Leita í fréttum mbl.is

Eru menn að tala um að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin tali óskýrt?

Ég verð nú að segja að þetta finnst mér skýrara heldur enn að aðrir (nema VG sem er á móti skv. venju) sem hafa talað um evruna.

Framsókn þar eru hver höndin upp á móti annarri. Sjálfstæðismenn þar eru að verða kynslóðaskipti og hallarbylting. En við vitum að þegar að flokkseigendur (fyrirtækin) skipa þeim þá hlaupa þeir til og skipta um skoðun í ESB. Frjálslyndir vilja hafa allann varan á með útlendinga og samskipti við þá. En Ingibjörg tekur af allan vafa um vilja Samfylkingar um leið og hún viðurkennir að þetta geti tekið tíma:

Fréttablaðið, 14. jan. 2007 09:00

Segir hagstjórnina hafa verið óábyrga

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að hagstjórn ríkisstjórnarinnar hafi verið óábyrg á kjörtímabilinu. Hún vísar gagnrýni Geirs H. Haarde forsætisráðherra til föðurhúsanna.

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins á föstudag sagði Geir að tal þingmanna Samfylkingarinnar um upptöku evrunnar grafi undan krónunni.
„Ríkisstjórn Geirs ber ábyrgð á því ójafnvægi sem er hér á landi á mörgum sviðum. Íslenskur almenningur þarf að greiða hæstu vexti af lánum á vesturhveli jarðar, býr við hæsta matarverð sem þekkist á byggðu bóli. Hér eru verðtryggð lán á verðbólgutímum og krónan er afar óstöðug," segir Ingibjörg.

Helstu mistökin í hagstjórninni að mati Ingibjargar var tímasetningin á skattalækkunum og þær breytingar sem gerðar voru á Íbúðalánasjóði sem hún segir að hafi verið afar þensluhvetjandi.

Að hennar mati reyna íslensk fyrirtæki að leita sér skjóls í erlendum gjaldmiðlum til að losna undan afleiðingum hagstjórnar ríkisstjórnarinnar. „Íslenskur almenningur og smáfyrirtæki koma litlum vörnum við og þurfa að búa við þetta ástand. Geir H. Haarde á að líta sér nær og axla ábyrgð í stað þess að gagnrýna þá sem benda á hversu slæm hagstjórnin hefur verið. Hann getur ekki komið sér undan ábyrgð með því að nota Samfylkinguna sem blóraböggul," segir Ingibjörg.

Hún segir að til þess að viðhalda jafnvægi á Íslandi í framtíðinni þurfi Íslendingar að ganga í Evrópusambandið (ESB) sem er skilyrði fyrir því að evran verði tekin upp. Ingibjörg bendir hins vegar á að til þess þurfi hagstjórnin að batna. „Eins og er þá getur Ísland ekki orðið aðili að Myntbandalagi Evrópusambandsins því við uppfyllum ekki þau skilyrði sem gerð eru til aðildarþjóðanna vegna þeirrar stöðu sem er hér í efnahagsmálum.

Við þurfum að ná niður verðbólgunni, draga úr gengissveiflum og náum vöxtunum niður til þess að uppfylla þessar kröfur. Þess vegna þurfum við að byrja á að undirbúa inngöngu í ESB núna því það mun taka tíma að breyta þessum þáttum," segir Ingbjörg, og bætir því við ef farið verði út í allar þær stórframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru hér á landi, til dæmis byggingu álvers í Helguvík og stækkun álversins í Straumsvík muni þetta jafnvægi ekki nást því framkvæmdirnar muni auka þenslu.
Ingibjörg segir að ef Íslendingar setji sér það skýra stefnumið að verða aðili að Myntbandalaginu þá muni það aga hagstjórnina og veita stjórnvöldum aðhald.

Formaðurinn talar um að skapa þurfi víðtæka sátt um það í samfélaginu að ná jafnvægi í hagstjórnina og uppfylla skilyrði Myntbandalagsins. „Það þurfa allir að leggjast á árárnar til þetta markmið náist: stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin, bændasamtök og öflug almannasamtök. Þetta var gert með þjóðarsáttinni í lok níunda áratugarins sem kvað niður verðbólguna sem var hér á landi. Hún stuðlaði að jafnvægi í samfélaginu og það er hægt að endurtaka leikinn." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband