Leita í fréttum mbl.is

Ekki er ég viss um að Davíð leyfi Bjarna að ganga frá þessu máli þverpólitískt

Í Reykjavikurbréfi dagsins segir skv. www.eyjan.is

Ekki ætti að skipa þverpólitíska samninganefnd til viðræðna við Breta og Hollendinga um Icesave-málið fyrr en að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um lögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar.

Þessi skilaboð koma úr Hádegismóum og eru frá höfundi Reykjavíkurbréfs sem birt er í Sunnudagsmogganum. Blaðið kom út í dag.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er höfundur Reykjavíkurbréfs.

Þannig sér Davíð væntanlega fyrir sér að hægt sé að stærra höggi á ríkisstjórnina. Held nefnilega að þverpólitískt samstarf hugnist mönnun ekki í sjálfstæðisflokknum í raun og veru. Þeir sýndu það ekki þegar þeir voru sí stjórn og hef ekki trú á því að vilji fylgi orðum núna. Þannig að staða þeirra er pínleg núna. Þeir ættu að vera að hrósa happi að komast að þessu samningaborði en um leið eru aðrir á því að þeir eigi að láta fella málið í þjóðaratkvæði og fella þessa vinstristjórn sem þeir hata.

En um leið vilja þessir flokkar helst ekki fara í stjórn hér á meðan að verið er að vinna óvinsælustu verkinn. Heldur halda þessari stjórn undir stöðugri ágjöf þangað til að flestum verstu aðgerðum er lokið og koma þá eins og frelsandi englar þegar ástandið stefnir hér upp á við.


mbl.is Fagna samstöðu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fróðlegt að sjá hvort Bjarni losi sig undan kverkataki Foringjans

Finnur Bárðarson, 16.1.2010 kl. 16:44

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki þykir mér líklegt að Bjarni sé það hugaður og sterkur persónuleiki að geta eða vilja losa takið. Við erum líka að tala um peningamaskínur eins og LÍÚ og fleiri. Sjálfur er Bjarni líka hluti af svona klíku eins og Sigmundur Davíð, sem þegar er farinn að tala um að bíða með samninga þar til eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarna munar ekkert um að snúast einn hring enn "á einu augabragði" eins og góður maður sagði....

Móarnir hafa talað og nú er að bíða eftir næsta fundi flokksforingjanna. Einn bloggarinn vildi halda því fram að þverpóltíska nefndin um ICESAVE væri það sama og þjóðstjórnin sem Davíð vildi koma á haustið 2008.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband