Leita í fréttum mbl.is

Fæðingarorlofssjóður á Hvammstanga

 

Var að lesa um að Fæðingarorlofssjóður var að flytja til Vinnumálastofnunar og þá um leið til Hvammstanga. Um leið var sagt að þetta yrði ekki neinn munur fyrir fólk þar sem að Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar tækju að sér að þjónusta þá sem þurfa þjónustu frá skrifstofu sjóðsins. Þetta í sjálfu sér hjómar ágætlega nema nokkur atriði:

  • 1. Umsóknir um fæðingarorlof og öll gögn þarf maður að senda til Hvammstanga. (Nema skattkort). Þetta tel ég að sé nú alveg út í hött. Þarf að fara að treysta póstinum fyrir ýmsum persónulegum gögnum .sbr. úr frétt á http://www.raduneyti.is/
    "Allir umsækjendur skila umsóknum sínum á Hvammstanga auk þess sem umsækjendur af landsbyggðinni skulu senda skattkort sín þangað kjósi þeir að nýta sér þau hjá Fæðingarorlofssjóði. Umsækjendur af höfuðborgarsvæðinu skila skattkortum sínum til Vinnumálastofnunnar, Engjateigi 11, 105 Reykjavík, en öll önnur gögn skal senda á Hvammstanga".
  • 2. Hvað með er vantar gögn og þessháttar. Þá verður þetta en meira mál að vera í samskiptum við sjóðinn. Ef að fólk vill ræða við þá sem taka ákvarðanir og þessháttar. Það verður að minnstakosti varla nema í síma. Og því erfitt að sýna gögn máli sínu til stuðnings. Nema að senda það í pósti áður en maður hringir.
  • 3. Nú eru þessar þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar aðalega að sinna þeim sem eru atvinnulausir hélt ég. Og víst oft nóg að gera þar.
  • 4. Mér finnst lágmark að fólk átti sig á að um 80% þeirra sem nýta sér þennan sjóð eiga heima á SV horni landsins. Hefði ekki verið hægt að flytja einhverja aðra starfsemi þangað.

Ekki það að ég er á því að ýmislegt má flytja út á land. Samt finnst mér vafasamt að flytja þjónustustofnun svona langt frá meirihluta þeirra sem nýta hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe.... er eitthvert framsóknarpot í gangi? þetta er rugl og tónar vel við síðustu útspil ríkisstjórnarinnar til að veiða sem flest atkvæði...

 Gott að vera barnlaus núna :P

Bjössi Ben (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband