Leita í fréttum mbl.is

Ég veit að það hlakkar í mörgum við þá frétt að Björgólfur Thor sé að missa Actavis

En það er kannksi rétt að fólk horfi aðeins á þetta mál frá fleiri hliðum!

  • Nú eru 2 af stærstu bönkunum komnir að mestu í erlenda eigu
  • Actavis er eitt af okkar stærstu fyrirtækjum og sennilega á leið til erlendra aðila (Deutsche Bank)
  • Mikið af sjávarútvegsfyrirtækjum eru skuldum vafin bæði við þessa banka sem nú útlendingar eiga og eins beint við erlenda banka. Og sum svo skuldug að í raun gætu kröfuhafar yfirtekið þau.
  • Mörg fleiri fyrirtæki eru beint og óbeint í raun í hættu á að vera yfirtekin af erlendum aðilum.

Þetta þarf ekki að vera slæmt og í raun sé ég ekkert að því að erlendir aðilar séu að fjárfesta hér eða eignast fyrirtæki. Gæti í framtíðinni þegar við erum búin að ganga frá málum varðandi Icesave og fleira orðið til þess að fleiri vildu koma og fjárfesta hér.

En það sem ég var að pæla í er að þeir sem fagna því að Björgólfur sé að missa tökin á fyrirtækjum sínum eru sömu og vilja draga úr tengslum okkar við útlönd og setja allskonar skorður á að þeir fái að koma hingað. Sömu aðilar og vilja ekki sjá ESB en vita samt að við erum í EES sem gerir okkur að sætta okkur við að taka upp lög ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja.

En það verður ekki sleppt og haldið. Því þegar Björgólfur missir völdin í sínum fyrirtækjum þá eru það erlendir aðilar sem koma í staðinn. Eins gæti þetta orðið með Haga. Og fleiri fyrirtæki.  Þetta er nú bara afleiðing af því að við búum nú í heimi þar sem fjármagn flæðir milli landa sem fjárfesting eða lán. Og aðallega þangað sem þeir geta skilað eigendum sínum mestum arð til styttri eða lengri tíma. Eins er þetta með okkar peninga í framtíðinni. Og á meðan að við erum hér ein og ekki hluti af stærri heild verða hér sérstakar aðstæður þar sem gjaldmiðillin er veikur og vextir háir og því reglulega markaður fyrir erlenda fjárfesta að ná sér í skjótfengin gróða. Þetta ástand kemur aftur hér innan fárra ára. Því skil ég ekki í fólki sem vill halda okkur frá því að koma okkur í umhverfi þar sem að við höfum aðgang að umhverfi sem smæð okkar efnahagskerfis skipti ekki lengur eins miklu máli þar sem við verðum hluti af stærra kerfi með sama gjaldmiðil og flestar Evrópuþjóðir.

Nú t.d. er staðan sú að erlendir aðilar eru eða gætu eingast hér fullt af fyrirtækjum. Ef að hér verður aftur hrun þá væntanlega verða þau fleiri og þá erum við jafnvel að horfa á orkufyrirtæki og fleira.


mbl.is Björgólfur að missa Actavis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Magnús Helgi !

Það er vart; við því að búast, að vel gangi, með endurreisn lands og lýðs og fénaðar, þegar siðferðis vitund þín - sem annarra; þinna líka er skoðuð, eftir það sem á undan er gengið, á landi hér - þér; að segja.

Með; kveðjum undrunar, og jafnvel skelfingar, suður í Kópavogs skíri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 01:40

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sér nú hvað með með siðferðið. Þegar grant að skoðað, verður siðferðið minna en ella þegar breyta verður skoðunum annarra, þar sem þau hin sömu fara villur vegar.

Andstaða fólks við fólk af öðru þjóðerni og svokölluð yfirráð þeirra erlendu, er oftar en ekki án siðferðis.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2010 kl. 05:24

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eldfæri eru að öllu jöfnu tekin af brennuvörgum, kúbein af innbrotsþjófum. Eins á að taka af fjárglæframönnum verkfæri þeirra þ.e. fé og fyrirtæki. Er ég þó hlyntur almennu frelsi í viðskiptum og eðlilegri samvinnu við "vonda" útlendinga.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.1.2010 kl. 09:15

4 identicon

Það kemur fram í þessu bloggi útbreiddur misskilningu, að flest Evrópuríki not Evru sem sinn gjaldmiðil. Hið rétta er að Evran er gjaldmiðill um 30% Evrópuríkja. Áhuginn á þessum gjaldmiðli er nú ekki meiri en svo að þetta er staðan og meðal þeirra ríkja sem nota ekki Evru og hyggjast ekki gera það eru nokkur þeirra evrópuríkja sem búa við best skipulag og stjórnarfar eins og t.d. Bretland, Sviss og Norðurlöndin nema Finnland.

Ríki Evrópu eru þessi.

Albania

Andorra

Armenia

Azerbaijan

Austria

Belarus

Belgium

Bosnia and Herzegovina

Bulgaria

Croatia

Czech Republic or Czechia

Cyprus

Denmark

Estonia

Finland

France

Germany

Greece

Georgia

Hungary

Iceland

Ireland

Italy

Kazakhstan

Latvia

Liechtenstein

Lithuania

Luxembourg

FYR of Macedonia (Republic of Macedonia)

Malta

Moldova

Monaco

Montenegro

Netherlands

Norway

Poland

Portugal

Romania

Russia

San Marino

Serbia

Slovakia

Slovenia

Spain

Sweden

Switzerland

Turkey

Ukraine

United Kingdom

Vatican City

Af þessum ríkjum eru 16 sem nota Evru sem gjaldmiðil.

Jón P. Líndal (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 13:06

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og nokkur sem eru í ferli að taka upp evru og nokkur eru með gjaldmiðil sem er bundin evru Jón P Líndal. T.d. eru Sviar og Danir með sínar krónur bundnar við gengi evru. Og eystrasaltsríkin eru í ferli að taka upp evru. Ásamt fleirum . Þannig að það eru bara í raun Bretar og nokkur  sem eru með annan gjaldmiðil  og ætla að hafa að eigin ósk.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.1.2010 kl. 13:15

6 identicon

Og nokkur ríki sem eru að íhuga að skila evrunni, eins og Írland og Grikkland.

Jón P. Líndal (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 19:00

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei Írland hefur engan áhuga á að losna undan Evrunni. Enda hafa þeir engan anna gjaldmiðil. Það eru nokkrir færðimenn sem hafa sagt að það væri auðveldara fyrir þessi lönd að takast á við kreppuna ef þeir hefðu sinn eigin gjaldmiðil. Þá myndu þeir fella hann eins og hér og hækka skuldir fólks og lækka tekjur. Almenningur mundi held ég ekki fangna því. Og Írar þurfa ekki eins og við að safna gjaldeyrir á lánum til að geta fjármagnað lán og viðskipti við útlönd.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.1.2010 kl. 00:24

8 Smámynd: Jón Guðmundsson

Hvort er betra fyrir íslendinga?

A) Útlendingar sem stundar lögleg og eðlileg viðskipti þar sem samningar og ábyrgðir hafa raunverulegt gildi.

B) Íslendingur í "internasjonal" milljarðamæringaleik... sem setur þjóð sína á hausinn, stelur frá henni fortíðinni, þrælbindur hana í framtíðinni.

Þetta eru nú meiri "íslendingarnir" sem þú dýrkar... hafa reynst okkur MJÖG vel.

Jón Guðmundsson, 18.1.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband