Leita í fréttum mbl.is

Afhverju þú ættir ekki að kjósa Framsókn

Bendi á ágætan pistil Össurar um framgöngu Framsóknar í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hvernig það birtist í málefnum RÚV og fleiru. Í pisli sínum sem heitir "Hugsjónir Framsóknar á útsölu" segir Össur m.a

.Þegar Sjálfstæðisflokkurinn kynnti fyrir nokkrum árum áform um að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi vafðist ekki fyrir nokkrum manni, að í því fólst fyrsta skrefið til að einkavæða og selja það að lokum. Framsókn skildi það upp á sína tíu fingur og tók hraustlega á móti.

Flokksþing Framsóknar gerði skelegga ályktun gegn því að gera hlutafélag úr RÚV. Þingmenn flokksins gáfu kjarnyrtar yfirlýsingar um að fyrr skildu þeir dauðir liggja en taka þátt í að einkavæða RÚV. Síðan hafa orðið alger umskipti hjá Framsókn. Á Alþingi finnast nú ekki harðari stuðningsmenn þess að RÚV verði gert að hlutafélagi en þingmenn Framsóknarflokksins.
Síðar í pistlinum segir hann:Undirgefnin gagnvart Sjálfstæðisflokknum birtist með sárustum hætti í stuðningi Framsóknar við innrásina í Írak. Framsókn, sem í áranna rás hafði aflað sér virðingar fyrir einlæga friðarstefnu, var í upphafi alfarið á móti því að Ísland styddi innrásina. Á einni nóttu lét forysta flokksins Davíð Oddsson og þrengstu klíku Sjálfstæðisflokksins beygja sig til að styðja atlöguna gegn írösku þjóðinni.

Þó ákvörðunin um að setja Ísland á lista hinna 30 sjálfviljugu, vígfúsu þjóða hafi verið löglaus, og hvorki borin undir ríkisstjórn né þingflokka, hvað þá Alþingi sjálft, steig enginn þingmanna Framsóknar fram til að mótmæla. Hvar voru þeir þá?

Undirlægjuháttur Framsóknar í Íraksmálinu stekkur nú fram einsog uppvakningur í RÚV-málinu. Fullkomin uppgjöf flokksins gagnvart Sjálfstæðismönnum birtist í að þingmenn flokksins ganga gegn samþykktum eigin flokks, hverfa frá grundvallargildum félagshyggju flokksins - og ganga lengra en ungu frjálshyggjumennirnir í þingflokki Sjálfstæðismanna í að krefjast þess að RÚV verði gert að hlutafélagi.

Eins þá er það þetta sem allir nema framsókn gera sér grein fyrir:

Dapurlegast við umsskiptin í RÚV-málinu er þó, að þingmenn Framsóknar vita vel, að Sjálfstæðisflokkurinn lítur á hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins sem fyrsta áfanga í einkavæðingu og sölu. Skæurliðar SUS hafa árum saman barist fyrir því að Ríkisútvarpið verði selt. Hópur ungra þingmanna hefur ár eftir ár með leyfi þingflokks Sjálfstæðismanna lagt fram frumvarp um að ríkisstjórnin selji stofnunina. Það má rifja upp, að árið 1995 rak Sjálfstæðisflokkurinn heila kosningabaráttu sem snérist að mestu leyti um að selja Rás 2. Þeirri stefnu hefur aldrei verið breytt.

Í því ljósi er merkilegt að í frumvarpi menntamálaráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi er beinlínis gert ráð fyrir þeim möguleika að Rás 2 verði seld, því þar segir svart á hvítu að hlutafélagið þurfi ekki að reka nema eina útvarpsrás! Væri þetta sérstaklega tekið fram, ef ekki væri áformað að selja Rás 2?

Það er dapurlegt, þegar flokkur með rismikla sögu Framsóknar lætur Sjálfstæðisflokkinn spenna sig einsog asna fyrir vagn frjálshyggjunnar einsog í RÚV-málinu. Sannast nú enn hversu glöggskyggn prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson var þegar hann skrifaði í sumar, að Framsókn ætti að sækja um inngöngu sem sérstök deild í Sjálfstæðisflokknum - því hún væri hvort eð er orðin einsog hann!

Já ég held að öllum sé ljóst að RÚV á að selja og þetta er fyrra stigið af tveimur. Þetta er sama og gert var við símann. Muna ekki allir hvernig það gerðist. Átti einkavæðing Símans ekki að valda því að við fengjum betri þjónustu á lægra verði. Hef nú ekki séð það gerast. Ef ekki kæmi til fyrirtæki eins 0g Hive þá værum við að að borga mun meira í dag. Og ekki hefur þjónusta Símans batnað. En aftur að Framsókn. Það virðist vera stefna hans að til að halda stöðu sinni í meirihlutanum sé öllu fórnandi. Stefnu flokksins og vilja almennra Framsóknarmanna. Þegar flokkur er farinn að huga meira að halda stöðum fyrir sína útvöldu heldur en hag þjóðarinar þá er tími til að gefa honum frí.Sbr. www.jonas.is

12.01.2007
Keypt von í sæti
Við hæfi er, að vinnumiðlun sé fyrsti flokkurinn, þar sem menn reyna að múta sig inn á framboðslista. Hjörleifur Hallgríms á Akureyri býðst til að greiða tvær milljónir króna fyrir þriðja sætið á framboðslista Framsóknar á Norðausturlandi í vor. Hann er að reyna að kaupa sér von í þingsæti, því að vinnumiðlunin hefur fjóra þingmenn í kjördæminu. Svo hjartahrein er þessi spilling, að hún gerist ekki undir borði, heldur fyrir opnum tjöldum. Málsaðilar hafa ekki hugmynd um, hvað er spilling. Og fjölmiðlarnir vita það ekki heldur, því að þar hefur ekki kviknað ljós. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Framsóknarfl.er bara úthagi frá íhaldinu,uppbitinn niður í rót.Þangað er ekkert lengur að sækja.Frekari rökstuðning þarf ekki.

Kristján Pétursson, 13.1.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband