Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar vangaveltur varðandi Icesave. Svör óskast!

Svona í framhaldi af þessu viðtölum þá væri kannski rétt að spyrja nokkra spurninga svona almennt hér á blogginu:

  • Hvaða upplýsingar hafa menn um að lánakjör okkar séu svo slæm sem fólk hefur sagt? Eftir hverjum eru þau höfð? Og hverjir segja að við eigum möguleika á betri kjörum?

Í fréttablaðinu segir í dag

Í umfjöllun Gauta B. Eggertssonar um lán vegna Icesave á vef hans er bent á að vextir sem ríkjum Evrópu og Bandaríkjunum standi til boða á lánum til 10 ára séu í sögulegu lágmarki og hlaupi á 3,5 til 4,0 prósenta. Í því samhengi skipti máli að lánin til Íslands séu til 15 ára. Vextir til þessara ríkja hafi síðast í fyrra verið um eða yfir fimm prósent.

"Ef miðað er við tveggja til þriggja prósenta verðbólgu á þessum tíma eru raunvextir á Icesave í kringum þrjú til fjögur prósent. Mér sýnist það töluvert lægra en raunvextir á verðtryggðum ríkisvíxlum á Íslandi," skrifar Gauti á vef sinn.

Fjárhæðin sem Ísland þarf að endurgreiða nemur 1.329 milljónum evra til Hollands og 2.350 milljónum punda til Bretlands.

Gert er ráð fyrir ársfjórðungslegum greiðslum sem hefjist í september 2016 og ljúki í júní 2024.

Hvenær sem er á lánstímanum er hægt að fara fram á lengingu endurgreiðslutíma um sex ár, til ársins 2030, en ef lánið hefur ekki verið endurgreitt að fullu fyrir árið 2024 framlengist það sjálfkrafa til ársins 2030.

Tryggingarsjóði er svo, hvenær sem er á lánstímanum, heimilt að greiða niður lán Hollendinga og Breta í heild eða að hluta.

Og Gylfi Magnússon segir:

Vaxtakjörin sagði Gylfi að byggðu á útreikningi vaxtakjara á skuldabréfum Breta og Hollendinga til tíu ára, eða langtímavaxtakjörum þeim sem ríkjunum standa til boða, að viðbættu lágu álagi. "Þá ætti að hafa í huga að þetta eru hámarksvextir sem ríkið kann að þurfa að borga, því landið hefur á hverjum tíma rétt til að greiða upp lánið að fullu ef hagstæðari fjármögnun fengist annars staðar."

Þorvaldur Gylfason segir í Mogganum í dag:

Icesave-samningurinn getur talist nokkuð hagfelldur Íslendingum í þeim skilningi, að Bretar og Hollendingar taka samkvæmt honum á sig hálfa ábyrgðina með því að krefja Íslendinga um ca. helming þeirrar fjárhæðar, sem þurfti til að bæta 400.000 innstæðueigendum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi skaðann, sem þeir urðu fyrir, þegar Landsbankinn hrundi. Það má kallast nokkuð vel sloppið miðað við kringumstæður. Falli samningurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni, geta Bretar og Hollendingar krafist þess að fá skaðann bættan að fullu. Erlendur dómstóll þyrfti að fjalla um þá kröfu.“

  • Hvað ætti að verða til þess að Bretar og Hollendingar færu að semja við okkur áður en þjóðin samþykkir eða synjar Icesave 2?
  • Ætti einhver ekki að setjast niður og reikna út hvað við komum til með að tapa til lengri tíma með því að draga það að ganga frá þessu máli. Er ekki líklegt að sú upphæð sem þetta kostar okkur að draga þetta komi til með að kosta okkur tugi eða hundruð milljarða vegna skorast á fjárfestingum, lánamöguleikum, verri lánakjörum næstu árin?

Og þeir sem koma með athugsemdir gerið það fyrir mig að svara bara með tilvitnunum í orði Sigmundar, Bjarna eða Hreyfingarinnar.


mbl.is BBC ræðir við Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er ekki málið hjá æsseifsinnum að fara að safna fyrir Æsseif?

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 16:36

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Samkvæmt upplýsingum sem Eva Jolí gaf út eftir viðtal við reglugerðar smiðina hjá Evropusambandinu, þá ætti að taka málið upp að nýu að hennar mati, mér finnst heldur ekki sanngjart að 1 Islendingur borgi 2og hálfa miljón á meðan 1 Hollendingur borgar 8-10 þúsund krónur það finnst mér ekki góð kjör. Nú srgir Össur að ESB aðildin og Icesave séu ekki samtengd, svona hrinur hræðslu áróðurinn niður einn af öðrum, vonandi ná flokkarnir saman þver pólitikst ég held að það væri best fyrir þjóðina.Snúum saman bökum þjóð og þing og látum ekki kúga okkur.

Eyjólfur G Svavarsson, 9.1.2010 kl. 16:54

3 identicon

Góðar spurningar og væri líka mjög til í að sjá svörin við þeim. 

Stundum heyrir maður fólk vísa í að stýrivextir í Bretlandi séu 0,5% en allir sem hafa eitthvað vit á fjármálum vita að engir, ekki einu sinni ríkissjóður Bretlands, getur fengið lán á þeim kjörum.  Skv. Bloomberg þá bera bresk ríkisskuldabréf til 15 ára 5% vexti.  Breska ríkið er að taka fullt af lánum sjálft þessa dagana þ.a. hagstæðustu 15 ára lánin sem þeim standa til boða bera 5% vexti.  Verðbólga í UK er núna 1,9% og er spáð að fari vaxandi.  Sjá: http://www.bloomberg.com/markets/rates/uk.html

Ps. Rosalega hef ég sterklega á tilfinningunni að Icesave sé stærsta smörklípa íslenskra stjórnmála ever.   

ASE (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 17:19

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eyjólfur minni á að þó Eva Joly sé klár og sé að gera góða hluti þá er hún sérfræingur í að rannsaka fjárhagsbrot. Aðrir sem hafa skoað þessi mál hafa m.a bent á.

  • Þó hér hafi fleir bankar farið á hliðina þá er það aðeins Landsbankinn sem reynir á innistæðutrygginarsjóð. Það er nú lélegt trygginarkerfi sem ræður ekki við einn banka.
  • Bendi á að allar skýrslur sem hafa verið unnar um þetta innistæðutryggingarkerfi gera ráð fyrir að við kerfishrun þá komi seðlabankar og ríkisstjórnir til aðstoðar. Eins og gert hefur veirð um alla Evrópu. Hér var bara gjaldþrota Seðlabanki sem gat ekki bjargað einum hvað þá 3 bönkum eða innistæðueigendum þar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.1.2010 kl. 20:19

5 identicon

Eva Joly er virtasti rannsóknardómari Evrópu.  Í starfi þarf hún að skoða lög úr öllum áttum og lagaflokkum.  Ef einhver vafi liggur á með túlkun þeirra leitar hún til sérfróðra dómara sem þekkja þau 100%.  Í tifelli um EES lögin um ábyrgðartrygginguna, var hún í þeirri einstæðu aðstöðu til að ræða um málið við sjálf höfunda laganna.  Þeir taka af allan vafa að skilgreining tuga lagaprófessora og lögfræðinga er sú að EES lögin ætlast ekki til að íslenska þjóðin beri ábyrgð á Icesave reikningnum eða neinum umframgreiðslum sem Bretar og Hollendingar ranglega krefjast. 

Minnist ekki að hafa séð mikið aumari útúrsnúningsskýringu og hér að ofan þar sem blogghöfundur dregur hæfi rammpólitískar vinstrimanneskjunnar, Evu Joly í efa að endursegja hvað lagahöfundirnir sögðu henni.  Önnur eins þráhyggja og beturvitsskapur er sennilega vandfundinn og ólskiljanlegt að ennþá finnast einhverjir að þessari tegundinni sem lemja höfuðið við steininn, til að reyna réttlæta það að þjóðinni verður unnin sem mestur skaði.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 20:39

6 identicon

Magnús, veistu hvernig trygginga/bótasjóðir, svona almennt eru fjármagnaðir?

Veistu hvaða reglur gilda um fjármögnun á sjóðum sem eiga að tryggja greiðslur til innistæðueigeinda ef banki fer í þrot?

Veistu hvaða hlutverki tryggingasjóður fyrir innlán gegnir?

Þú ættir að prófa að gúggla deposit insurance scheme.

Toni (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 21:17

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þarf reynar ekkert að gera það. En gerði það samt og lenti inn á wikipedia. Og með því að vafra þar áfram þá sé ég að innistæðutryggingastjóður t.d. í USA fer svo langt að hann yfirtekur banka til að tryggja innistæður. Og hefur yfirtekið þá marga.

En markmiið sjóðsins má t.d. bara sjá í lögum um Innstæðutryggingarsjóð frá 1999 en þar segir í fyrstu grein

I. kafli. Markmið og skipulag.

1. gr. Markmið.

Markmið með lögum þessum er að veita innstæðueigendum í viðskiptabönkum ogsparisjóðum og viðskiptavinum fyrirtækja sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskiptimeð verðbréf lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis í samræmi viðákvæði laga þessara.

Þetta er ekki flókið. Þessi vernd eða trygging á rætur sínar í endurreisn bankana eftir kreppuna 1930 og er aðalega til að að tryggja að ekki skapist þær aðstæður að innistæðueigendur geri áhlaup á heilu bankana vegna hræðslu um að tapa fé sínu. Og þar með skapa traust.

Skoðaði líka í leiðinni að t.d. Danmörk og Austurríki eru með í sínum lögum að ríkð ábyrgist lán innistæðutrygginarsjóðs þannig að ekki er hægt að segja að þessi tilskipun EES sé um ákveðið kerfi. Enda ef maður skoðar hana segir að ríki eigi að koma upp einu eða fleiri kerfum sem tryggja innistæður upp að 20.880 evrum. Ég endurtek TRYGGJA

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.1.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband