Leita í fréttum mbl.is

Er það skrítið þó að þeir misskilji málið!

Ef að fjölmiðlar hafa fylgst með málflutningi stjórnarandstöðunnar hér þá hefur hún sennilega komið mörg hundruðum sinnu í ræðustól Alþingis og sagt að við eigum ekki að borga. Svo hafa þeir hvíslað svona þegar fáir eru að taka eftir að auðvita ættum við að borga. Og eðlilegt að útlendir fjölmiðlar misskilji þetta þegar stórhluti þjóðarinnar hélt að hann væri að skrifa undir undirskriftalista InDefence um að hafna því að borga Icesave.

 


mbl.is Telur útlenda fjölmiðla misskilja málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það liggja fyrir beinar yfirlýsingar frá þingmönnum: Þórhallur Þór Höskuldsson, Noregsfari og fimmtánmínútnaformaður Framsóknar sagði á mbl.5. júlí s.l. „Eins og ég hef vikið að fæ ég ekki á nokkurn hátt séð að Íslendingum beri lagaleg, hvað þá siðferðileg, skylda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar að kröfu Breta og Hollendinga.“

Og fræg eru ummæli Davíðs Oddssonar úr Kastljósi: við borgum ekki skuldir óreiðumanna.

Hvað á heimurinn að halda?

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 15:19

2 identicon

Þetta eru í besta falli útúrsnúningar hjá þér.

Alþingi var þegar búið að samþykkja (og forsetinn staðfesta) lög um ríkisábyrgð á Icesave. 

Það hefur verið afstaða flestra að skipta ætti Icesave byrðunum á sanngjarnan máta milli skattgreiðenda þessara þjóða. Styrrinn hefur staðið um hvað væri sanngjarnt í því efni. 

Meirihluti þjóðarinnar er ekki á því að sá samningur sem liggur að baki lögunum frá 30. desember endurspegli sanngjarna niðurstöðu gagnvart okkur Íslendingum og vildi því að forsetinn synjaði lögunum um staðfestingu.

Það hlýtur svo að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar, ekki stjórnarandstöðu á Alþingi, að halda uppi málsvörnum og málstað Íslendinga erlendis. Til þess er jú embætti utanríkisráðherra. Það veigamikla embætti hefur nefnilega (þegar öllu er á botn hvolft) engan annan tilverugrundvöll en að verja hagsmunu þjóðarinnar erlendis.

Kristinn (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:43

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kjaftæði Kristinn. Ég hef hlustað á Alþingi frá því í sumar og ég get ábyrgst að ef ég nenni geti ég komið með tilvitnanir í 30 til 50% þingmanna um að við eigum ekkert að borga. Sbr. flesta þingmenn Framsóknar, Hreyfingarinnar, Sjálfstæðismanna og Lilju Mósesdóttur, Ögmund og einhverja fleiri. Þeir hafa sagt að okkur beri ekkert að borga og hafa leynt og ljóst unnið að því að fá samninginn feldan.  

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.1.2010 kl. 15:56

4 identicon

Sæll Magnús

Þetta er rangt hjá þér. Þú fullyrðir bara út í loftið. Komdu nú með 20-30 komment frá 20-30 þingmönnum sem sanna þitt mál. Annars ertu bara sami ómerkingurinn og þú hefur sýnt hingað til. Nánast allir hafa viljað standa við lögin sem sett voru í sept. Getur þú komið með 10 þingmenn? Held ekki.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:03

5 Smámynd: Sigurður Yngvi Sveinsson

Skrifuðu ekki allir þingmenn undir samning í sumar, um að greiða, þó með þeim fyrirvara að íslandi bæri engin lagaleg skylda til þess ?

Auk þess er aumt að halda því fram að fólk sé upp til hópa svo illa gefið að það hafi ekki skilið hvað það var að kvitta undir hjá Indefence

Sigurður Yngvi Sveinsson, 6.1.2010 kl. 16:08

6 identicon

Ekki skrítið að allir misskilji málið þegar ríkisstjórnin var sofandi þegar ólafur ragnar tilkynnti sinn úrskurð og gátu þó niðurstöðurnar aðeins farið á tvo vegu en nei nei, þessir vesalingar sem þú dásamar í hverri viku hafa ekki nennt að sinna erlendri umfjöllun að neinu viti, þetta staðfesta allir og svo vitum við nátturulega að flugfreyjan getur ekki tjáð sig á erlendu tungumáli og varla á því íslenska heldur.

Andri (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:37

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það þýðir lítið að togast á um orðalag og þess háttar.

Staðreyndin er þessi að mínu áliti. Stjórnarandstaðan hefur með óheftum hætti rætt um ósanngirni þess að greiða þessar skuldir og á þeim málflutningi hefur frekar en hitt mátt skilja það svo að við ætluðum ekki að borga ICESAVE.

Það eru líka margir hér heima sem trúa því að við séum að fara að kjósa um það hvort við greiðum ICESAVE eða ekki. Þetta er að koma betur og betur í ljós núna eftir að þeir sem fagna ákvörðun forsetans tjá sig gegn okkur "föðurlandssvikurunum"

Erlendir fjölmiðlar taka þessum fréttum eins og von er og telja að við séum að neita að borga. Þá er ég að tala um forsetann og þjóðina. Ríkisstjórnin reynir af alefli að leiðrétta þann fréttaflutning,en á það ber að líta að nú geisar hér nýr eldsvoði og það er óhægt um vik að gera annað á meðan að reynt er að slökkva bálið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 16:37

8 identicon

Svo því sé haldið til haga þá sátu Framsóknarmenn hjá í atkvæðagreiðslu um fyrirvarana 28. ágúst sl. Þeir greiddu síðan atkvæði GEGN frumvarpinu í heild, ásamt tveim þingmönnum Sjálfstæðisflokks, tveim þingmönnum Hreyfingarinnar og Þráni Bertelssyni.

Þetta var öll hrifning stjórnarandstöðunnar á fyrirvörunum sem nú eru taldir ófrávíkjanlegir.

Hins vegar finnst mér óþarfi að fara á taugum. Við erum óheppin með stjórnmálamenn. Verkefnið nú er samt sem áður að reyna að halda sjó, bjarga því sem bjargað verður, reyna að stilla til friðar milli stjórnarandstöðu og ríkisstjórnar og finna leið til lausnar, sem getur haldist. Líf þessarar ríkisstjórnar er minna virði en þjóðarhagur.

Dagar uppgjörs koma síðar.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 17:50

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sveinbjörn ég skal byrja ég veit ekki hvað ég endist í þessu

Ögmundur:

9) Það er staðreynd að margir telja á hinn bóginn að Íslendingar verði að taka þann kost að hafna samningnum þrátt fyrir erfiðleika sem því kunni að fylgja. Betra sé að taka skell núna en láta lánadrottna okkar komast upp með að hlaða á okkur ólögmætum og ranglátum byrðum.

Sigmundur Davíð

"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einn þeirra sem boðið hafa sig fram í formannsembætti í Framsóknarflokknum, birtir á bloggsíðu sinni upplýsingar sem hann segir staðfesta þá túlkun íslenskra og breskra lögmanna, á tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar, að íslenska innistæðutryggingasjóðnum, og þar með íslenska ríkinu, beri ekki að ábyrgjast Icesave-skuldbindingar Landsbankans."

Um Höskuld þar nú ekki að vitna neitt því hann hefur marg oft sagt þetta

Birgitta, Margrét og Þór Saari hafa sagt að við ættum ekkert að borga

Eins má nefna Vigdísi Hauksdóttur, Unnur Brá, Ragnheiði, Pétur Blöndal Lilju Mósesdóttur og fleiri

Nenni ekki að rifja þetta upp en þeir eru örugglega miklu fleiri. Þannig að þeir sem hafa ekki fylgst regluleg gætu vel haldið að hér vildi fólk ekki borga.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.1.2010 kl. 18:05

10 identicon

Sæll Magnús

Þú ert að tala um tvo mismunandi hluti. Annarsvegar að standa við 21.000 evrur sem að tryggingin hljóðar upp á og hins vegar þær tryggingar sem Holland og UK að ákváðu að hækka seinna. Þannig að þu ert marklaus. Því miður.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 19:02

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Æi þú kýst að misskilja mig. Við erum bara að borga innstæðutrygginar það hefur ekkert annað legið fyrir síðan í október 2008. En bæði framsókn og hreyfingin og fleiri hafa haldið því fram að við eigum ekkert að borga. Ég er ekki að ljúga þessu. Sorry.  Það hljóta allir að vita að við borgum bara sem svarar 20.880 evrur af innistæðum á hverju reikning. Það var samið um það strax. Bretar og Hollendingar borguðu það sem var greitt umfram það. Og það var svipuð upphæð og við greiðum. Heildr upphæðin var um 1300 milljarðar við borgum um 700 milljarða og þeir 650 milljarða.

En á Alþingi hafa menn haldið því fram að í ljósi þess að hér varð kerfishrun eigum við ekkert að borga! Og það hafa margir þingmenn sagt. En síðan hafa aðrir bent á að hér er bara einn banki sem þurfti að treysta á innistæðutrygginar. Þe. Landsbankinn. Síðan er bent á að allar innistæðu hér eru tryggðar í Íslenskum bönkum og á EES svæði er óheimilst að gera upp á milli innistæðueigenda eftir þjóðerni eða búsetu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.1.2010 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband