Leita í fréttum mbl.is

Jæja gott fólk ný lausn í burðarliðnum!

Var að lesa eftirfarandi á ruv.is

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist bjartsýn á að draga megi Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu til að semja upp á nýtt um Icesave. Málið skýrist á allra næstu dögum. Þau Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon, hafa ítrekað rætt í síma við starfsbræður sína í Bretlandi, Hollandi og á Norðurlöndunum síðustu daga.

Þau hittu foringja stjórnarandstöðunnar í stjórnarráðinu fyrr í kvöld og þar var lögð fram áætlun um hvernig megi leysa þann hnút sem Icesave hefur verið í. Forsætisráðherra segir þó ekkert í hendi enn sem komið er en málin skýrist vonandi strax upp úr helginni.

 Nú er um að gera að hafa stjórnarandstöðuna með og hún getur verið með og komið með sínar frábæru lausnir í þetta mál og síðan er þingið væntanlega sameinað um þetta. Og þá er þetta andskotans mál væntanlega úr heiminum.


mbl.is Segja um góðan fund að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ekki er það allavega henni eða hennar ríkisstjórn að þakka.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.1.2010 kl. 22:18

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Auk þess á eftir að fara fram þjóðararatkvæðagreiðsla varðandi Icesave. Svo er alltaf að koma betur í ljós að það er kannski ekki lagaleg skylda okkar að borga yfirhöfuð. Á meðan stjórnin hamast við að sannfæra breta og hollendinga að við munum borga. Hlægilegt ekki satt. Við höfum stjórn sem vill í alla muni skuldsetja Íslendinga áratugi fram í tímann bara til að halda völdum , missa ekki andlitið og fyrst og fremst til að við fáum inngöngu í ESB sem meirihluti Íslendinga er á móti. Þetta er ekki hlægilegt þetta er SORGLEGT!

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.1.2010 kl. 22:30

3 identicon

Er með eina tillögu :

Af hendum formanni sjálfstæðisflokksins ICESAVE málið, þetta er auðvitað innanflokksmál sjálfstæðisflokksins, og þeir semja sig út úr þessu máli !           Formaður þeirra skrifaði undir loforð um borgun !

Við hin förum að reisa þetta þjóðfélag við !

JR (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 23:02

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ekki að spyrja að þrautseigjunni á stjórnarheimilinu. Vonum það besta. Það er meira að segja allt í lagi að blóta öllu þessu máli, þó ég sé ekki mikið fyrir svoleiðis núorðið

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jú,bara í hljóði.

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2010 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband