Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú eitthvað annað en menn hafa verið að segja okkur.

Indefence og Sigmundur Davíð segir að það hafi engin áhrif að hafna Icesave. Það séu allir búnir að gleyma látunum sem vour í október 2008. En Alistair Dariling virðist ekki vera búinn að gleyma þessu:

Töfin fer illa í bresk stjórnvöld og segir Bloomberg fréttastofan að Darling hafi sagt við fréttamenn í London í morgun að ef Íslendingar standi ekki við Icesave-samkomulagið muni...

„...ástandið verða enn verra. Ég myndi segja við fólk á Íslandi að ég átti mig á að ástandið sé erfitt en þið verðið að átta ykkur á að bresk stjórnvöld urðu að grípa í taumana í mjög erfiðri stöðu sparifjáreigenda í íslenskum bönkum.“

 Og þeir segja að ekkert hafi verið unnið í því að tala við ráðamenn í þessum löndum en í þessari frétt stendur:

Við höfum varið mörgum mánuðum á mjög árangursríkum fundum með íslenskum stjórnvöldum til að tryggja að við fáum féð greitt til baka," sagði Darling.

Það er ekki að ástæðulausu sem maður hefur haldið því fram að þessir drengir þarna í Indefence og Sigumundur hafi í raun ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um.  Sem er ekki skrýtið því þeir hafa aldrei sjálfir staðið í samningum milli ríkja ekki einu sinni hafa þeir reynslu af samskiptum milli ríkja hvað þá annað. Þeir hafa fullyrt að þetta séu smámunir fyrir Hollendinga og Breta og þeir gleymi þessu fljótlega. (eða því sem næst) Þetta eru þó milli 10 til 20 þúsund á hvern landsmann í Bretlandi og Hollandi og við mundm held ég öskra ef að við ættum að borga svona innistæður í breskum banka hér.


mbl.is Icesave-samkomulag mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það er bara ekkert vandamál þó ástandið verði verra og tel ég nú að flestir geri sér vel grein fyrir því að það sé góður möguleiki tímabundið.

Nú verðum við að fara að hætta að hlusta á svona endalausar hótanir. Við getum alltaf átt viðskipti við aðrar þjóðir en þær sem eru í ESB ef það er nauðsyn.

Carl Jóhann Granz, 4.1.2010 kl. 11:21

2 identicon

Hverjum er ekki fokk sama um ástandið hérna.. ég get flutt úr landi (ásamt flest öllum öðrum sem hafa seljanlega hæfileika) ef að vitleysingjarnir ná fram sínu.

Aftur á móti þarf ég að vera íslendingur áð uppruna til frambúðar og þætti frekar pínlegt ef það þýddi að flest annað fólk áliti mig þjófóttan, ótraustverðugan og sérhlífinn aumingja eins og aðra landa mína.

En ég er svo sem með nægilega bandarískan hreim til að spila mig sem kana ef þess gerist þörf.

Askur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 11:26

3 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Það er ekki hægt að kaupa sér vini og við höfum ekki næga peninga til að kaupa vináttu nýlenduherranna Breta og Hollendinga.

Mikið er nú úlfur úlfur pólitíkin hjá Samspillingunni og Vinstri SnúSnú orðin þreytandi.

Axel Pétur Axelsson, 4.1.2010 kl. 11:34

4 Smámynd: Landfari

Í tilvitnunum þínum kemur einmitt fram hve illa hefur verið staðið að málinu af hálfu Íslendinga. Þessir fundir hafa einmitt verið mjög árangursríkir fyrir Breta og að sama skapi árangurslitlir fyrir Íslendiga.

Þeim hefur tekist með þessum samningum að tryggja að þeir fái sitt til baka sem er lagt umfram lagalega greiðsluskildu Tryggingasjóðsins við bankahrun.

Þess vegna er það Bretum og Hollendingum mikið kappsmál að þessir samningar verði staðfestir. Þeir tryggja þeim nær fullnaðarárangur og íslensku þjóðinni trúlega gjalsþrot, því miður.

Án þess það komi málinu beint við en ef þetta eru 10 - 20 þúsund á hvern breta, hvað er þetta þá mikið á hvern íslending? Af hverju á ég að borga þetta til viðbótar því sem ég tapaði á hruninu. Ekki var ég neinn aðili að þessum viðskiptum, átti enga hagnaðarvon og engra hagsmuna að gæta. Það sama verður ekki sagt um þá sem lögðu inn á þessa reikninga. 

Þeir vissu að það var meiri áhætta sem fylgir hærri vöxtum og þeir hefðu trúlega í flestum tilfellum ekki  tekið þá áhættu nema af því að þeirra stofnanir gáfu þessu grænt ljós og sögðu bankana örugga.

Hollendingur fer ekki að leggja inn á einhverja hávaxtareikninga hjá einhverjum banka á lítilli eyju úti í ballarhafi sama hvað einhver seðlabanki á þessari sömu eyju  mærir viðkomandi banka. Þegar hinsvegar Seðlabankinn þeirra í Hollandi gefur út að þett sé úrvalsbanki í stjörnuflokki þá horfir málið öðruvísi við.

Nú fría þeir sig allri ábyrgð og segjast ekkert hafa getað gert sem er einfaldlega ekki rétt. 

Ekkert af þessu breytir þó því að ábyrgðin er fyrst og fremst stjórnenda bankanna. Þessum sem báru svo mikla ábyrgð að engin laun voru nógu há fyrir þá.

Landfari, 4.1.2010 kl. 11:38

5 Smámynd: Albert Guðmann Jónsson

Þessi ábyrgð er algjörlega á herðum þeirra sem lögðu inn pening á Icesave reikningana. Það er ekkert sem segir það að innistæður séu tryggðar umfram innistæðu sjóð. Það gleymist oft í umræðunni að auðvitað bera innistæðueigendur mikla ábyrgð í þessu. Þeir ætluðu sko heldur betur að taka vextina sem voru í boði. Því segir hið fornkveðna, það er samhengi milli ávöxtunar og áhættu. There is no such thing as a free lunch.

Albert Guðmann Jónsson, 4.1.2010 kl. 11:44

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Það er ekkert sem segir það að innistæður séu tryggðar umfram innistæðu sjóð"

Grundvallarmisskilningur hjá þér. 

Með innleiðingu innstæði direktífisins var innstæðueigendum veittur lagalegur réttur.  Sá réttur kveður á um lágmarksbætur ef á reynir.

Það er á ábyrgð ríkja að sjá til þess að þessi skuldbinding sé uppfyllt.  Ríki eru með innleiðingunni að taka ábyrgð á að lögunum sé framfylgt.  Lágmarksbætur ef á reynir.

Ef það feilar á einhvern hátt = Ríki skaðabótaábyrg samkvæmt Evrópulögum er ísland hefur undirgengist.

Svo er nú það.

En með ummæli Darlings - ekkert undarlegt við þau.  Hann er bara að segja hið augljósa. 

Hlægilegt æsingarbullið hérna í öfgamönnum.  Bara kjánalegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2010 kl. 12:00

7 Smámynd: Landfari

Ómar, það var nú einmitt í fréttunum um daginn að núna er búið að breyta þessari evrópureglugerð eftir að gallarnir hafa komið í ljós.

Í endurbættu útgafunni er ekkert að finna um ríkisábyrgð frear en í þeirri fyrri.

Enda segir það sig sjálft að ef ríkisábyrgð er að bönkunum er sem annars kallast einkabankar er verið að ríkisvæða tap en einkavæða hagnað. Það er aftur á móti bannað samkvæmt þessum Evrmópusanþykktum að mér er sagt.

Varðandi ummæli Darlings er ég alveg sammála. Það er mikilvægt fyrir Breta að þetta sé staðfest af forseta. Á sama hátt má segja að það sé mikilvægt fyrir Íslendinga að það sé ekki gert.

Landfari, 4.1.2010 kl. 12:29

8 identicon

Maggi minn.

Er eitthvað að frétta af Bessastöðum vinur?

Passaðu þig nú á því vinur að fara ekki út fyrir hússins dyr á næstunni, það getur verið hættulegt.

Þú gætir jafnvel hitt á mig og farið illa út úr því.

Ég gæti haft upp á því að hvessa á þig augun vegna afstöðunnar til Icesave, það getur haft ófyrirsjáanlega slæm áhrif á þig að verða fyrir því, ekkert grín, þú veist ekki hvað það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þig Maggi.

Það er nú ekkert grín að verða fyrir slíkum refsiaðgerðum Maggi minn.

Ég þekki þig hvar sem er á kollunni þinni Maggi, áttaðu þig barasta á því.

Get alltaf fundið þig og kannski ullað á þig, það yrði agalegt fyrir þig, það þýðir margra mánaða útskúfun úr samfélagi manna, ekki einu sinni hægt að bæta í kollunna vegna efnahagslegra refsiaðgerða.

þetta verða endalokin hjá þér Maggi minn, enda ekkert vatn til á Íslandi til að bæta í kolluna eins og þú veist ef þig þyrstir. Þeir segja það í útlöndum!

My Darling hvað......Það nennir engin að hlusta á þetta innantóma hótanaraus frá SF og VG lengur til að þjónkast ESB og AGS. Kombrendo?

Rekkinn (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:30

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Í endurbættu útgafunni er ekkert að finna um ríkisábyrgð frear en í þeirri fyrri."

Eina breitingin faktískt var að tryggð upphæð er hækkuð til muna - það á að fara að innleiða hækkunina hér bráðum.

En varðandi Ríkisábyrgðina og það vandamál að þú sérð han ekki - þar stendur nefnilega hnífurinn í kúnni !

Sumir - þó nokkuð margir - íslendingar, vilja einfaldlega ekki skilja skaðabótaábyrgð Ríkja samkvæmt Evrópulögum og reglugerðum - og vel að merkja, Ísland hefur líka undirgengist þessar umræddar reglur.

Eg skal ekkert fullyrða um hvort það er af vilja- eða getuleysi - skal ekkert dæma um það að svo stöddu.

En það breytir eigi raunveruleikanum.  Skaðabótaábyrgð Ríkja samkv. Evrópureglum er staðreynd og í þessu tilfelli er hún bara borðleggjandi.

Einstaklingum veittur lagalegur réttur.  Lágmarksbætur ef á reynir.  Það klikkar.  Afleiðing:  Ríkið skaðabótaábyrgt.

Mjög einfalt mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2010 kl. 12:45

10 Smámynd: Landfari

Ef þetta er svona einfalt mál eins og þú vilt vera láta Ómar, hvers vegna eru þá löglærðir spekingar ekki sammála um það

Reyndar finnast mér þeir flestir telja að lagalega séu þessar kröfur á ríkið miklum vafa undirorpnar enda telja flestir sem vilja samþykkja þessa samnina rétt að gera það af pólitískum ástæðum en frekar en lagalegum.

Bretar sjálfir telja litlar líkur á að málið vinnist fyrir dómi. Allavega vilja þeir samkvæmt þessum samningum að við borgum þótt dómstólar komsit að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi ekki eða megi ekki ábyrgjast skuldbindingar sem þessar.

Landfari, 4.1.2010 kl. 13:03

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"...hvers vegna eru þá löglærðir spekingar ekki sammála um það"

Það er allir sammála um það.  Td. öll 27 EES ríkin.  Það má segja að mótbærur þær sem ma heyra hérna uppi frá 2-4 lagamönnum sé undantekningin sem sannar regluna.  Þar fyrir utan er alverlegt vandamál við útleggingu þeirra.  Nefnilega, að þeir snerta ekki á skaðabótaábyrgð Ríkja samkv. Evrópulögum. Samt liggur fyrir að þannig legja Bretar málið upp.   Má segja að þeir reyni  ævintýranlega fjallabaksleið í tulkun sinn.  Vandamálið við túlkun 2-4 hérna uppi er - að það tekur enginn mark á henni !

"Allavega vilja þeir samkvæmt þessum samningum að við borgum þótt dómstólar komsit að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi ekki eða megi ekki ábyrgjast skuldbindingar sem þessar"

Þetta er í rauninni aukaatriði.  Ef þar til bærir úrlausnaraðilar komast seinna að einhverju öðru en sakaðabótaábyrgð Íslands þessu viðvíkjandi - þá segir sig sjálft að það eru þó nokkur tíðindi og myndu breyta málum.  Þarna er bara stórt vandamál:  Það eru engar líkur á svo verði !

Og svo má segja íframhaldi:  Hvað ef þar til bærir úrlausnaraðilar kæmust að því að Íslandi bæri að greiða all reikninga upp í topp ?  Það er alveg möguleiki fyrir Dómsstólum.  Jafnræðisregla EES samningsins.  Aðilarerlendis eiga kröfu á nákvæmlega sömu meðhöndlun og aðilar á íslandi.  (þesvegna hafa íslensk stjórnvöld, sama hver þau hafa verið á hverjum tíma, aldrei viljað dósstólaleið)

Þetta er svona í samningnum:  "Fáist síðar úr slíku álitaefni skorið af hálfu þar til bærs úrlausnaraðilja skuli efnt til viðræðna."

Svo má ekki gleyma því að þegar hefur fallið einn dómur.  Sjálfstæðismenn voru fulltrúar fyrir Íslands hönd og áttu að verjast.  Hvað gerðist ?  Jú, það sást bara undir iljarnar á Sjöllum !  Þeir hurfu bara eitthvað útí buskann hinir miklu kappar !!  Svo hev. sterk var nú lagalega hliðin að áliti sjalla.  (Og vandræðalegar útskýrningar sjalla á skyndilegu brotthlaupi þeirra frá dómi geta eig talist skýringar að einu eða neinu leiti.  Það blasir við raunverulega skýringin:  Lagaleg staða landsins var zero.  0.  Og siðferðilega hliðin nálgast alkul)

Dómsniðurstaðan alveg ótvíræð.  Ríkið skaðabótaábyrgt: 

 "5. The 24th recital of the preamble to the Directive does not exonerate Iceland from the consequences of any failure to implement the Directive properly. The Directive does notmake an exception for times of financial distress.

6. Consequently, Iceland has to make sure that its deposit-guarantee scheme has adequate means and is in a position to indemnify depositors." (Úr niðurstöðu Grðadóms)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2010 kl. 13:35

12 Smámynd: Landfari

Ég gef nú ekki mikið fyrir þína þekkingu á málinu ef þú heldur að það sé bara 2-4 löglærðir og bara íslenskir sem telja vafa á ríkiábyrgðinni.

Meira að segja Jóhanna sem gengur hart fram í að fá þetta samþykkt vill ítreka lagalega óvissu í þessu máli í sértöku svarbréfi til  breska forsætisráherrans.

Kynntu þér málið betur og ræðum svo saman.

Landfari, 4.1.2010 kl. 13:59

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það hafa fáir - ef nokkur - kynnt sér umrætt mál eins vel og ég.

Það hefur myndast svona hystería á íslandi þessu viðvíkjandi.  þ.e. í þá átt að  um sé að ræða "vonda útlendinga" sem séu rosa vondir við "frábæra íslendinga"  og einhver lagaleg óvissa sé í gangi.

Nefnd hystería hefur náð slíkum hæðum - að það má ekki segja neitt annað.  Þá tryllist allt í þjóðrembu sem kunnugt er.   Og oft á tíðum eru eigi fargra kveðjurnar sem maður fær þá maður bend aðeins á einföldustu staðreyndir varðandi efnið. 

Þetta er nefnilega stóra og sennilega eina leyndin varðandi umrætt mál.  Þ.e. að lagaleg staða landsins er zero.  0. 

Að vissu leiti skiljanlegt - því margir íslendingar fást eigi til að skilja grunnstaðreyndir.  Fást eigi til þess - og kemur vel fram td. á þessum þræði og td. hve léttilega þeir kaupa hallærislegustu "skýringar" ever varðandi brotthlaup sjalla frá dómi síðasta haust.  Fjölmiðlar setja ekkert spurningarmerki við það.  Þar liggur líka meinið.  Fjölmiðlar hafa klikkað á a skýra út efnisatriði fyrir innbyggjurum.  Þvert á móti hafa þeir kynnt undir æsingnum og hysteríunni.  Nú, enda flestir í eigu sjalla og framara og umræddir flokkar hafa notað og ætla að nota málið til að koma höggi á núverandi stjórn og helst koma henni frá og setjast að völdum sjálfir.  Þetta liggur allt fyrir.

Þessvegna verður Jóhanna að segja þetta líka.

Allt mun þetta þó skýrast betur er frá líður og pólitíska moldrykið fer að setjast.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2010 kl. 14:27

14 identicon

Samingurinn örugglega "glæsileg niðurstaða" fyrir Breta og þvi ekki nema von að Darling sé glaður og vilji fyrir alla muni ekki að hann verði felldur. Okkur Íslendingum vantar sárlega einhvern til að tala máli okkar í fjölmiðlum. Af hverju eru ekki Jóhanna eða Steingrímur búin að birtast í þessum ham í breskum og hollenskum fjölmiðlum?  Af hverju veit enginn neitt um hlið Íslendinga? 

Soffía (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 15:26

15 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er mjög merkilegt sem kemur fram hjá Ómari. Íslenzkur almenningur er ábyrgur vegna þess að einhverjir í Evrópu eru sammála um það. Lagaleg ábyrgð verður hvorki meiri né minni við það að fleiri eða færri haldi eitthvað, jafnvel þótt viðkomandi séu ráðherrar. Eftir sem áður er slíkt einber Egilsstaðasamþykkt. Ríkisábyrgð á Íslandi verður ekki til nema með lögum. Er það þannig að samhliða lögleiðingu tryggingasjóðsins á sínum tíma hefði átt að fylgja ríkisábyrgðarpakki sem stjórnvöldum hafi láðst að lögleiða? Orsakasamhengið hefur aldrei verið skýrt frá hendi þeirra sem styðja stefnu núverandi ríkisstjórnar og Darling er þar engin undantekning.

Skúli Víkingsson, 4.1.2010 kl. 16:29

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Íslenzkur almenningur er ábyrgur vegna þess að einhverjir í Evrópu eru sammála um það"

Duh - eh lítum á efni máls.  Hvð var sagt ?  Jú, þetta:

"Sumir - þó nokkuð margir - íslendingar, vilja einfaldlega ekki skilja skaðabótaábyrgð Ríkja samkvæmt Evrópulögum og reglugerðum - og vel að merkja, Ísland hefur líka undirgengist  umræddar reglur."

Þ.e. umtöluð Evrópulög og reglugerðir er þetta efni varða,  eru beisiklí hluti af íslenskum lögum  - og er skaðabótaábyrgð ísl. Ríkisins vegna brota á EES samningum löngu viðurkennd að íslenskum dómsstólum. 

Svo er nú það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2010 kl. 16:47

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Soffía ég er ekki viss um að Bretum finnist þetta góður samningur. Held að þeir hefðu í eðlilegur árferði farið fram á að við borguðum allar innistæður en eins og staðan er í dag lenda um 600 milljarðar á Hollandi og Bretlandi. Og innistæður fyrirtækja og sveitarfélaga á Icesave eru alveg töpuð.

Fólk gleymir oft að Bretar og Hollendingar borðu um helming af öllum innistæðum á Icesave. þ.e. þeir borga um 650 milljarða og svo 700 milljarða fyrir okkur sem við samþykktum að greiða þeim til baka. 

En Soffía og fleiri geta lamið hausnum við steinin eins og meirihluti bloggara og talað um betri kjör og annað kjaftæði. Þið eruð ekki að æsa ykkur yfir að Norðurlöndin lána okkur á 6,7% vöxtum til tiú ára. Og ekki yfir kúluláninu sem við þurfum að borga á næsta ára um 240 milljarða sem var tekið til að bjarga ástarbréfum Seðlabankans.. Fólk kýs að horfa bara á Icesave. Sem verður kannsi um 180 milljarðar sem þarf að borga eftir 6 ár og við höfum leyfi til að lækka greiðslubyrgði okkar eftir þörfum með því að lengja í láninu nær eins og við viljum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.1.2010 kl. 17:23

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Rekkinn hér að ofan þetta er leiðindar brandari. Svona hótanir eru merki um röklausa menn.  Annars ættu þið andstæðingar þess að ganga frá þessu máli hvað þið eruð að kosta ísland og framtíðarhagsmuni okkar. Ef við njótum ekki lánatrausts vegna þess að þjóðin telur sig þess umkomin að neita að borga tjón sem var valdið hjá einstaklingum í öðrum löndum með okkar leyfi, þá verður hér engin fjáfesting næstu árin frá útlöndum og ekki innanlands þar sem enginn lánar í umhverfi þar sem fólk telur sig geta neitað svona með öllu.

Annars ætlum við að borga. Við ákváðum það endanlega 28 ágúst.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.1.2010 kl. 17:28

19 identicon

Ég vil að innistæðueigendum, erlendum sem innlendum, verði boðin sama lausn og íslenskum almenningi með bíla- og húsnæðislán:

Tapa öllu sínu og byrja aftur.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:47

20 identicon

Sammála Theodór.  Magnús, þú kýst Sigmund næst. 

ÞJ (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:54

21 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að innstæðueigendum hér voru tryggðar allar innstæður sínar. En ég vona að þeir sem skulda Landsbankanum erlendis verði rukkaðir upp í topp því þá fáum við meira upp í Icesave.Þannig að ég vill síður að það sé farið að bjóða erlendum skuldurum erlendis afskriftir eins og innlendir aðilar eru búnir að fá. Enda er þetta ekki sambærilegt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.1.2010 kl. 18:03

22 Smámynd: Fannar frá Rifi

Einu sinni voru allir sammála um að gyðingar báru ábyrgð á öllum hörmungum í evrópu. almenningur, höfðingjar og kaupmenn.

í dag eru allir sammála um að íslendingar beri ábyrgð á gölluðum lögum frá evrópu. alm. etc. etc.  

einu sinni voru líka allir sammála um að jörðin væri flöt. 

að sólin snérist í kringum jörðina.

þetta eru engin rök. eða í besta falli rök handrukkarans sem ræðst inn á heimili foreldra einhvers ógæfusams drengs og hótar þar öllum illum. skipar foreldrunum að borga skuldirnar sonar þeirra. þau beri ábyrgð á þeim gagnvart honum og skuli borga allt með vöxtum annars bori hann í hnéskeljarnar á þeim. er það réttlátt? 

Fannar frá Rifi, 4.1.2010 kl. 18:11

23 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Magnús það er STÓR munur á milli óumdeildra skulda Seðlabankans og afar umdeildrar skuldar sem kallast Icesave.

Fyrir utan það að Icesave þarf að greiðast í erlendum gjaldeyri sem verður það sem gerir málið verra og það mun verra.

Carl Jóhann Granz, 4.1.2010 kl. 18:47

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að sumu leiti er ekki svo mikill munur á umræddum skuldum.  þ.e. Gjaldþroti Seðlabanka vegna herfilegra mistaka í veðtöku með stórkostlegum kostnaði fyrir almenning og tilheyrandi skattahækkunum - og lágmarksbótum til erlendra  innstæðueigenda sem ísl. banki lokkaði  fólk erlendis til að leggja inn aurinn sinn hjá - eða öllu heldur pundið eða evruna.

Helsti munurnn er hve síðarnefnda dæmið er óskaplega ljótt á að sjá.  Ægilega ljótt.  Bæði lagalega staðan sem er zero eins og skýrt hefur verið út hér að ofan og siðferðislega hliðin.  Nálgast alkul á siðferðisskalanum.

En fyrrnefnda dæmið helgast af ví að ekkert ríki getur verið á seðlabanka og þessvegna yfirtók ríkið skuldir Seðlabankans að hluta til vegna stjórnunarmistaka þar á bæ - og almenningur borgar.

Oft leita menn langt yfir skammt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2010 kl. 20:36

25 identicon

Afhverju eru menn alltaf að tala um að íslendingar ætli ekki að greiða Bretum og Hollendingum tilbaka, þetta er argasta rugl og þvæla. Við ætlum að greiða þessar skuldbindingar tilbaka og Alþingi hefur sett lög um ríkisábyrgð á innstæðutryggingasjóð reyndar með fyrirvörum. En megin stefnan hefur verið mörkuð og hún er að íslenskir skattgreiðendur hafa tekið ábyrgð á vafsömum gerninum landsbankamanna. Fúlt en þannig er það bara. Þessi nýja lagasetning ber þess vitni að samningatækni Samfylkingarmanna og VG lið er algerlega úti á túni. Alger aulagangur að láta gera sig afturreka með alla fyrirvara og aumt rassgat.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 03:46

26 Smámynd: Landfari

Ómar Bjarki, ef þessi ríkisábyrgð væri svona augljós og borðleggjandi af hverju er þa verð að leita eftir samþykki alþingis fyrir henni núna. Þú segir að alþingi hafi þegar samþykkt ríkisábyrgð á þessu með öðrum evrópusamþykktum.

Þú hlýtur að sjá að það fær ekki staðist, jafnvel þó þú kunnir ekki að telja lögfræðinga :)

Það er ekki heimilt samkvæmt evrópusamþykktum að veita einstaka einkafyrirtækjum ríkisábyrgð, eftir því sem mér skilst því það sé flokkað sem mismunun á markaði. Erledir bankar starfa ekki með ríkisábyrgð, hvorki fyrir né eftir endurbæturnar sem gerðar voru á innistæðutryggingum í þessum evrópureglugerðum.

Bankarnir voru einkafyrirtæki og þú getur eflaust fundið fullt af erlendum aðilum sem telja sig svikna í viðskiptum við íslensk fyrirtæki sem hafa farið á hausinn. Ekkert sem segir að íslenskir skattgreiðendur eigi að bæta það tjón.

Landfari, 5.1.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband