Leita í fréttum mbl.is

Það gengur aldrei að ná samstöðu á Þingi um þetta mál nema að Höskuldur sé útilokaður

Og reyndar má bæta við þessa fyrirsögn þeim Vigdísi og hugsanlega Sigmundi Davíð. Það er ljóst að að minnstakosti Höskuldur og Vigdís lifa ekki í raunveruleikanum og þeim verður að halda utan við þetta. Eftirfarandi er haft eftir Höskuldi á www.visir.is

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur það algerlega ótækt að Bretar geti sett einhver skilyrði áður en farið er í samningaviðræður vegna Icesave.

Er maðurinn gjörsamlega að flippa? Geta þeir ekki sett nein skilyrði? Nú hvað eiga þeir þá að gera heldur hann að þjóðir sem eru með nokkra undirritaða samninga og fjölmargar yfirlýsingar og samkomulög sem við erum svo reglulega að draga að uppfylla, geti ekki sett nein skilyrði?

Og svo kemur þetta gullkorn:

Þá segir Höskuldur að það hafi engir bindandi samningar verið gerðir við Breta og Hollendinga. Viljayfirlýsing hafi verið gerð 2008 þar sem hvergi komi fram að það sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði. „Þetta er algjört lykilatriði, að við höfum aldrei gert bindandi samning við Breta og Hollendinga," segir Höskuldur

Nú er þetta maður sem hefur unnið í nefnd sem hefur haft þetta mál á sinni könnu. Hefur hann ekki lesið t.d.

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

 

Reykjavík 11. október 2008

Held að ef við eigum að ná einhverri varanlegri niðurstöðu verði bara að útiloka svona vitleysinga. Menn eins og Höskuldur sem áttar sig ekkert á því að stjórnvöld sem standa ekki við samkomulög sem þau gera við aðrar þjóðir er hætt að taka mark á. T.d. Norður Kórea sem er alltaf að semja um að hætta þróun kjarnorkusprengja en hætta svo við. Íran sem er að sama leik. Argentína sem hætti að borga eftir samningum og fleiri lönd sem við viljum helst ekki vera likt við.


mbl.is Svara líklega um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já það hrökkva af ér gullkornin. Ekki verður annað sagt.  Óbrygðult ráð til að ná samstöðu er auðvitað að losa sig við andmælendur.  Af hverju datt þetta engum í hug. Þetta hefur verið notað með svo góðum árangri áður í Sovétríkujunum, Þýskalandi nasismans og náttúrlega af Pol Pot í Rauðu Kmerunum.

Hefur þú ekki áttað þig á samstöðunni í landinu? Hvað þarf til að sjá hana? 110% andstöðu? Nei það er ekki þannig samstaða sem þig meinið. Það er samstaða um ykkar sjónarmið án málamiðlunar. Kjáni get ég verið.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2010 kl. 15:02

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Magnús. Eru þessi þrjú ekki í minnihluta á þinginu.

Sæll Jón Steinar. Þýðir orðið málamiðlun ekki að meirihlutinn sættist á sameiginlega niðurstöðu. Mín vegna þarf Höskuldur ekki að vera sammála meirihlutanum, ef hann virðir niðurstðuna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2010 kl. 18:01

3 identicon

Mikið nú gaman að lesa þessa pistla hans Magnúsar. Ég er alltaf í hláturskasti yfir bullinu í honum.

Sigurdur Sigurdsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband