Leita í fréttum mbl.is

Enda hafa flestir sem fylgja því að Evran sé tekin upp hér rætt um að ganga í ESB

Þetta hefur nú legið fyrir lengi. Reyndar er þetta ekki opinber stefna ESB heldur skoðun stjórnanda. Það var reyndar einhver sem sagði að í raun geti enginn bannað okkur það í sjálfusér. EN ég er fylgjandi því að aðildarviðræður séu hafnar hið fyrsta þar sem kannaðir verði hvað af okkar óskum fáist í samningum. Ef að niðurstaðan verður þannig að við getum ekki sætt okkur við stöðu okkar við inngöngu þá gerum við það ekki. Þá væri kannski næst á dagskránni að sækja um að verða nýtt fylki í USA!?!?.

Og þegar menn eru að deila á Ingibjörgu fyrir ummæli hennar í gær þá gleyma menn að hún sagði líka að við ættum að sækja um aðild að ESB um leið og hún sagði að krónan væri ónýt.

Fyrst að lönd eins og Grikkland og fleiri gátu uppfyllt skilyrði fyrir inngöngu í Myntbandalag Evrópu þá getum við það.

Frétt af mbl.is

  ESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu
Innlent | mbl.is | 10.1.2007 | 18:29
 Amelia Torres, talsmaður Evrópusambandsins (ESB) í efnahagsmálum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að evran væri órjúfanlegur hluti af ESB og ríki geti aðeins tekið upp evruna með því að ganga í sambandið fyrst. Að auki þurfi hagkerfi ríkjanna að uppfylla ströng skilyrði til að fá að ganga í Myntbandalag Evrópu, EMU.


mbl.is ESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband