Leita í fréttum mbl.is

Hvað vilja kjósendur fá að vita um stefnu flokkanna í vor?

Nú þegar kosningar nálgast óðfluga þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvað það er sem við almennir kjósendur viljum fá að heyra um frá flokkunum áður en við tökum ákvarðanir um hvern við kjósum.

Hér á eftir eru spurningar sem ég vill fá svör við:

Efnahagsmál:

  1. Hvernig ætlar flokkurinn að ná tökum á verðbólgunni og koma henni niður fyrir viðmiðunarmörk Seðlabankans?
  2. Hvernig er stefna flokksins varðandi krónu vs. evru?
  3. Telur flokkurinn tímabært að fara í vinnu við að undirbúa viðræður við ESB um inngöngu okkar þar? Setja okkur markmið í slíkum viðræðum og hefja þær síðan?
  4. Hvaða stefnu hefur flokkurinn til að tryggja áfram og auka kaupmátt launa?
  5. Hefur flokkurinn mótað sér stefnu sem tryggt getur fleiri stoðir undir efnahagslíf okkar en álver, fisk og fjármálastarfssemi?
  6. Hvað hefur flokkurinn sett á oddinn fyrir kosningar varðandi efnahagsmál.?
  7. Hvað stefnu hefur flokkurinn varðandi skatta og skattkerfið?
  8. Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi innflutning og tollahöft á matvælum?
  9. Vill flokkurinn auka samkeppniseftirlit og setja því strangari reglur?

Velferðarmál:

  1. Hvað stefnu hefur flokkurinn varðandi þá sem minnst mega sín?
  2. Hefur flokkurinn mótað leið til að útrýma að mestu fátækt hér?
  3. Hefur flokkurinn mótað sér stefnu varðandi öryrkja og ellilífeyrisþega?
  4. Getur flokkurinn bent á leiðir til að gera öryrkja að virkari þjóðfélagsþegnum
  5. Getur flokkurinn bent á leiðir til að eldriborgarar get búið lengur í eiginhúsnæði?
  6. Getur flokkurinn bent á leiðir til að draga úr eða eyða biðlistum eftir hjúkrunar og þjónustu úrræðum fyrir aldraða?

Heilbrigðismál:

  1. Ætlar flokkurinn að auka eða draga úr  þátttöku sjúklinga í kosnaði við lækniskosnað?
  2. Hefur flokkurinn stefnu sem tekur á að útrýma eða að minnstakosti draga úr  biðlistum á sjúkrahúsum?
  3. Hvernig á að leysa úr húsnæðisvanda sjúkrahúsanna fram að því að nýji spítalinn verður tilbúinn?

Samgöngumál:

Hefur flokkurinn mótað sér skoðun um hvaða verk verði í forgangi í samgöngumálum næstu 4 árinn? Verður loks farið að huga að samgöngumálum Suðvesturlands og Höfuðborgarinnar?

Utanríkismál:

  1. Hefur flokkurinn mótað sér utanríkisstefnu? Ef svo er hver eru megin þættir hennar á almannamáli?
  2. Verðum við áfram viðhengi Bandaríkjamanna í alþjóðamálum?
  3. Höllum við okkur að Evrópu eða norðurlöndum?
  4. Á að halda áfram að vinna að kjöri okkar í Öryggisráð SÞ?
  5. Verðum við formlega tekin að lista hina viljugu?

Annað:

Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur?

Fleiri spurningar síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband