Leita í fréttum mbl.is

Til umhugsunar fyrir fólk. Eru það greiðslur af Icesave sem setja okkur á hausinn?

Var að lesa bloggið hans Andra Geirs Arinbjarnasonar. Þar veltir hann fyrir sér eftirfarandi:

 Hvort er líklegar að Icesave samningurinn fari með þjóðina á hausinn eða sú staðreynd að allt er hér í stoppi vegna rifrildis um málefni sem nemur um 2.5% af landsframleiðslu.  Er virkilega skynsamlegt að setja hin 97.5% á ís mánuðum saman og fórna uppbyggingartækifærum og trausti okkar vegna Icesave?  Þurfum við ekki að setja þetta í rétt samhengi?  Góð erlend umræða hefur sín takmörk?

Allt bendir til að eignir Landsbankans dugi upp í höfuðstól lánsins þannig að það eru vextirnir sem verða íþyngjandi þar til lánið er að fullu greitt.  Í upphafi eru þetta um 950 dollara á mann á ári af landsframleiðslu upp á 37,000 dollara eða um 2.5%.

Það er sama tala og Bretar eyða í hernaðarútgjöld og þar sem við höfum ekki her og Icesave samningurinn á að bjarga okkur frá efnahagshruni passar þetta vel í bókhaldið!

Bandaríkjamenn eyða um 4.5% af þjóðartekjum í hernaðarmál til samanburðar.

Vandamálið er að þessi útgjöld skapa ekki vinnu hér á landi nema að takmörkuðu leyti og fara ekki í framleiðslu hér.  Kannski getum við reynt að fá Hollendinga og Breta til að "endurfjárfesta" hluta af þessu fjármagni í íslenskum atvinnurekstri.  

Icesve yrði þá okkar "hernaðarútgjalda" póstur í ríkisbókhaldinu.

Við þurfum að fara að hugsa um þetta mál á nýjum nótum.

Finnst að fólk ætti að velta þessu vel fyrir sér áður en það heldur því fram að greiðslunar af Icesave séu það sem kemur okkur á hausinn.

 


mbl.is Engar viðræður um nýtt Icesave-samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki viss um að fólk líti þetta þessum augum því miður,  hver kostnaðurinn verður ef við höfnum samningnum + sá kostnaður sem hefur orðið frá í sumar. Það væri fróðlegt að fá útreikning á þessu dæmi. Spurning er samt að ef kostnaðurinn yrði umtalsverður og jafnvel meiri en icesafe yrði það í umræðunni afgreitt sem hræðsluáróður, föðurlandssvik og fleira.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:13

2 identicon

Er ekki löngu kominn tími á að þið stjórnarliðar sem sjáið málið svona sjálfsagt og létt fyrir ykkur, að bjóðast til að borga lítilræðið, allan Icesave brúsann fyrir okkur hina sem sjá ekki ljósið?  Deilan leist og málið dautt.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:22

3 identicon

G2G

Og ætlar þú að verða ábyrgðarmaður ,fyrir okkur Landráðamennina, á þeim kostnaði öllum ef ekkert verður greitt og allt fer á versta veg.................líklegt.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:27

4 identicon

Hversvegna ætti ég að þurfa að gerast ábekkingur?  Þetta er ekkert mál fyrir ykkur burgeisana, og varla skotaskuld úr að ábyrgjast hvern annan, enda engin hætta á öðru en þið klárið málið.  Þas. ef eitthvert mark er á takandi?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:52

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

2.5%? Upp úr hvaða hatti er sú tala dregin? Annað: Telur þú að hægt verði að létta gjaldeyrishöftumog lækka vexti ef við samþykkjum? Að allt leysist við það? Að ástæða efnahagsástandsins sé vegna þess að við höfum ekki samþykkt þetta?  Þú átt kannski við að fleiri lán séu forsenda þess að reka óskert ríkisbáknið og að aldrei þurfi að borga af þeim?

Finnst þér ekki nóg að gert að þeir hirði landsbankann og þá 1200 milljarða sem þar liggja? Þurfum við að bæta um betur? Hvað er nóg í þínum augum?

Hefur ríkistjórnin verið bundin af þessum málarekstri svo hún getur ekki sinnt hagsmunum fólksins? Hvað um skjaldborgina um fjármagnseigendur? Nógur tími í það? Hvað um utanríkisráðherrann, sem á að gæta hagsmuna okkar útávið? Hvað hefur hann verið að gera? Hefur hann snert fingri við þessu máli eða rétt upphönd okkur til varnar, eða er honum meira um að reka í gegn Evrópusambandsaðildardrauminn, sem aldrei mun rætast?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 19:06

6 Smámynd: Reið kona

Í öllu bullinu hér á netinu, ber málflutningur Andra Geirs af. Þar fer greinilega vel gerður gáfumaður með góða jarðtengingu. Hann er kurteis og rökfastur. Eitthvað annað að sjá skrifin hans, en þeirra, sem hata allt sem tengist ríkisstjórninni. Þeir virðast ansi margir á þessum miðli. Óttalegir kjánar flestir.

Reið kona, 12.1.2010 kl. 19:10

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Magnús. Þakkir fyrir að vekja athygli mína og allra hinna á þessari góðu greiningu Andra Geirs. Hún er frábær.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 21:31

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er líka sammála þér reiða kona. Ég er líka reið og það við forsetann minn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 21:33

9 identicon

Þeir Bjarni og Sigmundur hafa hvorugur forystuhæfileika...skoðanir þeirra eru eitt í dag og annað á morgun.  Ég gæti ekki hugsað mér þá í ráðherrastól,,......

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband