Leita í fréttum mbl.is

Er það svona sem menn leita sátta og samvinnu?

Segir forsætisráðherra hafa sett Íslandsmet í afneitun

 

Bjarni segir að það sé búið að vera átakanlegt að fylgjast með afneitun ríkisstjórnarinnar í þessu máli og að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi sett Íslandsmet í afneitun á Alþingi í gær þegar fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla varð að lögum. 

Ríkisstjórnin getur ekki varpað ábyrgðinni af Icesave frá sér. Hún á samninginn með húð og hári, sagði Bjarni. 

Verst voru þau skilaboð sem ríkisstjórnin sendi frá sér daginn sem forsetinn skrifaði ekki undir, að sögn Bjarna. Hún hafi sent þau skilaboð út í alþjóðasamfélagið að endurreisnaráætlun ríkisstjórnarinnar væri í hættu.

Bjarni var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar á fundinum, sagði að hún hafi kosið að fara í stríð við forseta Íslands. Halda þau að það sé verið að vinna þjóðinni gagn með þessari framkomu, sagði Bjarni.

Og svo þetta

Ríkisstjórnin hefur, að sögn Bjarna, brugðist í að halda málstað íslensku þjóðarinnar á lofti. Fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa sýnt að þeir hafa skilning á stöðu Íslands og málstaður Íslands víða tekinn. Það að Hollendingar og Bretar hafi beitt Íslendinga kúgunum. Fræðimenn og prófessorar hafa tekið málstað Íslands.

Hann gleymir því að við veljum nú úr þau álit erlendra manna sem við viljum heyra. Í þættum "Í vikulokin" sem var í dag á rás 1 var m.a sérfræðingur í samningatækni sem hafði búið í Hollandi og Bretlandi og hann sagði að mikill þrýstingur væri þar að innheimta þessi lán að fullu. Og það væri almenna skoðunin.

Við kjósum hinsvegar að vitna dálkahöfunda þar eins og þeir tali fyrir hönd Breta eða Hollendinga í heild.

Finnst þetta nú ekki klókt hjá manni sem er nú að tala fyrir öðrum vinnubrögðum og samvinnu milli fylkinga. Eins bendi ég á fyrstu ræðu hans í gær um Þjóðaratkvæðagreiðslulögin. Þar byrjar hann með sömu djöfulslátunum.

Og Bjarni og Sigmundur leiða umræður um að það sé ekkert mál að fá betri kjör og betri samninga og við eigum bara ekki borga neitt. Þeir segja samt ekkert hvernig raunverulega eigi að ná því. Nú er talað um sáttasemjara. En þeir gleyma alveg að segja okkur hvernig sáttasemjari kemur að máli þegar að Þjóðir eru búnar að semja og beðið er eftir þjóðaatkvæðagreiðslu um hann. Bretar og Hollendingar þurfa ekkert að flýta sér. Þau eru með samning sem er orðin að lögum hér og verður það þar til búið er að greiða atkvæði. Eftir það geta þeir bara hafið innheimtuaðgerðir. Hægt og rólega eða með látum. Meir að segja lögfræðingur sem var að skrifa grein okkur til varnar og Indefence leitaði til segir að hann telji að um 60% líkur séu á að þeir vinni málið.

En væri ekki rétt að láta af svona yfirlýsingum ef menn vilja koma sér saman um að reyna að fá samningum breytt? Kristján Júlíusson var í þættinum "Í vikulokin" og þar talaði þingmaður sem var virkilega tilbúin að koma upp úr skotgröfunum og efna til samræðna og samvinnu um þetta mál. Verð að segja að hann væri líklegri til að ná árangri fyrir sjálfstæðismenn en Bjarni. Hann talar af yfirvegun og tilbúinn að skoða mál frá fleiri hliðum án þess að víkja frá meginstefnu Sjáflstæðisflokksins.  Alls ekki sammála Kristjáni en þar talar maður sem maður hlustar á  án þess að fara í baklás.

Það væri gott að einhver benti Bjarna á  þessa grein hans Gylfa Ásbjörnssonar þar sem að hann segir frá því að:

Það hefur m.a. farið lítið fyrir því í umræðunni undanfarið að í raun krafðist AGS og Norðurlöndin að Bretar og Hollendingar lánuðu okkur fyrir þessum skuldbindingum okkar svo tryggt væri að lánafyrirgreiðsla þeirra til okkar nýtist til þess að reisa efnahagskerfið okkar við á ný. Þeir hafa sagt að náist ekki viðunandi lausn á því geti þeir ekki lánað okkur umrædd lán því hætta væri á að þau færu ekki til að fjármagna endurreisn efnahags- og atvinnulífs, heldur til að endurgreiða Bretum og Hollendingum skuldbindingar okkar vegna innistæðutrygginganna!
http://pressan.is/pressupennar/Lesa_Gylfa_Arnbjornsson/um-hvad-snyst-malid-um-hvad-mun-thjodin-kjosa

Og það var hans flokkur sem gekk í að framkvæma þetta í október og nóvember 2008. Þ.e. að viðurkenna að við ætluðum að greiða innistæðutrygginar sem og þyggja lán fyrir þessum skuldum sem Bretar og Hollendingar voru beittir þrýsing til að veita.


mbl.is Hvað segja sérfræðingarnir um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fín samantekt. Hef lítið séð um það í blöðum t.d. að Bretar og Hollendingar hafi verið beðnir af AGS og fleirum að lána okkur....líklega með fullvissu um að við myndum borga til baka. Ótrúlegt hvað fólk tekur mark á Bjarna og Sigmundi og Birgitta fær gleði tár ef eitthvað kemur frá dálkahöfundum erlendis t.d um að við eigum ekki að borga´...hún vill væntanlega ekki lesa það sem kemur frá erlendum stjórnmálamönnum....það fer ekki saman við borgum ekki greinar sumra dálkahöfunda. Mikil von var bundin við Borgarahreyfinguna nú hreyfinguna en nú er þessi hópur bara flugdrekahali Sjallana.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Langflest þenkjandi fólk sér í gegnum brellur þeirra Bjarna og Sigmundar Davíðs.  Og þegar maður greinir kjarnann frá hisminu kemur í ljós að allt sem þeir gera, gera þeir til að afla vinsælda fyrir sjálfa sig og flokka sína. 

Hagsmunir þjóðarinnar skipta ekki nokkru einasta máli.   

Anna Einarsdóttir, 9.1.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband