Leita í fréttum mbl.is

Hörmulegar afleiðingar aftöku Saddams

Ég get bara ekki sagt neitt um þessa frétt sem ég las á www.visir.is. Nema að þetta var náttúrulega fyrirséð. Súnnitar telja að það hafi verið andstæðingar sínir sem dæmdu Saddam til dauða. En þetta er ógeðslegt. 

Vísir, 11. jan. 2007 14:40

Yfir 100 hengdir til að hefna fyrir Saddam Hussein

Yfir eitthundrað sjía múslimar hafa verið hengdir í ljósastaurum og símastaurum í Bagdad, í hefndarskyni fyrir aftöku Saddams Hussein. Hinir hengdu eru venjulegir óbreyttir borgarar, sem súnní múslimar safna saman í stóra hópa til að hengja opinberlega.

Eitt slíkt fjöldamorð var framið á Haifa stræti í Bagdad, síðastliðinn sunnudag. Í þann mund sem verslunareigendur voru að opna dyr sínar komu þrjár smárútur á mikilli ferð og stoppuðu á miðju strætinu. Út úr þeim stukku byssumenn sem drógu svo út úr rútunum fjölda fólks sem var með bundið fyrir augun.

Köðlum var kastað yfir ljósastaura og rafmagnsstaura og snörur bundnar um háls fólksins. Sumir börðust um og reyndu að flýja. Þeir voru skotnir og svo hengdir upp. Þeir sem ekki sýndu mótspyrnu voru hífðir upp á hálsinum og sprikluðu þar og spörkuðu þartil þeir köfnuðu.

Einn verslunareigendanna sagði að hann hefði talið tuttugu og þrjú lík. Hann sagði að hann sjálfur væri súnní múslimi, eins og flestir íbúar strætisins, og hann styddi því þessar hengingar

Hefði ekki verið betra að geyma karl helvítið hann Saddam í fangelsi þar til hann dræpist.


mbl.is Varað við áhrifum klofnings Íraks á olíubirgðir og heimsfriðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var löngu búinn að sjá afleiðingar innrásarinnar. Þróunin í átt til klofnings Íraks í 3 hluta er komin það langt á leið, að ekki verður aftur snúið. Lesið söguna, þá skiljið þið stöðuna í dag.

Shija múslimar í Íran vilja klofið Írak. Þeir vilja losna við öflugt nágrannaríki sem gæti ógnað þeim.  Ekki er langt síðan Írak og Íran háðu blóðugt stríð. Íranir vilja hliðhollt Shíjaríki í suðurhluta Írak. Sunnítar vilja sjálfsstjórn í miðhlutanum. Og kúrdar sjá fram að fá loksins sjálfstætt ríki í norðurhlutanum. Sem stendur halda þeir að sér höndunum. En þeir munu ekki linna látunum fyrr þeir fá sjálfstætt ríki.

Þetta er þróun sem verður ekki aftur snúið.

Ég spái styrjöld á milli USA og Iran innan við ár. Ekki að ástæðulausu að þeir eru að fjölga í herliði sínu, þótt öll rök segi að það hafi enga þýðingu. USA og Ísraelar ætla að koma í veg fyrir að Íranir nái sér í kjarnorkusprengju.

Guð hjálpi vesturlöndum ef Íranir fá kjarnaorkusprengju!!!

Arnar (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband