Leita í fréttum mbl.is

Þetta er náttúrulega stórhættuleg braut sem Ólafur er komin á!

Bendi fólki á að lesa grein Karls Th í heild hér.

Síðan vill ég benda á færslu Eiríkis Bregmanns hér En hann segir m.a.

Þann 5. janúar sl. breyttist stjórnskipan landsins, þegar forsetinn neitaði að skrifa undir lög frá Alþingi í annað sinn og festi þar með í sessi þá nýju skipan að forsetinn væri nú kominn í pólitík. Fráleitt er að halda því fram að með synjun sinni hafi hann í einhvers konar afstöðuleysi aðeins verið að færa málið til þjóðarinnar, því ef svo væri ættu ansi mörg önnur mál að fara þá leið – sem sami forseti hefur semsé kosið að veita ekki inn í allsherjaratkvæðagreiðslu. Með því að synja Icesave-lögunum staðfestingar tók forsetinn klárlega afstöðu gegn ríkisstjórninni í málinu. Réttast væri fyrir alla hlutaðeigendur að viðurkenna það. Óþarfi að deila um keisarans skegg.

En ekki nóg með það. Ekki aðeins hefur Ólafur Ragnar Grímsson breytt stjórnskipan landsins með þeim hætti að nú þurfa stjórnvöld fyrst að heyra ofan í forsetann áður en þau dirfast að leggja umdeild mál fyrir þingið heldur er forsetinn nú einnig farinn að reka sjálfstæða utanríkistefnu, jafnvel í berhögg við stefnu stjórnvalda. Lengst af var sá skilningur uppi að forsetinn ætti aðeins að flytja stefnu stjórnvalda á erlendum vettvangi enda væri hann ábyrgðarlaus að stjórnarathöfnum. En nú er þessi skilningur einnig gjörbreyttur.

Undanfarna daga hefur forsetinn nefnilega gert víðreist í erlendum fjölmiðlum og birst umheiminum sem nánast eini fulltrúi Íslands. Skeleggur hefur hann skorað bresk stjórnvöld á hólm í Icesave-málinu og meira og að segja tekist að særa fram viðbrögð Alistair Darlings, fjármálaráðherra Bretlands, sem hingað til hefur lítil færi á sér gefið í málinu. Í þessum viðtölum hefur hann talað gegn Icesave-samkomulaginu og þar með gegn opinberri stefnu íslenskra stjórnvalda í alvarlegustu milliríkjadeilu sem komið hefur upp hér á landi í áratugi.

Af umræðum að dæma þykist ég nokkuð viss um að stór hluti Íslendinga sé afar ánægður með framgöngu forsetans í erlendum fjölmiðlum og í málinu öllu. Hér skal ekki deilt um Icesave-málið almennt en nú er það klárlega forsetinn sem ræður för. Ríkisstjórnin fylgist með álengdar. Eftir atburði undanfarna vikna eru erlendir stjórnmálamenn og alþjóðapressan einnig farin líta svo á að forsetinn sé sá valdamanna á Íslandi sem öllu ræður.

Óháð því hvaða skoðun menn kunna að hafa á framgöngu forsetans eða aðgerðum ríkisstjórnarinnar – eða eftir atvikum aðgerðarleysi – skulum við gera okkur grein fyrir því að valdahlutföllin í stjórnskipaninni eru að breytast án þess að nokkur umræða hafi farið fram eða ákvarðanir um það teknar

Stefnum við það því að forsetinn verði án umræðu einráður hér á landi sem geti haldið fram sinni stefnu án þess að bera undir Alþingi eða stjórnvöld.


mbl.is „Taktu leikhlé, herra forseti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því meira sem kemur frá slíkum mannvitsbrekkum eins og Karli Th. Birgissyni, því betra fyrir okkur sem erum tilbúnir að berjast alla leið fyrir hagsmunum þjóðarinnar um alla framtíð.  Þeir fara ekki saman með hagsmunum Samfylkingarinnar eða öðrum sem taka erlenda hagsmuni fram yfir þjóðarinnar, eins og öllum ætti að vera orðið vel ljóst.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 14:55

2 identicon

Skrýtið að taka afstöðu með Bretum og Hollendingum sí og æ. Hvenær fáum við að sjá samfylkingarfólk taka afstöðu með íslendingum.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 15:05

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er ekki að því! Bendi þér á að þetta snýst um allt annað. Ólafur gæti verið að veikja samningstöðu okkar því að hann er vinna gegn Alþingi og ríkisstjórn sem og að hann gæti alveg eins verið að reita Breta og Holleniddnga til reyði sbr þetta hér

Sem og ég bendi þér á að lesa þennan pistil eftir Baldur Mcqueen sem er skarpur penni sem býr í Bretlandi og hefur skoðað framgöngu Ólafs. Hann segir m.a.

Ég veit ekki hvort Ólafur Ragnar telji sig vera vinna stóra sigra með yfirlýsingum þessa dagana, en líklega áttar hann sig á að sigrarnir eru helst innanlands.  Væri hann sannarlega að vinna að hagsmunum Íslands myndi hann stíga varlega niður á viðkvæmu augnabliki í Icesave málinu og velja orð sín vel. 
Nota hárbeitta gagnrýni fremur en fúkyrði. 

Því Ólafur gæti sannarlega komið að gagni.

En Ólafur virðist ekki vera hugsa um Icesave, heldur búa í haginn fyrir líf eftir embætti.  Hann áttar sig á að fátt mun gera hann vinsælli heimafyrir en stóryrði í garð útlendinga.

Ég skil í sjálfu sér ágætlega að langþreytt fólk fái útrás gegnum Ólaf - en efast jafnframt um bardagatæknin sé góð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.2.2010 kl. 18:13

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Skýringar þínar á réttsýni forseta,eru fáránlegar   Ólafur þarf ekki að sanna gáfur sínar né hollustu við þjóð sína,þess vegna skynjar hann óréttið í árásum Nýlenduveldanna.             Kalli rítstýrir þessu blaði og hefur alla tíð verið fylgismaður Alþýðufl.síðan Samfylkingar,þetta kemur mér ekkert á óvart. 

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband