Leita í fréttum mbl.is

Ísland er ekki land sem þolir fúsk í húsbyggingum

Ég hefði haldið að það væri nokkuð ljóst og hafi verið í heiðri haft hingað til að hér á landi þarf að tornado_103mvanda til húsbygginga. Meira að segja að tel ég að því þurfi að fylgja vel eftir. Nú er farið að heyrast mikið af sögum um skakka veggi, lausa klæðningu á nýjum húsum, leka glugga, lélegar hurðir, galla í hönnun húsa þannig að hurðir eru stórhættulegar fólki sem þarf að ganga þar um. Og svona gæti ég talið lengi.

Þegar svona er komið fer maður að huga að styrk húsa. En á það reynir ekki fyrr en við jarðskjálfta eða aðrar náttúruhamfarir. Er verið að fúska við það? Hverning er t.d. farið með úttektir á járnabindingu, burðarþolsútreikninga og hvað þetta allt heitir sem verkfræðingar hljóta að vinna á teikningum svona stórra hús.?Getur fólk í svona stórum húsum verið rólegt yfir þessu? Ég veit ekki en eftirfarandi er ekki traustvekjandi:

www.ruv.is

Of mikið flan í byggingarframkvæmdum

Jón Gunnar Gíslason, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Framkvæmdar, segir að kröfur um hraða séu orðnar svo miklar að menn geti ekki ástundað góð vinnubrögð við húsbyggingar. Framkvæmdasýsla ríkisins og framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar gangi í fararbroddi í kröfum um mikinn hraða.

Verktakar sem fréttastofa Útvarps hefur rætt við í dag eru ekki á einu máli um að vinnubrögð séu ekki eins og best verður á kosið. Sumir segja að vinnubrögðin og frágangur nýbygginga sé ekki verri nú en þau hafi alltaf verið. Aðrir taka undir með Jóni Gunnari. Meðal þess sem menn hafa nefnt er að veggir séu málaðir eða parketlagt á gólf, meðan enn sé mikill raki í steypu. Það geti skemmt bæði málningu og gólfefni. Staða mála sé þó betri en í mestu þenslunni á húsbyggingamarkaði í fyrra.

Og þetta líka:

Steypugallar vegna flýtis

Steypa þarf tíma til að þorna
Guðni Jónsson, verkfræðingur hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, segir algengt að menn slái steypumót frá við nýbyggingar áður en steypan nái lágmarksstyrk. Þá sé hætt við að steypan springi.

Margar íbúðablokkir hafa verið reistar á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og mörg hús eru nú í byggingu. Guðni segir algengt að menn slái steypumótin af of snemma. Jafnvel sé slegið frá daginn eftir steypu.

Guðni segir að steypa þurfi að ná tilteknum lágmarksstyrk fyrst annars sé hætta á að hún springi. Séu mótin höfð á í 2 og upp í 4 daga hafi steypan náð mun meiri styrk og mun minni líkur á að hún skemmist. Þetta sé sérlega slæmt þegar menn steypa útveggi. Þeir verði að þola veðrun.

Formaður Húseigendafélagsins sagði í fréttum Útvarpsins í vikunni að mun fleiri kvartanir bærust félaginu nú en áður vegna frágangs á nýju íbúðarhúsnæði. Menn vönduðu sig ekki nóg og hann kenndi einkum um framkvæmdahraða. Menn kasti til höndunum við nýbyggingar. Tilefnið er umfjöllun um frágang íbúðablokka í 101 Skuggahverfi í Reykjavík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband