Mánudagur, 25. janúar 2010
Af hverju ekki að kalla hlutina eins og þeir eru? ÁRÓÐUR
Herferðin verður farin í þeim tilgangi að fræða landsmenn um efni Icesave-samningsins sem liggur til grundvallar Icesave-lögunum um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir áramót.
Skyldu þessi fræðsla þeirra um Icesave vera hlutlaus? Varla! Ætli þarna verði einhverjir sem unnu að þessum samningum? Varla! Ætli þarna verði einhverjir sem hafa staðið í svona samningum milli ríkja? Varla! Ætli þarna verði einhverjir lögfræðingar sérhæfðir í Evrópulögum eða þjóðarétti? Varla!
En fólk sem fer á þessa fundi ætti að spyrja þá hvort að þeir haldi því enn fram að við komum ekki til með að þurfa að greiða Icesave! Og eins hverju þeir telja muna á Icesave 1 og Icesave 2 lögunum hvað varðar það sem við komum til með að greiða.
Indefence á leið í fundaherferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Varla verra en samninganefndin "okkar"
Ætli þar hafi komið frumkvæði frá þeim gagnvart bretum og hollendingum? Varla! Ætli þar hafi verið einhverjir sem hafa staðið í svona samningum milli ríkja? Varla!
Ætli þar hafi verði einhverjir lögfræðingar sérhæfðir í Evrópulögum eða þjóðarétti? Varla!
Haukur (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:44
Þú hljómar eins og biluð plata Magnús. Þinn elsku flokkur skeit á sig, þannig er lífið!
Ingolfur Arnarsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:53
Mig langar að vita hverjir fjármagna þessa fundarherferð Indefence manna? Kostar sitt, greinilega einhverjir fjársterkir aðilar sem standa þarna að baki? Fullkomið gegnsæi, allt upp á borðum og allt það :-)
ASE (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:54
Það voru margir í þessum samninganefndum og starfsmenn hennar sem voru sérfræðingar í báðum þessum greinum. Sem og að samninganefndin naut þjónustu 5 stærstlu lögmannastofu Bretlands og í raun fleiri. Með nefninni starfaði t.d.
Evrópuréttarstofnun HR
Markmið Evrópuréttarstofnunar HR er að auka rannsóknir á sviði Evrópuréttar hér á landi og stuðla að faglegri umræðu um stöðu Íslands í samfélagi Evrópuþjóða. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla tengsl rannsókna og kennslu á sviði Evrópuréttar og Evrópumála, einkum með þátttöku nemenda í rannsóknavinnu við stofnunina. EHR veitir því nemendum í framhaldsnámi faglegan stuðning og aðstöðu til eigin rannsókna. Forstöðumaður er Peter Chr. Dyrberg aðjúnkt og lögmaður hjá lögmannsstofunni Schjødt í Brussel.
Og á hverju byggir þú að hægt hefði verið að ná betir samningum? Indefence?
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2010 kl. 10:57
Ingólfur mjög málefnalegt hjá þér. Minni þig á að það var ekki samfylkingin sem fór með þetta mál. Það var Sjálfstæðisflokkur og síðan Vg. Án þess að það breytin nokkuð skoðun minni.
Einnig leiðist mér hvað margir mynda sér skoðun eftir einhverjum áhugamannafélögum sem hafa ekki sér þekkingu á þessum málum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2010 kl. 11:00
Hvort það séu einhverjir fræðimenn eða ekki í hópnum skiptir ekki máli,
því það sem þjóðin tekur ekki prívat og persónulega lán þá ber henni ekki að borga því það er ekkert lán til að semja um ég er ekki að taka neitt lán hjá breskum né hollenskum stjórnvöldum svo ég þarf ekki að borga þeim neitt.
þeir sem stela eru þeir aðilar sem á að dæma en ekki að dásama eins og stjórnvöld vilja gjöra og dæma þjóðina firrir vini þeirra og vandamenn það þarf ekki fræðimenn til að sjá hvílík forheimska þetta er, Niðurlaging er það eina sem þessi RÍKISSTJÓRN HEFUR GJÖRT FIRRIR LAND VORT OG ÞJÓÐ Á HEIMSVÍSU OG MUN GJÖRA EF EKKERT VERÐUR GJÖRT AF OKKUR, ÞAÐ ER AÐ SEIGA FÓLKINU Í LANDINU OG KOMA ÞESSU HRÆSNURUM ÚT ÚR ÞINGSAL HIÐ BRÁÐASTA OG HELST Í SPENNITREIUM OG Á HÆLI FIRRIR SÉRSTAKA GEÐSJÚKA VILLILIÐ, ÞETTA ER MÍN SKOÐUN TAKK FIRRIR MIG.
Jón Sveinsson, 25.1.2010 kl. 11:04
Fleyg orð eins úr samninganefndinni (Huginn Freyr Þorsteinsson aðstoðarmaður Svavars Gestssonar úr Icesave-viðræðunum) í Silfri Egils í gær:
"Ég efast um að svigrúmið [til betri samninga] sé mjög mikið, þótt ég hafi ekki hugmynd um það."
Minni auk þess á að Samfylkingin er engan veginn "hlutlaus" í Icesave-málinu enda með ESB-takmarkið og þar með þóknun við Breta og Hollendinga að leiðarljósi.
Geir Ágústsson, 25.1.2010 kl. 11:29
Magnús, horfðir þú á Hugin Þorsteinsson í Silfrinu í gær? Hann sagði að Ísland ætti eitt að bera þungann af því sem ekki fengist endurgreitt frá Landsbankanum, eins og það væri bara sjálfsagt mál. Þegar hann var spurður af því hvers vegna þetta væri svona, þá svaraði hann ekki. Hann sagði að með þessu fyrirkomulagi, þá ætluðu Bretar og Hollendingar ekki að láta reyna á neyðarlögin. Það þarf ekki nema sæmilega vitiborna manneskju til að sjá, að það væri Bretum og Hollendingum mjög mikið í óhag og fá neyðarlögin dæmd ógild. Eina ástæðan fyrir því að það fást hátt í 90% upp í Icesave er vegna neyðarlaganna, annars félli öll upphæðin á tryggingasjóðina.
Er það ósanngjörn krafa að krefjast þess, að fyrst sé greitt upp í fyrstu 20.887 evrurnar og síðan það sem umfram er? Er það ósanngjarnt, að það sem er umfram ábyrgð tryggingasjóðanna falli niður eða komi til endurgreiðslu fyrst eftir að allir tryggingasjóðirnir hafi fengið sitt? Höfum í huga, að það er engin lagaskylda að greiða vexti á þessa 90-100 milljarða sem ekki eru dekkaðir af tryggingasjóðunum.
Ég verð að segja eins og er, að ég skil ekki andstöðu stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar við að fyrirvarar Alþingis frá því í haust haldi. Hvað er að því að berjast fyrir þessum fyrirvörum?
Marinó G. Njálsson, 25.1.2010 kl. 11:30
Þjóðin tók að sér að hafa eftirlit með og gaf leyfi yfir þessa bankan og starfsemi þeirra. Eins áttum við að sjá um að trygginar bankana dyggðu fyrir því sem þær áttu að tryggja. þ.e. 20.880 evrum. Allar þjóðir í Evrópu hafa þurft að leggja bönkunum sínum til fé þó þeir séu í einkaeign. Annað er náttúrulega bara bull og óskhyggja hjá þér Jón! Og ég held að þar sem öll ríki Evrópu eru á andstæðri skoðun en þú þá held ég að þetta sé bull um álit annarra á okkur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2010 kl. 11:34
Marínó hann benti líka á að Bretar og Hollendingar tækju á sig um 48% (minnir mig) af því sem innistæðueigendur fengu greitt. En skv. því að ríkisstjórn Íslands lýsti því yfir að allar innistæður í Íslenskum bönkum væru tryggðar þá hefði það átt að gilda um útibú í Bretlandi eins og á Húsavík. Því eins og þú veist er EES án landamæra varðandi það að öllum er heimilt að opna útibú hvar á svæðinu sem er án sérstakra leyfa. Og það á ábyrgð heimalands bankans.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2010 kl. 11:53
Marínó Huginn benti líka á að í sumar hefi ekki verið hægt að komast lengra með þetta mál. En ef það væri kominn einhver möguleiki á breytingum núna þá fagnaði hann því en efaðist um að það væri miklar breytingar mögulegar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2010 kl. 11:58
Þjóðin tók að sér að hafa eftirlit með og gaf leyfi yfir þessa bankan og starfsemi þeirra.
Bíddu nú við, ekki man ég eftir að hafa verið spurður um leyfi fyrir Icesave útibúin. Geturðu sagt mér hvenær það var? Ég hlýt að hafa verið fullur þegar það gerðist, man ekkert eftir því.
Þrælahaldssinnar eru farnir að leggjast svolítið lágt núna.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:10
Nei en kaust fulltrúa á þing til að sjá um þetta fyrir þig Theódór! Og ef þú hefur ekki tekið eftir því að Alþingi setur lög sem skuldbinda okkur þjóðina þá mátt þú hafa verið helvíti slompaður!
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2010 kl. 12:13
Áróður segir þú Magnús, en hvað hefur þú verið að stunda á þinni bloggsíðu annað en áróður fyrir því að íslenskir skattborgara taki á sig þessa skuldbindingu. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem vilja að við tökum þetta á okkur haldi sambærilega fundaherferð til að sannfæra þjóðina um að við eigum að samþykkja ríkisábyrgð.
Best væri auðvitað að þessi sjónarmið kæmu fram á sameiginlegum vettvangi þannig að auðveldara sé að vega og meta kostina sem við stöndum frammi fyrir.
Persónulega er ég ekki sannfærður um að við berum ábyrgð á þessu og eigum að veita skilyrðislausa ríkisábyrgð, mér finnast vera áhöld um að okkur beri lagaleg skylda til þess að veita þessa ábyrgð. En fremur finnst mér vera óljóst að við komum til með að standa undir þessari griðarlegu vaxtabyrði sem hlýst af ábyrginni.
Lánasamingurinn er ekki þannig að ég hefði skrifað undir hann sjálfur ótilneyddur og hver og einn hlýtur að þurfa að meta það út frá sínum forsendum hvort að óeðlilega hafi verið staðið að þessum samningum og hvort að þeir eru sanngjarnir. Hvaða áhrif mun þetta hafa á velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, samgöngur ofl að samþykkja. Og á móti hvaða áhrif mun það hafa að neita að samþykkja.
Hvaða áhrif hefur það á ESB umsókn að neita að samþykkja og er það gott eða slæmt. Mun þjóðin nokkurn tíma samþykkja inngöngu ef það er staðreynd að svokallaðar vinaþjóðir eru að í ESB eru neyða samningi upp á þjóðina sem hún vill alls ekki.
Það eru ótalmörg atriði sem þarf að vega og meta en við fyrstu skoðun þá mun ég ekki samþykkja þessi lög í atkvæðagreiðslu.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:15
Ég kaus aldrei Sjálfstæðisflokk eða Framsókn þegar þessi lög voru sett. Er ég þá sloppinn?
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:29
"Hann sagði að Ísland ætti eitt að bera þungann af því sem ekki fengist endurgreitt frá Landsbankanum, eins og það væri bara sjálfsagt mál."
Á sínum hluta skuldbindingarinnar. Um 20.000 evrur per tryggðan reikning.
Ef eignir td, dekka 90% innstæðna ber ísland ábyrgð á lágmarksskuldbindingunni sem útaf stendur og þeim ber að gera samkv. Direktífi 94/19.
Það sem er umfram lágmarkið og útaf stendur, bera Bretar ábyrgð á.
Hættið svo að snúa útúr og rugla með þetta mál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.1.2010 kl. 12:35
Sigðurður ég er á minni bloggsíðu að segja mína skoðun. Ég er ekki að fara hringferð um landið og tala ekki eins og ég sé sérfræðingur. Ég er búinn að kynna mér málið vel og mynda mér skoðun á því. Ég er hinsvegar á móti því að nokkrir menn á fertugs og fimmtugs aldri sem eiga það sammerkt að hafa lært flestir í Bretlandi hin ýmsu fræði séu teknir hér eins og sérfræðingar. Þeir hafa úthúðað sérfræðingum sem hafa unnið af þessu máli og láta eins og þeir viti hér allt miklu betur og þjóðinn kaupir það.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2010 kl. 14:17
Magnús, Huginn benti á að tæplega 60% af 1.300 milljörðum lenti á Íslendingum. Þá geta aðeins rúm 40% lent á hinum. Það er steypa að þetta séu nálægt því 50/50 skipti.
Samkvæmt Icesave samkomulaginu þá falla 2,35 milljarðar punda af 4,6 milljörðum pundum og 1,3 milljarður evra af 1,6 milljarði evra vegna útborgana erlendu tryggingasjóðanna á íslenska tryggingasjóðinn. Þ.e. í öðru tilfellinu er það 51%, en í hinu 81%. Miðað við gengi á pundi upp á 200 kr. og að evran sé 180, þá hlutfallið 58,3%. Síðan bætist við um 90 milljarðar sem er utan þeirra 50.000 punda og 100.000 evra, sem bresk og hollensk stjórnvöld hafa þegar greitt út.
Marinó G. Njálsson, 25.1.2010 kl. 15:02
Sæll Magnús. Þú ert mjög duglegur að halda fram þeim staðreyndum sem skipta máli varandi þetta moldviðrismál ICESAVE. Það hef ég líka gert eftir því sem mér er unnt og ég tel vera réttast hverju sinni.
Það er merkilegur "fjandi" að þetta mál er það eina sem fólk hefur áhuga á og þörf fyrir að fjalla um þessa dagana. Hef bloggað um aðra málaflokka eins og kvótakerfið sem deilt er um þessa dagana.
Fólk hefur þar ekkert til málanna að leggja, en ef orðið ICESAVE kemur fyrir í færslunni, dynja á manni skammir og skætingur úr öllum áttum.
Ég læt það þó ekki trufla mig og held mínum rökum fram og ég kippi mér ekki upp við þessi læti. Get þó ekki að því gert að mér finnst þetta furðulegt fár állt saman.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2010 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.