Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar staðreyndir um Max Keiser

On the edge er þáttur sem sendur er út á vegum Press tv sem er sjónvarpsþjónusta frá Teheran sem gerð er út frá Íran.
Þetta skýrir kannski tala hans um Darling og Brown sem efnahagshryðuverkamenn.
Þetta er tekið af wikipedia

"Max Keiser(born January 23, 1960) is a film-maker, broadcaster and former broker and options trader. Keiser is the host of On the Edge, a program of news and analysis hosted by Iran's Press TV

Hin stöðin  sem hann vinnur við Russia today er síðan rússnesk fréttastofa sem þjónustar rússneska ríkð, þíngið og opinberarstofnanir. Hún á sér rætur í fréttaþjónustu sem var sett upp í seinniheimstyrjöldinni og hefur séð um fréttaflutingi fyrir rússnesk stjónvöld með einum eða öðrum hætti síðan  Um hana er m.a sagt á wikipedia:

Western state and commercial media claim that RT has close ties with the Russian state authorities[10][11][12][13][14]and a few years after the channel started broadcasting, for being a "cheerleader" of the Kremlin,[12]applying positive spin to reports about governmental institutions, refraining from criticizing Prime Ministerand former Russian president Vladimir Putinor the government, and deliberately and incessantly engaging in US/NATO/EU-bashing through "interviews" in which only Russian ultra-nationalists or highly critical, anti-western "experts" are interviewed--without any probing questions or challenges by the RT reporters, and without even bothering to hear opposing points of view.[2]RT itself claims to be funded by the Russian government.[15] A CBC Newsstory contains allegations that RT is "a continuation of the old Soviet propaganda services".[2]Western commercial media, including The New York Times, routinely call it "state-run"

Held að það sé auðvelt að finna fullt af fréttamönnum og fréttaskýrendur sem vilja fá action  í málin. Og auðvelt að æsa upp Íslendinga upp í að taka að sé að fara þar fremst. En þá munum við líka finna fyrir hlutunum eins og ríki í Suður Ameríku sem hann nefndi. Við getum nefnt Argentínu sem nú hefur í mörg ár verið útskúfað á fjármálmörkuðum og færi engin lán. Nú þegar fólk er að kvarta yfir stöðu heimila hér þá held ég að fólk ætti að átta sig á því að hér verður enn þrengra í búi ef að við förum eftir hans ráðleggingum og gefum skít í allar okkar skuldir.


mbl.is Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú, hann skrifar líka á Huffington Post, var með sjónvarpsþátt á BBC og hefur gert þætti fyrir Al Jazeera.

Svo er hann álitsgjafi hjá France 24, Al Jazeera, og BBC News.

...og svo framvegis...

Einar E (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 19:35

2 identicon

Það vantaði greinilega nokkrar staðreyndir um manninn hjá þér, hmm.

Þegar ég sé yfirskriftina velti ég fyrir mér hvort þetta væru mótrökin.

Allt virðist stefna í að við verðum skuldaþrælar - erum reyndar mörg orðin það nú þegar - þrælar bankanna. Við ættum að semja um Icesave þannig að sátt ríki um samningana. Steingrímur ætti að fara með helvítishótanirnar úr landi og herja á Bretum og Hollendingum. Ég þori að veðja að þeir gæfu sig ef hann gæfi sig allan í það eins og hann gerir hér heima gagnvart okkur. Hann gæti tekið Björn Val með sér og snúið söngnum sem við höfum þurft að hlusta á gegn Bretum

ESÓ (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 20:02

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað eiga svona persónurannsakanir að þýða? Vorum við að hlusta á manninn eða ekki? Skiptir meira máli hver segir okkur frá slysi en slysið sjálft?

Við eigum ekki skilið annað en "úllen dúllen doff" ríkisstjórnir meðan við erum svo vitlaus að við hlustum ekki á hvað sagt er; heldur horfum á hver segir það.

Meðan við erum svo hundtamin af stjórnmálaflokkunum að við kjósum þá umhugsunarlaust; ekki eins og hundar í bandi! Nei, eins og svo hundtamdir rakkar sem nægir að kalla á með: Hépp, hépp, komdu greyið!

Merkilegt að þjóðin skyldi sættast á Kristján Eldjárn sem forseta. Maðurinn var galgopi á skólaárum sínum, alvörulaus og orti meira að segja klámvísur.

Og þar að auki hafði hann lengi verið sakaður um að vera kommúnisti.

Of lengi hafa metnaðarfullir foreldrar lagt á sig ómælt erfiði til að koma börnum sínum til menntunar og þroska.

Árni Gunnarsson, 31.1.2010 kl. 21:17

4 identicon

Ég tek alveg undir með þér að Max Keiser er ekkert voðalega traustvekjandi. Hann hljómar meira eins og æstur sölumaður heldur en trúverðugur fréttamaður.

Aftur á móti er ég sammála honum í einu og öllu í þessu máli.

Jón Flón (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 21:33

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko það sem ég var að velta fyrir mér er tilgangur Egils með þessum viðmælendum. Henn segir á blogginu sínu eða sagði að við kæmumst aldrei undan því að borga þetta Icesave. En svo dregur hann hina og þessa menn t.d. þennan sem gerir út frá Iran og Rússlandi og talar um að heimurinn sé allsherjar samsæri nokkra manna um að hriða alla peninga veraldar. Ég sé nú ekki hvað þeir ætla að gera við þá ef allir aðrir eru á hausnum. Maðurinn kallar menn hægri og vinstri hryðjuverkamenn. Og eru þá allir sérfræðingar t.d. hér á landi svo skammsýnir að þeir sjá þetta ekki.

Flestir þessu erlendu manna eiga það sammerkt að þeir vilja skuldaniðurfellingar en þeir eru því miður bara minnihlutamenn í heiminum í dag. Og þeir eru aðallega að tala um skuldir þróunarríkja. Þeir eiga það flestir sammerkt að halda að skuldir okkar vegna Icesave séu aðal skuldir okkar. En ekki að þær séu bara um 15%.

Síðustu mánuði man ég ekki eftir nema einu tilviki þar sem kemur maður t.d. sem vann að Icesave. Aldrei hefur hann kallað Steingrím í viðtal þó Steingrímur hafi í sjálfstæðufólki í kvöld sagst gjarnan viljað að hann kallaði sig í þáttinn. Svo maður veltir fyrir sér hvaða leiðangri Egill er í. Ef að hann er að halda upp stjórnarandstöðu eða er hann með pöpulisma þar sem hann talar um hluti sem falla að skoðun bloggar t.d.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2010 kl. 21:42

6 identicon

Magnús, um hvaða menn ertu að tala þegar þú skrifar um þá sem vilja fella niður skuldir? Eru "þeir" bara að tala um skuldir þróunarríkja?

Ég veit að Egill hefur nokkrum sinnum reynt að fá Jóhönnu í þáttinn til sín.

Hún hefur ekki gefið sér tíma til þess.

Einar E (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 22:04

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Steingrímur óskaði beinlínis eftir því í Sjálfstæðufólk á stóð 2 í dag að hann fengi að koma í þáttinn. Veit að Jóhanna hefur ekki mætt. Virðist vera ákveðin verkaskiptin milli hennar og Steingríms. Og ég held að þar sem Steingrímur fer með þetta mál.

Flestir sem koma til Egils til að ræða um stöðu ríkisins erlendir eru af þessum skóla. M.a. Auðsjáanleg þessi sem mætti í dag. Sá sem mætti með Evu Joly síðast. Og flestir þeir sem koma erlendis frá.  Og flestir eiga það sammerkt að geta í raun engin áhrif haft.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2010 kl. 23:21

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég geri það svona yfirleitt að slá þessum mönnum upp í wikipedia og lesa mér til um þá aðeins. Um Keiser má lesa hér. http://en.wikipedia.org/wiki/Max_Keiser

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2010 kl. 23:31

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús Helgi, það að Max Keiser skuli starfa fyrir þessa fjölmiðla sem þú nefnir (og reyndar nokkra fleiri sem þú nefnir ekki þar á meðal BBC) þá er það alls ekkert slæmt heldur þýðir það einmitt að hann er "með okkur í liði" gegn gömlu nýlenduveldunum sem eiga hlut að máli hér, og ekki síst gegn spillingu og græðgi alþjóðlegu bankaelítunnar á Wall Street og City of London.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2010 kl. 05:32

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Íris Erlingdóttir á Eyjan.is lýsir þessu ágætlega hvernig maður upplifði þennan mann í gær:

Ég get vel fallist á skoðanir þeirra sem segja að heimurinn sé að verða eitt risavaxið „corporatocracy“ elítuklúbbs sem eins og sníkill er bókstaflega að sjúga líftóruna úr hýsilnum (vinnandi fólki og móður jörð). En ég á samt sem áður langt í land með að komast með tærnar þar sem Max Keiser (þegar bankað var á dyrnar í viðtalinu bjóst ég við að heyra í mömmu hans garga á hann í kjötbollur…) hefur hælana. Djís, þvílíkar samsæriskenningar!

Að heyra hann tala um Ísland eins og síðustu brjóstvörn lýðræðis í heiminum var auðvitað hlægilegt og maður velti fyrir sér hvort hann hafi virkilega nokkurn tíma komið til landsins eða stúderað það, eða bara lesið um Ísland í auglýsingabæklingum frá Flugleiðum.

Í næstu andrá lýsir hann því svo yfir að Obama sé í vasa Wall Street –og Bandaríkin geri ekki neitt til að taka á fjármálakrimmum. Ég hef svo sannarlega margt ófagurt um Obama og hans flauelshanskatök á stertimennunum á Wall Street að segja, en að halda því fram að Bandaríkjamenn séu ekki að gera neitt til að koma lög og rétti yfir fjármálaglæpamenn er einfaldlega ekki rétt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.2.2010 kl. 08:23

11 identicon

Ég horfði á Max Keiser þegar hann spáði kreppunni og velti Íslandi fyrir sér. Það var fyrir hrun, og frægt var þegar bankamaður nokkur hló eins og fífl yfir gagnrýnum spurningum Keisers.

Hann spáði rétt. Mér væri slétt sama þótt hann ynni sem þáttarstjórnandi hjá sjálfum andskotanum, hann hefur reynst vera afar glöggur og sannspár. Og þar sem að hanns rödd hefur greinilega komið við kaunin á "sumum" hefur hann leitað leiða til að koma henni til skila hvar sem býðst, t.a.m. hjá....uuu....BBC.

Nú leggur hann okkur lið, og skal ég ekki gagnrýna orð af því sem hann sagði í Silfrinu. Betri en nokkur íslendingur þann daginn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband