Leita í fréttum mbl.is

Þetta kom mér virkilega á óvart

Ég hafði ekki hugsað út í þetta. En Bjarni Ben telur að Forsetinn eigi ekki að taka fram fyrir hendur Alþingis:

 

bjarniben.jpgBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forseti Íslands eigi ekki að taka fram fyrir hendur Alþingis í málum sem þingið hefur leitt til lykta. Það gildi um Icesave-málið sem önnur mál.

Bjarni sagði að afstaða sín væri hin sama og áður hvað synjunarvald forsetans varðaði. Hann hefði verið andvígur synjun fjölmiðlalaganna árið 2004. Vandinn væri sá að forsetinn hefði sjálfur áritað eldri Icesave-lögin í sumarlok með skýrum fyrirvörum og skapað sér þann vanda sem hann væri nú í.

 Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

www.eyjan.is

Þá eru formenn 3 stærstu flokkana sem hafa c.a. 48 þingmenn á bakvið sig sem eru á því að forsetinn eigi að skrifa undir lögin.


mbl.is Stjórnin hefur ekki leyfi til að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta segir allt sem segja þarf!

Gísli Ingvarsson, 4.1.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

líklega rétt

Jón Snæbjörnsson, 4.1.2010 kl. 14:19

3 identicon

Forsetinn er búinn að meta það svo að hann hafi þetta vald og fyrst hann gat synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar í þágu nokkurra auðmanna, þá getur hann gert það aftur núna í þágu þjóðarinnar. Ekki síst þegar hann skrifaðu með semingi undir fyrri Icesave lögin með semingi, en í trausti þess að fyrirvararnir væru góðir.

En hann er víst ekki forseti allra, kallinn og skrifar líklega undir fyrir vinstri vini sína! Þessi gjá, þó hún sé bæði dýpri og breiðari en hin fyrri, þá er hún í boði vinstri flokkanna, bólstruð og fín alla leiðina til Brussel! Svoleiðis gjá er honum þóknanleg!

Ófeigur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 14:24

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er Sigmundur Davíð virkilega kominn út í kuldann, grey strákurinn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.1.2010 kl. 18:05

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað með það,greinilegt að koma tímar koma ráð öllum til handa,eins og dæmin sanna.

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2010 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband