Leita í fréttum mbl.is

Eru hjólamenn fífl? Ég er farinn að halda það

Þó að þessir menn líti á sig sem ofsa karla sem ráða við allt þá verða þeir að reikna með því að aðrir í umferðinni gera ekki ráð fyrir að mæta tækjum á tæplega 200 km hraða. Og því ekki víst að aðrir í umferðinni bregðist eins og þessi hjólagæjar reikna með. Því fer maður að halda að menn þessir séu haldnir einhverri dauðaósk. Verst að aðrir geta þurft að líða fyrir það.

Eins þá er ömurlegt ef að lögreglan finnur ekki leið til að stöðva þá. Þessir menn verða að nást og ökutæki þeirra ber að gera upptæk.


mbl.is Hópur bifhjólamanna mældur á 174 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klæðning ehf og Gunnar Birgisson

Mannlíf og Ísafold eru bæði nú komin í feitt. Þau sækja nú stíft að Gunnari Birgissyni. Fyst vara það nektardansstaðurinn hans Geira Goldfinger og nú þetta:

Leynihlutur í Klæðningu

13 jún. 2007

Helmingshlutur í verktakafyrirtækinu Klæðningu er í leynum. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, rak fyrirtækið um árabil með misjöfnum árangri en árið 2003 var sagt frá því að hann væri ekki lengur á meðal eigenda þess. Í úttekt í Mannlífi sem ber yfirskriftina Kóngurinn í Kópavogi er rakið hvernig voldugir verktakar og viðskiptavinir Kópavogsbæijar gripu til björgunaðgerða árið 2003. Þeirra á meðal var Bygg sem rekið er af vinum Gunnars. Því hefur þó verið leynt til þessa dags hverjir raunverulega eiga Klæðningu og er einn hluturinn í skjóli Kaupþings í Luxemburg og leppar hafa setið í stjórn fyrirtækisins í krafti leynihlutanna. Bæjarstjórinn er á forsíðu Mannlífs og farið er yfir feril hans sem verktaka, þingmanns og bæjarstjóra. Meðal annars er rakið hvernig ölvunarakstur batt enda á draum Gunnars um að komast í ráðherrastól í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ...


Þetta þurfa fulltrúar flokkanna í stjórn Landvirkjunar að upplýsa okkur um

Það hljóta að vera einhverjar ástæður fyrir því að flokkarnir stærstu eiga fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar. Þeim ber að kynna sér þetta mál og upplýsa okkur kjósendur um hvort rétt sé að til lengdar þá borgum við með Kárahnjúkum. Það er náttúrulega með öllu ótækt. Þá er spurning um á hvaða forsendum Landsvirkjun vinnur. Það hefur komið fram í dag að menn innan Landsvirkjunar haf sagt í spjalli að ef LV væri einkafyrirtæki hefði aldrei verið farið út í svona framkvæmdir.

Frétt af mbl.is

  Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega
Innlent | mbl.is | 13.6.2007 | 13:47
Frá því er Hálslón var að myndast Í nýrri skýrslu Framtíðarlandsins er reynt að leita svara við þeirri spurningu hvort bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði hafi verið rétt og skynsamleg miðað við arðsemi, umhverfiskostnað, lýðræði, byggðasjónarmið og hagstjórn. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að miðað við arðsemiskröfur sem eðlilegt sé að gera er stóriðjuskattur á almenna viðskiptavini Landsvirkjunar 2 milljarðar á ári hið minnsta


mbl.is Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband