Leita í fréttum mbl.is

Þetta er einmitt það sem ég hef sagt og beðið um!

Ég hef viljað að einhver segði okkur hvað það að draga þetta Icesave eða fella það kostar okkur. Það er ljóst að lánhæfi okkar er á hraðri niðurleið. Og þó menn segja að það skipti ekki máli þar sem við erum ekki að taka lán á markaði núna þá væntanlega þurfum við þess í framtíðinni. Í dag heyrði ég að skuldatryggingarálag ríkisins sé komið í 900 punkta á nokkra ára lán. Og almennt skuldatryggingarálag sé um 700 punktar. Það þýðir að öll lán til okkar fá á sig um 7 til 9% auka vaxtaálag þar sem að tryggingar á þeim eru dýrar. Svo eru menn að tala um að 5.55% vextir á Icesave lánin drepi okkar hvað þá með þau lán sem við þurfum að endurfjármagna næstu árinn og þurfum kannski að borga 10% vexti af.

Þórólfur og Friðrík Már eru náttúrulega stimplaðir málpípur ríkisstjórnarinnar af því þeir leyfa sér að vera raunsæir auk þess sem þeir unnu minnir mig báðir fyrir ríkisstjórnina haustið 2008 m.a. Friðrík Már að áætluninni fyrir AGS. Og þeir vita sjálfsagt mun meira um þetta mál en aðir fræðingar þar sem þeir hafa forsendur sem aðrir hafa ekki. En af fenginni reynslu verða þessi skrif hans eins og önnur dæmd sem landráð af fólki sem trúir Framsókn og Sjálfstæðismönnum af því að það er svo auðvelt. Bara ekkert að borga og allt reddast! Minni samt fólk á að sjálfstæðismenn voru á því að það þyrfti allt að gera til að semja um þetta mál, alveg fram til 1 febrúar2009  þegar þeir hættu í ríkisstjórn.   Formaður þeirra Geir Haarde var á því, Árni Matt var á þeirri skoðun. Þessir menn vissu eins og Steingrímur að það er ekki allt fallegt sem er enn í pokanum um framgöngu okkar. Vísa t.d. í ummæli starfsmanns Seðlabanka Hollands síðan í gær. Þetta er það sama og við höfum heyrt frá Bretlandi. Þ.e. opinberar stofnanir okkar fullvissuðu erlendar eftirlitsstofnandi um að hér væri allt í lagi.

Eftirfarandi er af www.pressan.is

02. feb. 2010 - 14:46

Forstjóri FME: Einhver laug - hver það var, verður upplýst og sannleikurinn verður sagður

 

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, segir að einhver hafi logið til um stöðuna á Icesave

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) segir ljóst að að upplýsingar sem Íslendingar gáfu hollenskum yfirvöldum um stöðu Landsbankans og Icesave-reikninganna hafi verið rangar. Einhver hafi logið neðar í keðjunni. Hver eða hverjir það voru muni verða upplýst og sannleikurinn mun koma í ljós.

Eins og Pressan skýrði frá í gær sagði Arnold Schilder, framkvæmdastjóri innra eftirlits Seðlabanka Hollands í gær, að Íslendingar hefðu logið til um stöðu Landsbankans og Icesave-reikninganna. 

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, tekur undir þetta í samtali við Pressuna.

„Þær upplýsingar sem við fengum frá bönkunum og höfðum aðgang að, voru ekki réttar. Það kom seinna í ljós. Sannleikurinn var allt annar hvað varðar gæði eignasafnsins og þar af leiðandi styrk bankanna. Það vitum við nú.“
En hefði Fjármálaeftirlitið getað vitað um raunverulega stöðu hjá bönkunum?

„Já, ég held að við hefðum getað það hefðum við haft meiri mannafla og getað grafið dýpra en þar var skortur á. Að auki var vöxturinn það hraður að erfitt var að halda utan um það. Hvort einhver hafi logið einhverju til viðbótar, það er vonlaust fyrir mig að svara því. Ég veit bara að upplýsingarnar voru ekki réttar. Einhver laug neðar í keðjunni, það hlýtur bara að vera.“

Gunnar segir að sannleikurinn í málinu muni koma í ljós og menn muni finna þann eða þá sem lugu.

„Já, ég á von á því að það verði upplýst. Ég get ekki svarað því hvar eða hvenær, það tekur tíma að grafa það upp endanlega. Sannleikurinn mun koma í ljós en allur sannleikurinn verður ekki sagður alveg strax.“


mbl.is Dýrt að hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsbankinn var Íslenskur banki sem skal hlíta íslenskum lögum. Um Tryggingasjóð Innistæðueigenda, sem þetta Icesave mál snýst um, gilda Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, 1999 nr. 98 27. desember.

Fyrsta grein laganna kveður á um markmið sjóðsins, þar segir: "1. gr. Markmið. Markmið með lögum þessum er að veita innstæðueigendum í viðskiptabönkum og sparisjóðum og viðskiptavinum fyrirtækja sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis í samræmi við ákvæði laga þessara."

Hér er skýrt tekið fram að tilgangur sjóðsins er að tryggja lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum. Kerfið sem sett hefur verið upp um alla Evrópu gerir ekki ráð fyrir þvílíku áfalli eins og við Íslendingar höfum lent í, þ.e. að allt fjármálakerfi landsins hrynji heldur er hér um að ræða tæki til að tryggja minniháttar skakkaföll. Enda ef sjóðurinn ætti að geta staðið straum af öllum innistæðum þá hefði þurft að leggja í hann jafn mikið fé og innistæður allra banka sem hann ætti að ábyrgjast, þ.e. tvöfalt kerfi. Það sér það hver maður að slíkt getur ekki gengið.

En hversu mikið fé á að vera í sjóðnum samkvæmt lögum og hvaðan fær sjóðurinn pening til að standa undir skuldbindingum sínum? 6. gr. laganna fjallar um þetta:

"6. gr. Innstæðudeild. Heildareign innstæðudeildar sjóðsins skal að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. Nái heildareign ekki lágmarki skv. 1. málsl. skulu allir viðskiptabankar og sparisjóðir greiða eigi síðar en 1. mars ár hvert gjald til sjóðsins sem nemur 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði á næstliðnu ári, sbr. þó viðmiðunarmörk skv. 1. málsl."

Sem sagt, Tryggingasjóður innistæðueigenda fær fjármagn frá aðilum sínum, þ.e. bönkum og sparisjóðum (ekki þjóðinni), sem er skilt að tryggja að í sjóðnum sé um 1% af meðaltali tryggðra innistæðna, það er allt of sumt.

Lög þessi voru áréttuð þann 21. febrúar 2000. Þá setti ráðherra reglugerð nr. 120/2000 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þar segir m.a.

"4. gr. Ef bú aðildarfyrirtækis er tekið til gjaldþrotaskipta skulu viðskiptavinir þess lýsa kröfum í búið áður en þeir gera kröfu á sjóðinn skv. 1. mgr."

Af þessu má sjá að það er skýrt kveðið á um forgangsröðunina, þ.e. fyrst að sækja kröfuna í þrotabúið og svo í Tryggingasjóðinn. Ekki er einu orði minnst á að þjóðin þurfi að gangast í ábyrgðir af þessu heldur á sjóðurinn að standa skil á skuldinni EFTIR að þrotabúið hefur verið gert upp.

Hvernig væri nú að fara að lögum í þessu máli og hætta þessari dellu og hringavitleysu sem pólitíkusar landsins eru endalaust að hræra í. Málið hefur verið í röngum farvegi frá upphafi enda ekki nema von að ekki takist að lenda því þann veginn. Nú þarf að setja það í réttan farveg, þ.e. leyfa Bretum og Hollendingum að sækja kröfurnar fyrst í þrotabúið svo í Tryggingasjóð Innistæðueigenda, án ábyrgðar þjóðarinnar sem ekkert hefur til unnið.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 17:43

2 identicon

Tek heilshugar undir með Magnúsi.

Þórólfur er stuðningsmaður Samfylkingar - það er alkunna. Hann verður því seint hlutlaus.

Skömm af því að hann skuli hafa birt þessa grein utan landsteinanna. Ég skil ekki hvað maðurinn er að hugsa. Afstaða til Icesave hefur verið að snúast okkur í hag. Þetta er óskiljanlegt.

Eva Sól (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 18:30

3 identicon

Tek undir með Magnúsi B. Jóhannessyni

Eva Sól (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 18:31

4 identicon

Það má líka minna á 25. tl. EB 94/19:

"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við þessa tilskipun."

Ég legg til að Bretar og Hollendingar geri sínar kröfur í þrotabúið og innistæðutryggingasjóðinn. Þá myndi ég ætla að kröfur á hendur íslenska ríkinu yrði vísað frá dómi vegna skorts þess á lögbundum hagsmunum í málinu.

Landið (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 18:34

5 identicon

Væri nú ekki gott ef einhver gæti reiknað út hvað það kostaði okkur að SAMÞYKKJA Icesave?  Úps... .sorrý það er ekki hægt! Við vitum ekkert hvað sá "glæsilegi" samningur mun kosta okkur eða hve lengi við þurfum að greiða. Það eitt er nóg til þess að segja NEI. Enginn heilvita maður skrifar undir slíkt.

Soffía (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 19:42

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt satt og rétt hjá þórólfi.  Og beisiklí engin kjarnorkuvísindi.  Meinlí kommon sens.

Varðandi Rammalög 94/19 þá er alveg skýr ábyrgð ríkis þar að lútandi.

Ríki verða ábyrg fyrir lágmarkinu.  Það er beinlínis sagt í lögunum !

Enda augljóst öllum sem þekkja til dírektífa.  Dírektífi beinast að ríkjum.  Ísland innleiddi umrædd lög.  Lágmarksbætur til innstæðueigenda á EES svæðinum.

Þar með er ríkið ábyrgt fyrir að umræddri lagalegri skyldu sé framfylgt.

Eigi flókið og alveg fyrirliggjandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.2.2010 kl. 20:41

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Málið snýst um þjóðarstoltið hvar eru peningarnir sem við eigum að borga blessuðu fólkinu í útlöndum við erum að tala um peninga sem sveitafélög góðgerðarsamtök, lögregla og margir einstaklingar og sjóðir lögðu í icesave ekki einhverjir smá aurar, er það ekki lágmarks krafa að við náum þeim og þeir sem komu okkur í þessi vandræði verði látnir svara til saka áður en við lofum að borga eitthvað!

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 01:27

8 identicon

Ómar Bjarki, ég er búin að starfa sem lögmaður í nokkur ár og tók LLM gráðuna mína í Leuven í Belgíu, í evrópurétti.

Það sem þú ert að segja er rangt, hvort sem þú veist það eða ekki. Ef þú ert vísvitandi að blekkja fólk um raunverulega stöðu málsins finnst mér það mjög alvarlegur hlutur. Það rétta í þessu máli er að löginn þ.e. EB 94/19 meina ríkjum að gangast í ábyrgð fyrir innistæðutryggingakerfi í sínum löndum. Eina kvöð laganna er að ríki sjái til þess að starfansi sé starfhæft innistæðutryggingakerfi. Það blasir við öllum sem lesa 24. og 25. lið laganna að ríki geta ekki gengið í ábyrgð fyrir innistæðutryggingasjóði. Þá er það líka skýrt að það eru fjármálastofnanirnar sjálfar sem fjármagna kerfið og bera ábyrgð á því. Magnús kemur vel inn á þetta Ómar og ég legg til að þú lesir hans færslu. Þá þætti mér vænt um að þú bendir okkur á hvar í lögum ríki eru skikkuð til að greiða lágmarksupphæð.

Þá má minna á að breytingar á samkeppnislögum sambandsins EB 1534/91 leiddu til þess að ríkistjórnum var óheimilt að tryggja innistæður hvort sem um lágmarkstryggingu er að ræða eða meira. Þess vegna er sérstaklega minnt á þetta í EB 94/19.

Landið (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 05:55

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, má vel vera að þú hafir 5 háskólapróf.  Skal ekkert útiloka það.

Breytir því ekki að eg, almúgamaðurinn, bendi á grunnstaðreyndir máls og hard fakts þessu viðvíkjandi. 

Þetta tal ykkar um tóman sjóð og ábyrgðarleysi Ríkja við innleiðingu þeirrar lagalegu skyldu hinna sömu ríkja að tryggja innstæðueigendum lágmarksréttindi - heldur engu vatni hjá ykkur og er bara kjánalegt.

Þú td. kemur nú sjálfur með klausu úr direktífinu sem nákvæmlega segir að ríki verði ábyrg og kemr meir að segja með forsendur sem leiða til ábyrgðar - nefnilega að einstaklingar fá eigi þau réttindi er þeir eiga lagalegann rétt á.  Þá er ábyrgðin bara á einum stað:  Ríki.

Allt löngu útrætt og óumdeilt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.2.2010 kl. 09:47

10 identicon

Magnús Helgi: Það er ekki rétt hjá þér að það sé ekki allt fallegt sem er enn í pokanum um framgöngu okkar. Ef þú átt við með okkur mig og þig.

Hinsvegar er rétt að það er örugglega ekki allt fallegt sem er enn í pokanum um framgöngu yfirvalda, eftirlitsstofnana og fjárglæpamanna.

Ef þú hefur verið í fjárglæpum hefur það farið fram hjá mér. Ekki tók ég þátt í spillingunni, var ekki nógu stór karl til að hafa tækifæri til þess.

Sé svona óhreint mjöl í pokahorninu hjá stjórnvöldum og kostendum þeirra í viðskiptalífinu skulu þeir hinir sömu bara borga Icesave reikninginn sjálfir.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:03

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Magbús,þig minnir að  Friðrik Már og Þórólfur hafi unnið fyrir ríkisstjórnina haustið 2008 og samkvæmt því vita þeir meira en aðrir fræðingar,þar sem þeir hafa forsendur,sem aðrir hafa ekki.´Liggja þeir á einhverju leyndarmáli,eftir heilt ár?  Væri ekki álit lögmansstofunnar bresku Misca de Reya,ennþá "leyndó",hefðu þessir þjóðhollu stjórnarandstæðingar,ekki gengið hart fram í að verja almenning í þessu landi. Tek undir með Guðmundi Andra       " Það er betra að halda áfram í þoku,heldur en steypa sér fram af bjargbrúninni."   

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2010 kl. 11:06

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var ekkert merkilegt sem kom frá Misca de Reya.

Jú,  mátti greina hjá þeim að þeir slæu eki hendinni á móti verkefnum.

Að öðru leiti:  Ekkert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.2.2010 kl. 11:25

13 identicon

Merkilegur málflutningur hjá Ómari Bjarka, ég hef lesið það sem hann hefur skrifað og það er alltaf sama rullan. Allir eru ruglaðir nema hann sem hefur lesið sig rækilega til í tilskipunum EU og jafnvel lögmenn með gráðu í Evrópurétti eiga ekki séns í hann. Hann hefur rétt fyrir sér og allir aðrir eru bullukollar með fimm háskólagráður sem ekki hafa hundsvit á því sem um ræðir.

Magnús eigandi síðunar er gegnheill í sínum skoðunum og ég virði það við hann en ég er alltaf ósammála honum en það bara mitt vandamál. 

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 16:32

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Tilhvers var þá Össur að stinga aliti Misca de Reya í görnina á sér.

Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2010 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband