Leita í fréttum mbl.is

Kostnaður okkar af icesave ófrágengnu!

Hef nú mitt í öllum þessu spádómum sem nú eru í gangi verið að velta fyrir mér kostnaði okkar við að hafa Icesave ófrágengið. Svona upp á grínið setti ég upp þessa punkta sem mótast á að ég veit lítið um þetta.

  • Nú er ljóst að icesave hefur með öðru valdið því að við ríki, sveitarfélög og fyrirtæki eru í raun útilokuð frá lánamörkuðum og með afleit kjör.
  • Svona ef við sláum á það gæti ég trúað að við eðlileg eða betri skilyrði í dag væri þörf fyrir lánsfé hér upp á kannski 15 til 20 milljarða á mánuði. T.d. í virkjanir, endurfjármögnun, vegaframkvæmdir og fleira.  Og skapa líka vandræði hjá þeim sem þurfa að endurfjármagna sig og þurfa því að skera niður.
  • Þetta gera þá kannski um 240 milljarða á ári sem koma ekki inn í þjóðarbúið með tilheyrandi vexti. 
  • Eins má færa að því líkur að álit og traust erlendra banka hafi hrapað enn meira niður og lengri tíma taki að vinna það til baka.
  • Þannig að ef við segjum að Icesave verði fellt í mars. Og deilur verði um þessi mál fram eftir ári þá má færa líkur á að þessar deilur kosti okkur kannski 300 til 400 milljarða alls þegar tekið er tillit til tapaðra fjarfestingakosta, vaxtakjara, vaxtar í þjóðfélaginu og atvinnuleysi.
  • Finnst fólk alveg furðulega rólegt varðandi þetta.
  • Skil ekki heldur að enginn hagfræðingur hefur ekki reynt að spá um þennan kostnað.
Eins er rétt að skoða þau rök sem fólk heldur í að við þurfum ekki að borga þar sem hér varð kerfishrun banka. En ef við skoðum það þá var það aðeins einn banki þar sem reyndi á innistæðutryggingarsjóð. En það var Landsbankinn. Kaupþing og Glitnir áttu fyrir innistæðum. Og því var það bara Landsbankinn sem gat ekki borgað innistæður sínar.
mbl.is Bretar beita sér ekki gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ Magnús, hættu nú alveg.

Sigurdur Sigurdsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 18:03

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég sagði að þetta væri til gamans. En af hverju er þetta eitthvað vitlausara en aðrar spár sem hafa verið í gangi hér?

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.1.2010 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband