Leita í fréttum mbl.is

Ef að Flugstoðir eiga þessa vél- Hverja voru þeir þá að flytja?

Spurningar sem vakna. Hvaða farþega voru Flugstoðir að flytja? Hafa Flugstoðir leyfi til farþegaflugs? Ef þetta voru ráðherrar, þingmenn eða starfsmenn ráðuneyta, hverjir borga þá Flugstoðum? Og þá hvað mikið?

Nú eru Flugstoðir ohf. orðið að hlutafélagi. Hef hvergi séð getið um að þeir annist farþegaflug.

Frétt af mbl.is

  Flugvél Flugstoða fór útaf flugbrautinni
Innlent | mbl.is | 11.1.2007 | 12:29
Flugvél Flugstoða fór út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugvél Flugstoða ohf. hlekktist á í flugtaki og rann útaf flugbrautinni við Öskjuhlíð klukkan 19 mínútur yfir 12. Átta manns voru borð en engan sakaði og vélin er ekki mikið löskuð. „Hún er enn á öllum fótum," sagði starfsmaður á Reykjavíkurflugvelli í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Vélin var á leið til Akureyrar á austur/vestur braut flugvallarins þegar óhappið varð. Það er nú til rannsóknar.

Af www.visir.is

"....Átta manns voru um borð en ekki fæst gefið upp hverjir það voru. "


mbl.is Flugvél Flugstoða fór útaf flugbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Hjörtur Guðjónsson

Mér finnst vangavelta þín réttmæt hvað varðar farþega vélarinnar. Áhöfnin kemur málinu kanski ekki við.

Spurnig hvort Flugstoðir í krafti OHF stimpilsins séu kanski enn frekar í dag undanþegin upplýsingaskyldu svona atriða.  Er OHF'ið kanski mögulegt tæki til að, í versta tilfelli, fela spillingu og greiðasemi stjórenda og stjórnvalda sem er á kostnað okkar skattborgara. 
En nú er ég kominn full langt í samsæriskenningum...

Hinsvegar hlýtur það að vera sanngjörn spurning til Flugstoða OHF að þeir upplýsi alemnning sem er eigandi þeirra, hvað reglur gildi um upplýsingar tengt notkun og nýtingu á tólum fyrirtækisins eins og flugvélum sem við kostum að einhverju leyti af fjárlögum og hinsvegar eigum hlutaféð í.

S. Hjörtur Guðjónsson, 11.1.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég get bara ekki séð hvað það kemur þessu máli við hverjir voru um borð.  Flugstoðir hafa heimild til þess að flytja farþegar.   Ég get fullvissað þig um það S. Hjörtur að það er örugglega ekki dýrara að flytja 8 manns fyrir ríkið með Flugstoðum en það er með Flugfélagi Íslands svo mikið er víst.

Óttarr Makuch, 11.1.2007 kl. 21:39

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það kom síðar fram að þetta voru starfsmenn Flugstoða. En nú er þetta orðið hlutafélag og fyrst að það á þessa vél ber þeim að reka hana með hagnaði. Áður hefur þessi skúfuþota verið notuð til að flytja jafnvel þingmenn og ráðherra á fundi í sínu heimahéraði. Þar sem aðrir þingmenn hafa ekki haft möguleika á. Þotan hefur í gegnum tímann verið orðuð við misnotkun. Því voru minnir mig settar reglur um notkun. Nú er svona kraft mikil þota væntanlega dýr í rekstri og því er örugglega ekkert ódýrt að nota hana. Minnir að hún hafi verið keypt til að nota við brautarprófanir, sem og að hún er notuð við hjálparstörf. Því finnst mér það áhugavert að nú hefur ríkisstjórn aðeins aðgang að þyrlum til að fara með um landið en fyrir þessa flugvél ber þeim að borga og því þarf Flugstoðir að hafa flugrekstrarleyfi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.1.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er kannski þess vegna sem forsetafrúin og hugsanlega forsetinn hafa flogið um í boði..... hum

Óttarr Makuch, 11.1.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband