ástæða krabbameins í hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæriskennig frá Svíþjóð varðandi Íslandshreyfingunna.

Vettvangi Magga B hefur borist póstur. Og það engin smá póstur! Þessi póstur barst frá Svíþjóð frá manni sem les blogið mitt svona stundum sér til upplysingar. Hann rekur þar sögu sem manni finnst í raun ótrúleg en hún snýst um að tilurð Íslandshreyfingar Ómars sé úthugsað dæmi til að að draga úr áhrifum og fylgi annarra framboða sem leggja áherslu á umhverfisvernd:

Í tölvupósinum segir m.a.

jamm sem sagt, ég var á þorrablóti í Stockholm ásamt alveg helling af löndum og þar var svaka gaman eins og vera ber, en ég varð vittni að skemtilegum samræðum á milli Geira Harða og Ómars Ragnarss (í prívatinu) . þar sem þeir voru að leggja á ráðin um skrúðgönguna miklu og mótmælin sem eru orðin hreifing í landinu

Síðar kemur fram:

Jamm, hvernig eigum við að orða þetta, ég hlutaði á þessa kappa hlæja saman og varð forvitinn svona eins og gengur, Ómar er jú skemmtikraftur og ég vildi heira brandarana sem komu þeim til góðs geðs, en þetta varð ekki svo skemmtilegt að hlusta á í raun og vini mínum sem stóð með mér á bakvið kappana fannst ekkert varið í þetta spjall heldur, en við fengum frítt brennivín og hákarl og náttúrulega harðfisk líka, svo við stóðum fínt þar sem við stóðum og hlustuðum á, ég held að kapparnir hafi haldið að við værum Svíar, við vorum með sænskum dömum að spjalla og hafa gaman, en við heirðum spjallið, og það sem okkur datt í hug þá var að þeir væru að spjalla um eitthvað sniðugt sem hefði verið gert í gamla daga, við erum ekkert sérstaklega inni í þjóðmálum og virkjunin var ekkert sem við spáðum í, nema það að þessi vinur minn hafði sótt um vinnu á sínum tíma (hann er Íslendingur) við að keyra trukka hjá þeim, en fékk ekki, en að því slepptu, þá fattaði hann (eða renndi í grun) akkúrat þá, en við vorum nú ekki að grufla neitt og aðal málið hjá okkur var að hafa gaman þarna.
Síðar í póstinum stendur:
Það er ýmislegt sem skítur skökku við fynnst mér í þessu, ómar hætti hjá sjónvarpinu og fékk svo kallaðan "áttblöðung" hjá mogganum, ég veit ekkert um hvort hann gerði alvöru úr því máli, en ef svo er þá passar það ekki, ekki frekar en að Gvendur Jaki hefði gert moggann að málgagni sínu, fyrir utan að íhaldið er langhugsað og þeir hafa yfirleitt ekki verið huggulegir við neitt sem ekki skilar þeim einhverju "góðu", og það er ekkert nýtt trix í pólitík að starta hreifingum á móti sjálfum sér, það er svo alltaf hægt að lenda í ósemju við skoðanabræður og systrar eftir kosningar, sem eru þá nægjanlega miklar til að vera "hlutlaus í atkvæðagreiðslum á þingi td.náttúrulega af framkvæmdatæknilegum ástæðum þó að fólk sé "sammála í orði", þú hefur sjálfsagt heirt það áður, að stæðsti flokkurinn fær ógreiddu atkvæðin, og það eru náttúrulega fullt af möguleikum í svona málum, nánast ótæmandi, svo sönnunarbyrðin í málinu er alltaf "ómöguleg" og vittni ekki vittnisburðar virði á einhvern tæknilegan hátt:) það má leysa öll mál ef fjármagn er fyrir hendi, en mér fynnst innst inni í minni litlu vitund að ég hafi djöfullega rétt fyrir mér í þessu, og ekki hafði ég neinar draumfarir sem ollu þessu heldur:) og bara mátulegur var ég og vinur minn líka:)
eins og ég segi, þessu sló niður eins og eldingu í hausinn hjá mér og vinur minn er búinn að staðfesta að ég man þetta allt nokkuð rétt og að hann man þetta á sama hátt og ég.
Ég þekki bréfritara ekki neitt en les í gegnum línurnar frá honum að hann hefur búið lengi í Svíþjóð og skemmtilegt hverning hann tekur til orða. En auðvita verða menn eins og Geir og Ómar að gæta að því hvernig þeir ræða málin á opinberum vettvangi nema að þetta sé réttur skilningur bréfritara á því hvað þarna fór fram og að framboð Ómars sé undirbúið plott.
Bréfritari lét fylgja með lag sem flutt er af "Icelandic Fury" og er samið af þessu tilefni þarna á Þorrablótinu. Og ég er búinn að setja í spilarann hér á síðunni.

"Kosningavíxlarnir" nokkuð margir að þessu sinni.

Eftirfarandi listi er fenginn af Silfri Egils og er víst tekinn saman af fólkinu í Íslandi í dag:

1. Nýr samningur um starfsskilyrði sauðfjárræktar

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra undirrita samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar á Íslandi. Samningurinn til 6 ára og kostnaður amk. kr. 19.635.000.000,- vísitölutryggt (um 25 mia framreiknað).


Samningurinn á Word-formi (56 KB): Samningur um starfsskilyrði
sauðfjárræktar

http://www.landbunadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/814



11.1.2007

2. Samningur um kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra undirritar samning við
Háskóla Íslands upp á 3.000.000.000,- í lok samningstímabilsins, árið 2011.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3849


14.11.2006

3. Samkomulag um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen,
fjármálaráðherra undirrita samning til næstu fjögurra ára um eflingu
íslenskrar kvikmyndagerðar. Eykst úr 372 milljónum í 700 milljónir á ári
árið 2010. Viðbót samtals um 982 milljónir kr.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3784



3.1.2007

4. Menntamálaráðherra og Akureyrarbær undirrita þriggja ára samning um
menningarmál á Akureyri

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Kristján Þór
Júlíusson, þáverandi bæjarstjóri á Akureyri og núverandi 1. maður á lista
Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum undirrita þriggja ára samning um
menningarmál á Akureyri. Alls upp á kr. 360.000.000,- frá ríki fyrir
2007-2009.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/3836



12.12.2006

5. Börn styðja börn

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra setur af stað sérstakt
þróunarverkefni í Úganda og Malaví. Kostnaður er kr. 110.000.000,- á ári,
verkefnið er til tveggja ára svo um er að ræða kr. 220.000.000,-

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3332



8.1.2007

6. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra undirritar þjónustusamning til
þriggja ára um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu. Rúmir 2,2 milljarðar
króna + 95 milljónir fyrir geðfatlaða.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3052


20.12.2006

7. Samningur um þjónustu við fatlaða á Norðurlandi vestra

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra gerir þjónustusamning til 6 ára milli
ráðuneytis síns og samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, í kjördæmi
ráðherrans upp á 1900 milljónir.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3027



28.12.2006

8. Samið um aukna þjónustu við Bláa lónið

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra semur við Bláa Lónið um þjónustu
við psoriasis- og exemsjúklinga, kr. 45.000.000,- á ári til 6 ára =
2.700.000.000 kr. + 25.000.000,- kr. styrks til rannsókna á ári eða
100.000.000,- kr. á fjórum árum.

http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2366


27.03.2007

9. Þróunarsjóður innflytjenda stofnaður

Magnús Stefánsson tilkynnir um stofnun Þróunarsjóðs innflytjenda á
íbúaþingi á Ísafirði, kjördæmi ráðherrans. Úr sjóðnum skal veita 10.000.000
kr. árlega auk þess sem ráðherra tilkynnti um að ráðist verði í sérstök
tilraunaverkefni í Bolungarvík og Fjarðarbyggð, kostnaður ekki tilgreindur.
Ef aðeins er miðað við næstu 4 ár er ráðherra að lofa hér 40.000.000,- auk
tilraunaverkefnisins.

http://felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3144



27.03.2007

10. Ferðasjóður íþrótta

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga í
samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um
ferðakostnað íþróttafélaga. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar felur í sér að
stefnt verði að því að framlag til sjóðsins verði 90 m.kr. á ársgrundvelli
og að því marki verði náð á þremur árum. Framlagið verði þannig 30 m.kr.
árið 2007, 60 m.kr. árið 2008 og 90 m.kr. árið 2009 og 2010 eða samtals
270.000.000 á næstu 4 árum.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4006


12.02.2007

11. Samgönguáætlun 2007-2018

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti samgönguáætlun 2007-2018 á
Ísafirði, kjördæmi ráðherrans, sama dag og henni var dreift á Alþingi.
Heildartekjur og framlög til samgönguáætlunar verða 381,4 milljarðar króna.

http://samgonguraduneyti.is/frettir/nr/1132


01.02.2007

12. Hert umferðareftirlit - átak til tveggja ára

Sturla Böðvarsson, samgöngumálaráðherra hefur ákveðið að umferðareftirlit
lögreglunnar verði stóraukið á næstunni með öflugri tækjabúnaði. 218
milljónum verður veitt í sjálfvirkt hraðaeftirlit á þjóðvegum næstu tvö
árin.

https://secure.fmv.is/MediaMonitoring/MediaLookup/ViewScriptPublic.aspx?script=399444


06.02.2007

13. Iðnaðarráðuneytið - 3ja ára samningur við Vistorku

Iðnaðarráðuneytið hefur gert samning við Vistorku um 225.000.000 kr. á
næstu þremur árum um stuðning sem tryggir samfellu í vetnisrannsóknum.

http://secure.fmv.is/MediaMonitoring/_output/attachments/6.2.2007
/401337_633063324261375542.pdf



23.03.2007

14. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - hækkun um 1.4 mia til næstu 2ja ára

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra
hafa undirritað viljayfirlýsingu um helmings hækkun framlaga í Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga, úr 700 í 1.400 milljónir á ári næstu tvö ár.

http://secure.fmv.is/MediaMonitoring/_output/attachments/23.3.2007
/424239_633102566534503332.pdf



27.03.2007

15. Vesturfarasetrið - 5 ára samningur

Vesturfarasetrið á Hofsósi fær tæplega 140 milljóna króna framlag úr
ríkissjóði næstu 5 árin samkvæmt samningi sem var undirritaður í dag.

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2573


22.03.2007

16. Samningur Utanríkisráðherra við Háskólann á Akureyri

Utanríkisráðherra hefur undirritað samstarfssamning við Háskólann á
Akureyri, í kjördæmi ráðherrans, um fjárhagslegan og faglegan stuðning við
meistaranám í heimskautarétti við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á
Akureyri. Samkvæmt samningnum mun utanríkisráðuneytið leggja fram samtals 18 milljónir króna á næstu þremur árum.

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3561


08.03.2007

17. Samningur við Utanríkisráðuneytisins við Landsnefnd UNIFEM

Samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og Landsnefndar UNIFEM gildir í
þrjú ár, frá 2007 til 2009 og hljóðar upp á 15.000.000 kr.

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3534


30.04.2007

18. Félagsmálaráðherra semur um búsetuúrræði fyrir fatlaða í Þingeyjasýslum

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og BergurElías Ágústsson sveitarstjóri
undirrituðu í dag þjónustusamning um málefni fatlaðra og samkomulag um ný búsetuúrræði og eflingu dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk í
Þingeyjarsýslum. Samningurinn er til þriggja ára og samningsfjárhæð er
liðlega 280 milljónir króna.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3289



30.04.2007

19. Félagsmálaráðherra semur um búsetuúrræði fyrir fatlaða á Austurlandi

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Soffía Lárusdóttir,
framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi (SAUST),
undirrituðu í dag samkomulag um verkefni til að fjölga búsetuúrræðum og
efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk á Austurlandi.
Samkomulagið er gert í samræmi við átak í þjónustu við geðfatlað fólk,
stefnu og framkvæmdaáætlun ráðuneytisins 2006-2010. Samkomulagið felur í sér að félagsmálaráðuneytið ver samtals 70,8 milljónum króna á árinu 2007 til þess að styðja verkefni gagnvart geðfötluðu fólki á Austurlandi.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3287



30.04.2007

20. Félagsmálaráðherra gerir samning um þjónustu við fatlaða á Hornafirði

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri
undirrituðu í morgun þjónustusamning milli félagsmálaráðuneytisins og
Sveitarfélagsins Hornafjarðar um þjónustu við fatlaða. Síðastliðin tíu ár
hefur slíkur samningur verið í gildi milli þessara aðila. Þessi nýi
samningur er að fjárhæð 26,7 milljónir króna og gildir til sex ára, allt
til ársins 2012.

http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3286




10.11.2006

21. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra - frumvarp um hækkun bóta til örorku- og ellilífeyrisþega.

Hækkun bóta til elli- og örorkulífeyrisþega kostar 27 milljarða króna fram
til ársins 2010, samkvæmtlagafrumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælti fyrir
í gær.

http://www.althingi.is/altext/133/s/0353.html


27.04.2007

22. Menningarsamningur menntamálaráðherra við Eyþing

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn
f.h. ríkisins en Björn Ingimarsson, formaður sveitarfélaganna í Eyþingi,
undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna. Framlög ríkisins til
samningsins verða 25 m.kr. á árinu 2007, 30 m.kr. árið 2008 og 31 m.kr .
árið 2009.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4054



07.04.2007

23. Menningarsamningur menntamálaráðherra við Hvalasafnið

Samningur til tveggja ára um fjárframlög að upphæð 20 milljónir á
samningstímanum.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4049



27.04.2007

24. Háskólinn á Akureyri fær 100 milljónir til að hefja framkvæmdir við IV
áfanga byggingarinnar á Sólborg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur tilkynnt að
ríkisstjórnin hafi ákveðið að verja 100 milljónum króna til að hefja
framkvæmdir við IV áfanga byggingarinnar á Sólborg á árinu 2007. Heildarkostnaður við byggingu IV áfanga ásamt lóðaframkvæmdum er áætlaður um 700 milljónir króna og stefnt er að því að verkinu verði lokið á þremur árum.

http://www.unak.is/?m=news&f=viewItem&id=90



01.02.2007

25. Samningur ríkisins um dreifingu Rúv um gervihnött

Báðum útvarpsrásum Ríkisútvarpsins og Sjónvarpinu verður endurvarpað um
gervihnött frá og með 1. apríl. Við það geta útsendingar Ríkisútvarpsins
náðst um allt land og miðin, sem og víða í útlöndum. Skrifað var undir
þríhliða samkomulag þessa efnis í dag milli Ríkisútvarpsins, Fjarskipasjóðs
og gervihnattafyrirtækisins Telenor. Áætlaður heildarkostnaður við
verkefnið er um 150 milljónir króna á næstu þremur árum og veitir
fjarskiptasjóður fé til þess í samræmi við markmið fjarskiptaáætlunar.

https://secure.fmv.is/MediaMonitoring/MediaLookup/ViewScriptPublic.aspx?script=399416


2.5.2007

26. Menningarsamningar við landshluta

Menningarsamningar undirritaðir - Sturla Böðvarsson kemur færandi hendi með samninga við Vestfirði og Norðurland vestra fyrir árin 2007, 2008 og 2009 samtals upp á 190 milljónir króna.

Menningarsamningar menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við
sveitarfélög á Vestfjörðum og sveitarfélög á Norðurlandi vestra voru
undirritaðir í gær.

http://www.samgonguraduneyti.is/frettir/nr/1199

Menningarsamningur við Suðurland verður undirritaður í dag og við Suðurnes á næstu dögum.

Það er áberandi hvað ráðherrar virðast vakna nú síðustu mánuði kjörtímabilsins. Jafnvel þó þeir hafi verið með allt niður um sig í 3 og hálft ár þá á að reyna að slá ryki í augu okkar síðustu mánuði og treysta á „Gullfiskaminnið"


Bloggfærslur 10. maí 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband