Leita í fréttum mbl.is

Nei nú segjum við stopp. Hann fær þetta ekki !

Erlent | mbl.is | 12.1.2007 | 15:30
George W, Bush Bandaríkjaforseti snæddi hádegisverð með... Joseph Biden, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur varað Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við því að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi ekki heimild til að senda bandaríska hermenn sem staðsettir eru í Írak í leiðangra yfir landamærin til Írans. „Ég tel ekki að sú heimild sem forsetanum hefur verið veitt til hernaðar í Írak nái til slíks

Hann vonandi hlustar nú á fólk sem hefur meira vit á þessu en hann. Hendi hér inn tilvitnun í pistil Egils Helgasonar um Bush og stöðu hans og Condoleezzu Rice. Þessi pistill segir allt sem segja þarf:

12. jan. 2007 19:56

Hvaða kenndir vekja myndir af Bush grátandi? Samúð? Varla? Ekki þegar maður hugsarbushgratur bilde?Site=XZ&Date=20070112&Category=SKODANIR02&um afleiðingarnar af gerðum hans, ónýtt land þar sem áður ríkti einræði en þó einhvers konar stöðugleiki, fjölda látinna þar, heilan heimshluta sem er í uppnámi, skammsýnina, heimskuna, hrokann. Það er eiginlega enginn sem talar af virðingu lengur um þennan mann - og þess vegna er kannski ekki nema von að hann gráti.

Kannski er hann aumkunarverður, nei annars, svo valdamikill maður er það ekki. Í raun skynjar maður ekki annað en reiði í hans garð; að vera kosinn í slíkt embætti og fara svo hrikalega illa með það. Bush er ef til vill misheppnaðasti Bandaríkjaforseti fyrr og síðar - þeir sem voru viðlíka slæmir ríktu áður en Bandaríkin urðu stórveldi og gátu því ekki unnið svo mikinn skaða. Enn á að bæta gráu ofan á svart með því að senda 20 þúsund dáta í viðbót til Íraks

Það eru fleiri sem hafa glatað mannorðinu. Taka menn eftir því að enginn minnist lengur á Dr. Condolezzu Rice sem kandídat í embætti Bandaríkjaforseta. Ekki bötnuðu horfurnar hjá henni þegar hún var grilluð fyrir utanríkismálanefnd bandaríska senatsins í gæ


mbl.is Bush varaður við að fara út í hernaðarátök við Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband