Leita í fréttum mbl.is

Vinnumálastofnun vanmáttug!

Var í kvöld að hlusta á viðtöl bæði á stöð 2 og RUV við Gissur forstjóra vinnumálastofnunar. Fannst lýsingar hans á eftirliti þeirra helvíti rýrt. Það felst aðallega í því að bera saman lista frá ýmsum stofnunum við tilkynningar frá atvinnuveitendum og sjá hvort þar sé munur. Ég leyfi mér að halda að það eftirlit gagnist lítið. Hefði haldið að það væri nauðsynlegt að Vinnumálastofnun væri með eftirlitsmenn sem færu í óboðaðar heimsóknir á vinnusvæði og könnuðu hverjir væru þar við störf og hvort það stemmdi við listann. Eins þá finnst mér skrítinn þessi aðlögunartími sem þeir gáfu fyrirtækjum. Lögin tóku gildi síðasta vetur og þeir bara bíða rólegir til að fyrirtæki gætu aðlagað sig. Nú hefði maður haldið að fyrirtæki sem ráðast í að flytja hingað starfsfólk frá Austur Evrópu með þeirri fyrirhöfn sem felst í því gætu nú kynnt sér nokkrar reglur og lög.

Manni dettur nú helst í hug að þessi linka tengist því að ekki hafi mátt trufla fyrirtæki sem eru að vinna við Kárahnjúka. Og að það hafi ekki mátt þrengja að þeim þar sem þau standa tæpt vegna þessa að þau buðu lágt í verkin. Þannig að þeim hafi verið leyft að svindla á því að greiða af hluta starfsmanna til ríkis og sveitarfélaga og greiða undir lámarkstaxta.


mbl.is Segir Vinnumálastofnun aldrei hafa beitt dagsektum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu á að taka hart á!

Finnst að fyrirtæki sem ekki sjá um að erlendir starfsmenn séu löglega skráðir í landið eigi án frekari málalenginga umsvifalaust að vera svipt rétti til starfsemi tímabundið eða til lengri tíma.

Fyrirtæki nú hafa enga málsvörn þar sem að það hefur nú síðustu ár verið fjallað svo mikið um þetta að þeim á að vera þetta ljóst. Eina ástæðan fyrir þessu hlýtur að vera sú að fyrirtækin eru vísvitandi að svindla til að þurfa ekki að borga gjöld til ríkisins og verkalýðsfélaga vegna þessara starfsmanna. M.a. þá borga þessir menn engan skatt þar sem þeir eru ekki með íslenska kennitölu.

Til að stoppa þetta verður að taka upp harðar refsingar og berja inn í hausinn á þessum fyrirtækjum að til þess að þau fái að starfa þá sé eins gott að fara að lögum eða þá að starfsemi þeirra sé stöðvuð. Jafnvel til frambúðar.

Frétt af mbl.is

  Rútuslys: Grunur um að verkamenn séu ekki skráðir til starfa með löglegum hætti
Innlent | mbl.is | 27.8.2007 | 18:06
Frá slysstað á Bessastaðafjalli í gær. Grunur leikur á að flestir þeirra erlendu verkamannanna, sem lentu í rútuslysinu í Bessastaðafjalli í gær, séu ekki skráðir til starfa hér á landi með löglegum hætti. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarpsins þar sem Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, staðfesti upplýsingarnar.


mbl.is Rútuslys: Grunur um að verkamenn séu ekki skráðir til starfa með löglegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með útsvarið í Kópavogi?

Tek undir það sem aðrir hafa sagt við þessum fréttum. Ef að svona mikill hagnaður er af rekstri bæjarins þá er full ástæða til að skoða að lækka útsvarið. Ég er ekki sáttur við að góð staða Kópavogs verði notuð til að að byggja Óperuhús við Kópavogskirkju.  Ég get ekki séð að það sé hlutverk bæjarstjórnar að skila bænum með bullandi hagnaði. Vissulega gott að vera aðeins með borð fyrir báru´, en yfir 4 milljarðar hlýtur að vekja þá spurningu hvort ekki sé rétt að lækka útsvarið í Kópavogi sem er í dag alveg eins hátt og það má frekast verða.
mbl.is Mynddiski með upplýsingum um ársreikning Kópavogsbæjar dreift í hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband