Leita í fréttum mbl.is

Tafir á Icesave! Eru þær að kosta okkur 75 milljaðra á mánuði?!

Rakst á tilvísun í hagfræðingin Gunnlaug H. Jónsson. Það slær hann á það að kyrrstaðan vegna Icesave kosti okkur um 75 milljaðra. Ólína Þorvarðardóttir byrtir lokin á viðtali við hann sem var á morgunvakt Rásar 2 í gær.

Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum.

Hlusta má á viðtalið við hann hér

Mikið var að einhver reyndi að setja einhvern verðmiða á þeim töfum sem orðið hafa.


mbl.is Nýtt mat liggur ekki fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er bull eins og allt sem frá Ólínu og hennar liði kemur.Eftir að forsetinn neitaði að skrifa undir fóru eigendur krónunnar loks að sjá fram á styrkingu hennar sem kemur fram í því að eigendur krónubréfa skiptu færri krónum í erlendan gjaldmiðil eins og þeir hefðu getað eftir að hafa fengið greidda vexti.Þeir telja að hægt sé að fá fleiri dollara eða evrur með því að bíða.Ólína er ekki hæf til að sitja á þingi.Það sama á við megnið af þingliði Samfylkingar.

Sigurgeir Jónsson, 3.2.2010 kl. 21:55

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ólína var nú ekki að segja þetta! Þetta er hluti viðtals við  Gunnlaug hagfræðing eins og kemur þarna fram.

Og hækkun krónunar er nú bara innan skekkjumarka. Þ.e. hún hefur sveiflast upp og niður frá 230 upp í 237 reglulega. En það kemur þessu máli ekki við því að það sem háir okkur er að hingað kemur ekkert fé til framkvæmda þar sem að skuldatryggingarálag er hér í hæstu hæðum. Sem og lánshæfismat í lægstu lægðum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.2.2010 kl. 22:18

3 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ég skil ekki hvernig hann fær þetta út? Hvernig hann fær það út að eingöngu Icesave samningarnir valdi hér kyrrstöðu umfram aðgerðarleysi stjórnvalda í þágu heimila og fyrirtækja!

Ég tel persónulega að við séum, með því að knýja fram betri samninga á Icesave, að vekja athygli almennings sem býr í þessu umtalaða alþjóða samfélagi til vitundar um lýðræðishallann sem hann býr við.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 3.2.2010 kl. 22:35

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Styrking krónunnar þýðir lægra skuldatryggingarálag vegna lægri skulda í krónum talið og hærra eiginfjárhlutfalls ríkis og fyrirtækja. Þessi vesalings hagfræðingur sem þú og Ólína vitna í kann ekki einu sinni barnaskólahagfræði.Það eina sem hann kann er hagfræði Samfylkingarinnar sem er klósetthagfræði.

Sigurgeir Jónsson, 3.2.2010 kl. 23:03

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gunnlaugur skrifaði grein um þetta sama mál í Fréttablaðið á föstudaginn var. Hef vitnað í þá grein á minni síðu og birti hana í svari við færslu um grein Þórólfs Matthíassonar í Aftenposten. Báðar þessar greinar eru afgreiddar sem bull og þvættingur af ákveðnum hópi fólks.Það segir reyndar meira um þann hóp, en greinarnar. Tek undir með þér Magnús að loks er komin fram kostnaðartala. Auðvitað verður deilt um hana, en það er þó víst að töfin er fokdýr

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2010 kl. 01:50

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurgeir. þÞinglið Íhaldsins er að hluta til rannsóknar hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og vafið inn í Sjóváskanndalinn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2010 kl. 01:54

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurgeir.  Þinglið Íhaldsins er að hluta til rannsóknar hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og vafið inn í Sjóváskanndalinn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2010 kl. 01:54

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

GDP verður ekki skilið nema taka minnst þrjú sambærileg lönd og bera saman.

2,5-3,0% verðmæta aukning samsvarar eðlilegri undirverðbólgu til að auka virkni eða spennu kaupa halla. Merkir í raun að halda í horfinu. stundu gæti þessi hagvaxtaraukning þurft að vera 5% sé miðað við Breta síðustu ár.

Hinsvegar er IMF hér að koma á viðskiptajöfnuði við stærstu Lánadrottna  sem er EU, þar eru Bretar og Hollendingar stærstir. Þegar við í framtíðinni kaupum á nýja genginu allt 50% dýrara frá EU, þá munum við fá hagstæð lán á móti. Að mínu mati. Þetta kostar leynd síðustu 30 ár.

Þegar IMF viðskiptajöfnuðarviðfangsefnu lýkur.

Þá verður aftur stöðugur hagvöxtur 2-3%.

 Í mínum augum er þetta mjög svipað því gagnvart almenningi sem er ekki í stjórnunar stöðu hjá ríkinu t.d. og EU meðalmennir óttuðust ef við myndum stefna Bretum fyrir að kippa fótunum undan Íslenska innlánatryggingarkerfinu.

Júlíus Björnsson, 4.2.2010 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband