Leita í fréttum mbl.is

Þetta minnir mig á Palestínu og Ísrael

Þessi hótun Bush er alveg stórkostleg. Hverning eiga Írakar að stöðva þetta? Heldur Bush að þessir hriðjuverkamenn gangi með skilti þar sem stendur ég er hryðjuverkamaður? Þetta er eins og Ísrael notar gegn Palestínumönnum. Þe. að þeir semji ekkert við þá nema að þeir komi í veg fyrir allar árásir. Til þess að finna alla hryðjuverkamenn þyrfti væntanlega í Írak leyniþjónustu upp á marga tugi þúsunda. Landið er stórt og fólkið margt. Helda að þess verði langt að bíða að það takist.

Málið er þegar USA og co réðust inn í Írak þá var það vitað fyrirfram að þeir mundu setja af stað ríg og illdeilur milli ólíkra hópa. Og með því að taka á þeim með hörku eftir innrás þá verða þeir enn forhertari.

Ég held að það væri réttara að horfa til Norður Írlands og hvernig að líkur á langvarandi frið var komið á með því draga úr hörku og fara að horfa til samningaviðræðna.

Ég held að þetta sé reyndar trix hjá Bush. Þ.e. fjölga hermönnum og lýsa því svo yfir að Írakar sé ekki að standa sig og fara þá með herinn.

Frétt af mbl.is

  Bush varar Íraka við að þeir kunni að missa stuðning Bandaríkjamanna
Erlent | AP | 10.1.2007 | 23:53
George W. Bush. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, segir í ræðu, sem hann mun flytja í nótt, að írösk stjórnvöld eigi á hættu að missa stuðning bandarísku þjóðarinnar ef þeim tekst ekki að stöðva ofbeldið í landinu. Þá sagði Bush, að ef dregið yrði úr hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna í Írak nú sé hætta á að stjórnkerfið þar hrynji og átökin dragist enn ferkar á langinn.


mbl.is Bush varar Íraka við að þeir kunni að missa stuðning Bandaríkjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband