Föstudagur, 29. janúar 2010
Ekki tókst Bjarna og Sigmundi að redda þessu í þetta skipti.
Þeir hafa talað digurbarkalega um að það sé ekki hægt að halda áfram með þennan samning heldur þurfi að byrja upp á nýtt. Gaman að vita hvernig þeir tala eftir þennan fund. Held að bjartsýnir möguleikar væru kannski að hnika til vöxtum um kannski 1%. Og við það ættu menn að sætta sig.
En með málflutningi sínum hafa Bjarni og Sigmundur komið málum þannig fyrir að fólk almennt sem hefur trúað bullinu í þeim, mun telja það svik. Þeir hafa talað eins og það væri nóg að ríkisstjórnin lýsti því yfir að öll hennar vinna í þessu máli væri bara vitleysa og stjórnvöld væru ómerkingar. Og við það hafa þeir sagt að staða okkar væri góð gagnvart samningum. Gleyma því alveg að þessir samningar eru afrakstur vinnu 15 mánauða og 3 ríkisstjórna og 3 stærstu flokka landsins. Og eins og stjórnvöld sögðu þá er þetta sú niðurstaða sem náðist og stjórnvöld töldu okkur ráða við. Annað var ekki í boði. Held að draumar sumra um að Clinton eða einhver Hollenskur prófessor bjargi okkur sé nú draumórar af verstu sort.
Fólk má ekki gleyma að þó að þetta séu kannski ekki upphæðir sem bíti verulega hjá skattgreiðendum í Hollandi og Bretlandi þá eru þetta þó það háar upphæðir að þær nema kannski 10 hátæknisjúkrahúsum í hvoru landi. Og við yrðum ekki hress að borga 20 þúsund á alla íslenska borgara vegna þess að við ætluðum að taka á skuldir vegna lána sem aðrar þjóðir höfðu heitið að borga.
Hollendingar gefa sig ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 969469
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Sæll Magnús,
Ég verð nú að viðurkenna að ég vorkenni Hollendingum ekkert sérstaklega fyrir tuttuguþúsundkallinn. Þeir mega vera óhressir yfir því fyrir mér;) Það væru skitnir 6 milljarðar fyrir Íslendinga. Eins og eitt gjafabréf fyrir Landsbankann þegar hann var "keyptur" hérna um árið en aldrei borgaður! Væru Hollendingar minna hressir yfir því að þurfa að borga 2 milljónir hver? Held að þá myndi heyrast hljóð úr horni.
Málið er að það hefur ekki verið "samið" um neitt af þessum 3 ríkisstjórnum. Hollendingar og Bretar ákváðu hvað Íslendingar ættu að borga og þar með punktur. Ég hef ekki séð að Íslendingar hafi hnikað því eitt eða neitt. Þetta eru einfaldlega kröfur þessara þjóða sem ríkisstjórnin hefur skrifað undir. Einhliða samningar eru ekki samningar, heldur nauðbeyging.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 30.1.2010 kl. 00:42
Ég vorkenni þeim ekkert heldur. Ég er bara raunsær. Og ég veit ekki hvað menn kalla t.d. þetta frá 11. október 2008
Og svo er hægt að vitna í undirritun okkar í Brussel þar sem við lýsum því yfir að við göngumst inn á þeirra skilning varðandi innistæðutryggingar.
En þú eins og fleiri eru farnir að leggja eitthvað skrýtið mat á hvað séu samningar milli ríkja. Þegar ráðherra í umboði stjórnvalda semur við annað ríki þá eru það samningar. Það eina sem ekki var formlega frá gengið voru greiðsluskilmálar. Og um þá er rifist í dag. Þrátt fyrir að við séum 3x búin að semja um það. Einu sinni við Hollendinga um að borga lánið á 10 árum með 6,7% vöxtum og um leið fóru þeir að greiða út þessa peninga til innistæðueigenda. Síðan var það Icesave samningur sl. maí og svo nú í október/nóvember sl.
En það er náttúrulega ekkert að marka okkur frekar en venjulega því einhver hér heldur því að fólki að við þurfum ekkert að borga. Og allir gleypa það hrátt. Þó það vanti alveg hvernig við förum að því.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2010 kl. 01:23
Vildi bara benda þér á þetta. Hefur greinilega ekki lesið þessa frétt meðan við topic á þessari færslu hjá þér..
"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var um upplýsingafund en ekki samningafund að ræða."
Sveinn Ágúst (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 05:15
Jú jú ég las þetta. En var bara að vitna í það að Sigmundur og Bjarni hafa báðir sagt að það væri ekkert mál að semja bara upp á nýtt frá grunni. Og á meðan það er ósamið þá gerist ekkert hér á lani varðandi viðsnúning og framkvæmdir
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2010 kl. 10:32
En samt sem áður á ekki að láta þvinga okkur í samninga sem að við getum ekki staðið við.
Og ég er sammála Arnóri hér fyrir ofan. Þetta kallast ekki samningar.
Sveinn Ágúst (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 12:12
Það er eins og fyrri daginn, fólk getur auðvitað lýst sínum skoðunum og tilfinningum án tillits til raunveruleikans.
Ég get líka bullað um óréttlæti, mismunun, lagaflækur, þetta hefði átt að gera svona eða hinvegin.
Málið snýst bara ekki um þessa hluti, heldur þrönga stöðu sem við erum í og hvaða leið sé líklegust til að henta okkur.
Það er mitt kalda mat að það henti okkur betur að staðfesta lögin í dag, heldur en að blæða 75 milljörðum í febrúar fyrir þras við um hluti sem skila okkur ekki fé á móti þeirri upphæð.
Koma svo og segja JÁ NÚNA.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2010 kl. 13:48
Magnús.Ég skil ekki þennan málflutning frá þér. Hvað ef samingur verður ekki upptekinn? Hvað efað lög verða ekki samþykkt af þjóðinni? Hvað ætla Hollendingar að gera ef þjóðin samþykkir ekki lögin?
Þér væri nær að skrifa pistil um þá stöðu en ekki vera með aðrar pælingar sem skipta engu máli.
Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.