Leita í fréttum mbl.is

Mér líkar ekki þessi silkihanskameðferð á fyrirtækjum sem stjórnarflokkar boða nú.

Í hverjum þættinum af öðrum boða stjórnmálaleiðtogarnir sér í lagi Framsóknar, Sjálfstæðis og Íslandshreyfingin að það verði að gera vel við fyrirtæki hér svo þau haldi áfram að fjárfesta og viðhaldi hagvexti. Þetta tal líkar mér illa. Það er verið að gera fyrirtæki að einhverju ósnertanlegu og um leið að færa þeim ægi vald yfir þjóðinni.

Nú ef þessir flokkar komast til valda eða halda völdum hafa fyrirtækin stjórnvöld í vasanum og viðkvæðið verður alltaf að ríkið verður að koma til móts við kröfur fyrirtækjana annars fari þau bara úr landi.

Menn gleyma því lika að hagnaður af starfsemi fyrirtækjana erlendis er yfirleitt skattlagður þar og nú er stefnt að því að sala og hagnaður af hlutabréfum verði skattlaus. Þannig að nú með hverju árinu verða það aðalega skuldir vegan kaupa erlendis sem taldar verða fram hér og þar af leiðandi litlir skattar sem þau greiða. Vegna stórsölu til álvera þá er lítill möguleiki fyrir íslensk fyrirtæki að fá hér ódýara orku til að stunda einhverja framleiðslu og því verður tilhneiging hjá þeim að færa framleiðslunna erlendis eða fá hingað verkamenn sem sætta sig við lægri laun en við mundum sætta okkur við.

Og þar sem að stjórnvöld bera svona óttablandna virðingu fyrir fyrirtækjum verða þau innan fárra missera búin að ná öllum völdum hér.

Þetta líkar mér ekki við


"Heimilin skulda hættulega mikið"

Var að lesa frétt í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað er um skuldir íslenskra heimila. Þar kemur fram að:

Efnahagsmál Tekjur heimilanna duga ekki fyrir útgjöldum þeirra, skuldirnar hrannast upp og nema nú 240 prósentum af ráðstöfunartekjum. Mikil skuldsetning þýðir að stærri hluti tekna fer í afborganir og vexti og því dregur úr möguleikum heimilanna til neyslu. Þetta kemur fram í Vorskýrslu ASÍ 2007.

Skuldir heimilana

Síðar í fréttinni segir síðan:

Hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum hefur hækkað. Í vorskýrslunni segir að nauðsynlegt sé að horfast í augu við að mikil skuldsetning íslenskra heimila og hækkandi byrði vaxtagreiðslna þýðir að áhætta heimilanna hefur aukist. "Heimilin eru orðin mjög viðkvæm fyrir verðbólgu og breytingum á vöxtum, tekjum og eignaverði."

Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, bendir á að aðgengi að lánsfjármagni hafi aldrei verið betra en nú og ekki kunni góðri lukku að stýra að fjármagna neyslu með lánum. Hún telur að heimili séu þegar komin að hættumörkum og veltir fyrir sér hvort fjármálafræðslan sé næg, hvort fjölskyldurnar viti hvað þær séu að gera.

"Við erum í stöðu sem við höfum ekki verið í áður, valkostirnir fleiri og hægt að fá hærri lán til lengri tíma en áður. Margir átta sig kannski ekki á þeirri gengisáhættu sem felst í erlendu lánunum. Ef út af bregður er fólk fljótt að komast í erfiðleika því lítið þarf að gerast til að mánaðarleg greiðslubyrði hækki," segir hún.
(Fréttablaðið 6 maí )


Samfylkingin á leiðinni upp en hvað er að gerast með Sjálfstæðisflokkinn?

Fréttablaðið 6 maíMér finnst með afbrigðum ef að 42% þjóðarinnar er ánægð með þátttökur okkar í Íraksstríðinu, meðferð okkar á Falum Gong fólkinu, áætlaða sölu okkar á Landsvirkjun, pólitíska valdbeitingu í Baugsmálunum og almenna einkavinavæðingu síðustu ára.

Finnst einnig að Jón Sigurðsson sé loks að fatta hvað er að þegar hann segir í viðbrögðum við þessari könnun: „„Þessi niðurstaða er auðvitað algjörlega óviðunandi fyrir okkur og myndi auðvitað leiða til þess að við þyrftum að taka okkar störf til endurskoðunar. "

Þá er látlaus áróður gegn Vg og sérstaklega Steingrími J að skila sér. Mér finnst fólk nú full einfallt ef að það er að láta eitthvað sem Steingrímur sagði fyrir nærri 20 árum hafa áhrif á sig, sem og að umhverfismálinn eru ekki þjóðinni eins hugleikin og var því að flokkarnir 2 sem mest lofa stóriðju eru nú með fylgi um 50% þjóðarinnar.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband