Leita í fréttum mbl.is

"Við getum ekkert um þetta sagt, þetta er málefni viðkomandi sveitarfélags"

Ég sætti mig bara ekki við þetta að nokkrir kjörnir fulltrúar í litlu sveitarfélagi geti bara sisvona tekið ákvarðanir um virkjarnir án þess að þjóðin sem heild hafi ekkert um þetta að segja. Skv. málflutningi Jónínu í þessum umræðuþætti Kastljóss í kvöld frá Egilstöðum er ekkert sem hægt er um þessi virkjanaáform að segja nái Landsvirkjun samningum við viðkomandi sveitarfélög. En hún gleymir að við þjóðin eigum Landsvirkjun og henni ber að fara eftir vilja eigenda. Eins þá geymir hún að Framsókn hefur haft langan tíma til að vinna að því að gera náttúruverndar- og nýtingaráætlun. Þar sem að tekið væri fyrir áætlanir um t.d. Norðlingaöldu og fleiri vafasamar virkjarnir. Eins að Framsókn hefur stungið upp á að gera slíka áætlun en bíða með gildistöku þar til 2010 svo að hægt væri að hefja sem flestar framkvæmdir áður en búið væri að gera heildstæða áætlun um þessi mál.

Eins að með auglýsingum sínum er Framsókn í raun að lýsa framhaldinu ef þau halda völdum. Þ.e. ekkert stopp. Sem sagt ekkert að staldra við og komast að samkomulagi í landinu um hvernig við bæði verndum og nýtum landið í sátt. Nei ég held að Framsókn sé ekki á vetur setjandi í stjórn. A.m.k. ekki með Sjálfstæðisflokknum.


Samfylgkingarfólk farið að skora í könnunum

Fylgið að snúa til baka til Samfylkingarinnar. Hafa falið sig í óákveðnum hingað til. Þetta er allt á réttri leið. Nú eru Sjálfstæðismenn á leiðinni niður og mættu fara hraðar. Þannig að skv. þessum tölum er „Kaffibandalagið "á réttri leið komið með meirihluta. Nú þarf Samfylking að bæta við sig 2 mönnum í viðbót og Vg og þá geta þeir myndað „Velferðarstjórn"

427618A

mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki viss um að Framsókn sé sammála fjármálaráðherra.

Það væri kannski holt fyrir Framsókn að kynna sér málflutninginn á þessum morgunverðarfundi. En Framsókn hefur haldið því fram að stóriðja væri forsenda framfara hér á komandi árum. Við heyrum jú nú á hverjum dagi auglýsingar sem staglast á því að það verði „Ekkert stopp"

 

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greiningardeildar Kaupþings, sagði á fundinum að hagvöxtur væri nauðsynlegur en hagvöxtur síðustu ára hafi byggst mikið á betri samvinnu á milli fólks. Þá sagði hann stóriðju hafa óveruleg áhrif á hagvöxt til lengri tíma litið. Hún hafi gríðarleg skammtímaáhrif á meðan verið sé að byggja upp en sé engin sérstök forsenda hagvaxtar á Íslandi. Hún hafi haft mikil áhrif hér á landi á síðustu áratugum þar sem hún hafi haft áhrif á tímabilum þegar lítið var að öðru leyti um að vera í atvinnulífinu. Ekki hittist eins vel á núna en kreppa hafi verið í samfélaginu þegar stefnan var mörkuð og fólk hafi ekki gert sér grein fyrir að hún gengi jafn fljótt yfir og raun bar vitni.

En geri ekki ráð fyrir  að Framsókn skilji þetta.

 


mbl.is Fjármálaráðherra: Stóriðja ekki forsenda framfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband