Leita í fréttum mbl.is

Sigurstranglegur listi Samfylkingarinnar í Kópavogi

Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að skipa út ríkjandi öflum í Kópavogi.  Skuldir Kópavogs nema nú um 38 milljörðum eða um 1.200 þúsund á hvern Kópavogsbúa unga sem aldna. Það verður að koma þessu fjárglæframönnum frá völdum og fara að hyggja að því að Kópavogur verði bær fólksins ekki einhverja draumsýnar um að byggja á öllum auðum plássum í bæjarlandinu. Og fara veriður að hafa eðlilegt samráð við bæjarbúa en ekki að standa í stöðugu stríði við bæjarbúa. Ekki treysti ég sjálfstæðismönnum eða hækjum þeirra til að vinda ofan af fjármála óreiðunni án þess að það bitni á þeim sem síst skildi. Og þess vegna finnst mér þessi hópur fólks tilvalin til að taka hér við:

1. Guðríður Arnardóttir
2. Hafsteinn Karlsson
3. Pétur Ólafsson
4. Elfur Logadóttir
5. Margrét Júlía Rafnsdóttir
6. Tjörvi Dýrfjörð

Þessi hópur er svona að mestu eins og ég sá fyrir mér að hann myndi verða sterkastur.


mbl.is Elfur hlaut fjórða sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þó ég þekki lítið til þessa fólks þá sýnist mér að þessi listi sé nokkuð álitlegur. Hafsteinn Karlsson var kennari á Hvammstanga þegar mín  börn voru í skóla og það er prýðis maður og jafnréttissinnaður.

Ykkur vantar sárlega nýja bæjarmálastefnu í Kópavogi, það er nokkuð ljóst.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2010 kl. 23:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ykkur hefur tekist með oddvita ykkar í fararbroddi að ljúga upp á Gunnar Birgisson,gert altt tortryggilegt sem hann gerir.                    Það er skömm að þessu,svona vinna ekki stjórnmálaflokkar,sem þurfa aldrei að skypta um nafn,eru það sem þeir eru og hafa gert svo fína hluti fyrir bæjarfélagið.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2010 kl. 00:45

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hverju höfum við logið Helga? Og hvað hefur hann gert fyrir bæjarfélagið svona sérstaklega? Er það sérstaklega gott að Kópavogur er kominn á athugunarlista Félagsmálaráðuneytis vegna þess að skuldir bæjarins eru orðnar svo miklar?

Og er það lygi að bærinn keypti nær eingöngu þjónustu af fyrirtæki dóttur Gunnars varðandi kynningar efni. Er það lýgi að bærinn hefur staðið í stríðin við íbúa Kársnes, íbúa í Smárahverfi vegna Nónhæðar, Lindahverfi, Elliðavatn? Er það lygi að bærrin keypt hesthúsahverfi á landi sem bærinn átti fyrir 6 til 7 milljarða til að redda verktökum og fjárfestingamönnum? Er það lygi að hér hafa verið byggð Íþrótttamannvirki út á samninga sem ekki voru raunhæfir og skilja bæjarfélagið eftir með kosnað sem bara á eftir að vaxa næstu árinn.

Getur þú t.d. nefnt mér hvað við sem hér búum höfum grætt t.d. á allri útþennslu Kópavogs? Og finnst þér ekki skrýtið að við sem búum í Kópavogi skulum borga mun hærra vatnsgjald vegna vatnsveitum sem við byggðum heldur en Garðabær sem kaupir vatn af okkur? Og að Garðabær skuli geta selt vatn frá okkur á mun hærra verði til Álftanes.

Finnst þér ekki skrítið að fyrirtæki sem Gunnar á eða átti hefur fengið hér mikið af verkum bæði á vegum bæjarins sem og í verkum byggingarverktaka sem hafa fengið hér að byggja eins og þeir vildu?

Bara síðan að minni þig á að það hafa engir flokkar skipt um nafn! 1999 var Samfylkingin stofnuð með sameiningu Alþýðuflokks, hluta Alþýðubandalags og Kvennalista. Hluti Alþýðubandalags stofnaði síðan Vg.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2010 kl. 01:53

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ég er akkurat ekki að tala um venjulega gagnríni á stjórnsýslu,það er   tekist á um slílkt hver sem er í stjórn. Er það saknæmt að kaupa "nær" eingöngu kynningarefni af dóttur Gunnars? Hann hefur rifið upp aðstöðu Íþrótta félaga,eytt öllum holóttu götunum. Að standa í stríði við hverfasamtök,viðurkenni ég að man ekki hvers vegna nema á Kársnesi þar sem ég bjó.Minnir það vera vegna hafnarframkvæmda og mikillar umferðar um götur vesturbæjar. Ekki var Gunnar við stjórvölinn,þegar við byggðum þar,urðum að una því að áfastur bílskúr okkar varð ekki byggður nema að snerta frístandandi bílskúr nágrannans,með tilheyrandi iðnaðarvinnu  þar oft fram á rauða nætur. Sé ekki betur en hús hans sé enn þá ófullfrágengið.    Þú nefnir ekkert um lífeyrissjóðinn,sem átti að hanka hann á,en var hrakið.  Þú nefnir íþrótta mannvirkið,sem skilur bæjarfélagið eftir með kostnað um  langa hríð.Þú spyrð hvað við höfum grætt á útþennslunni,núna,getur hún ekki varað um langa hríð.Það er tekist á um hvaðeina og hefur alltaf verið í pólitík,en fyrir alla muni takið tillit til réttlátra skýringa stjónenda,nefnið þá ekki fjárglæframenn,þið hafið ekki efni á því. Segðu mér svo hverjir eru hækjur Sjálfstæðismanna,er ljótt að vera hækja,hélt það væri gott apparat,eða sýnist það hjálpa í landsmálapólitíkinni.  

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2010 kl. 05:06

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Helga í Nónhæð stóð til að byggja 12 hæða blokkir í grónu íbúðahverfi, Í Lindahverfi stóð til að byggja m.a. 40 hæða turna þar sem hesthúsin eru. Og risa hús í nágreni krónunar.

Gunnar leynt og ljóst muldi verkefni undir verktaka og bygginarfyrirtæki sem skiptu við Klæðningu á meðan hann átti hana.

Og ef þér finnst í lagi að bærinn skipti við fyrirtæki nákomina ættingja bæjarstjórnans þá skulum við bara breyta Kópavog í fjölskyldufyrirtæki. Það er ekki ásættanlegt að einhver ættingi og sér í lagi barn bæjarstjóra sé í áskrift vegna vinnu því að það skapar hættu á mismunun. Hún þarf ekki annað en að hringja í pabba sinn og fá að vita hvað aðrir eru að bjóða í verkið.

Og jú margt verið gert ágætlega hér í Kópavogi eins og öðrum bæjarfélöguim eftri að kreppunni 1990 lauk. Á því græddu sjálfstæðismenn. En þegar þú ert að hrósa útþennslunni þá minni ég þig á að Kópavogur skuldar 37 milljarða eftir það dæmi. Skuldir Kópavogs jukust um 17 milljónir á dag síðustu ár. Og eins þá bendi ég þér á að Hafnfjörður hefur stækkað jafn mikið og Kópavogur og skuldar líka. En hann á þó meiri peninga á móti þar sem hann seldi hlut sinn í Orkuveitunni fyrir 10 milljarða. Kópavogur seldi sinn hluta fyrir 15 árum í reiðikasti Gunnars fyrir nokkra tugi millóna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2010 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband