Leita í fréttum mbl.is

Jæja hvað skildi vera samið um?

Gott fólk ég spái eftirfarandi:

  • Samið verður um að eignir Landsbankans gangi upp í skuldirnar. En úps það var búið að semja um það.
  • Eignir Landsbankans verði seldar eins fljótt og hægt er upp í skuldina til að minnka eða koma í veg fyrir miklar vaxtagreiðslur: En úps það var heimilt skv. báðum Icesave samningum
  • Samið verði um hvernig verði staðið að greiðslum á eftirstöðvum sem hugsanlega verða þegar að eignasafn Landsbankans er búið. En úps um það var búið að semja. Það voru þær greiðslu sem hugsaðar voru á árabilinu 2015 til 2024.

Það sem hugsanlega verður raunverulega samið um eru vextir sem hugsanlega verða lækkaðir. En þá kemur upp spurning um hvort að eignarsafnið verður selt á undirverði sem veldur því að meira verði eftir af skuldinni. Eða einhver góðhjartaður eða klókur er búinn að sjá verðmæti í þessu eignarsafni og ætlar sér að græða á því að kaupa það af okkur?

En ég efast um þó að Lárus Blöndal sé með í nefndinni þá losnum við ekki við að borga höfuðstólinn.


mbl.is Samninganefnd Íslands utan á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samningaviðræðurnar eru ekki að byrja strax, fyrst verða undirbúnings og kynningarfundir. Ef ekki nást samningar núna eigum við að klára þjóðaratkvæðagreiðsluna og fresta síðan málinu í hálft til eitt ár. Þá verða komnar nýar ríkisstjórnir í Bretlandi og Hollandi.

Sigurður Þórðarson, 14.2.2010 kl. 20:01

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nafni, þá verða komnar nýar ríkisstjórnir í Bretlandi, Hollandi og..... Íslandi.

Sigurður Þorsteinsson, 14.2.2010 kl. 20:55

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það yrði nú gaman að vera fluga á vegg þegar Lárus Blönd. fer að útskýra fyrir þeim að tilgangur Dírektífis 94/19 er beisiklí að koma upp "tómum sjóði"

 Norskur lagaprófessor við Háskólann í Tromsö:  Hver halda íslendingar að sé tilgangurinn með innstæðutryggingarkerfi ?  A Það sé bara uppá djókið ??  (Ekki orðrétt enn efnislegt innihald)

"Þar sem það er fellt í lög að innistæðutryggingar skuli greiddar hlýtur það að fylgja að aðildarríki fari ekki eftir tilskipuninni ef ekki er hægt að greiða út tryggingarnar.“
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/norskur-lagaprofessor-erfitt-ad-taka-alvarlega-fullyrdingar-um-ad-esb-beri-einhverja-icesave-abyrgd

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2010 kl. 21:37

4 identicon

essi þjóðaratkvæðagreiðsla er stærri en margir gera sér grein fyrir. Þarna er verið að tala um að fordæmi getur skapast almenning út um allan heim. Að fólk krefst að fá að kjósa um sambærilega hluti. Það er að ske út um allann heim að fólk er að taka á sig skuldbindingar banka og fjármálastofnana sem hafa klúðrað málunum. Hvergi þó eins mikið og hér á Íslandi. Ef það spyrst út á meðal mótmælenda út um allann heim að Íslendingar hafi hafnað að taka á sig syndir annara (hvort sem er með beinum eða óbeinum hætti) og að almenningur hafi ráðið því. Þá skapast stórhættulegt fordæmi fyrir þá vogunarsjóði og bankastofnanir sem eiga orðið stóran hluta verðmæta heimsins.

Þeir munu bjóða Íslendingum gull og græna skóga í samanburði við fyrri samninga af ótta við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.

ÞAÐ MÁ EKKI SKAPAST FORDÆMI BEINS LÝÐRÆÐIS . Það vita nýlenduherra fjármálaheimsins.

Ég er búinn að skila utankjörstaðaratvæði. Feldi að sjálfsgögðu svikasamninginn.

Það er gríðarlega mikilvægt að þessi atkvæðagreiðsla fái að fara framm. Ekki bara fyrir okkur Íslendinga heldur allann heiminn.

Már (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 22:22

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Már, já einmitt.

Alve rooosalega líklegt.

Vaaá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2010 kl. 22:50

6 identicon

Ómar. Ég fékk kjánahroll við að lesa þínar mögnuðu línur.

Ég er ekki frá því að þér hafi tekist að lækka greindarvísitölu lesenda.

Þetta er staðreind sem fólki er að átta sig á.

Fullt af erlendu fólki hefur rætt þetta við mig undanfarið og bennt á þetta.

Halda menn virkilega að Bretar séu að linast svona allt í einu upp úr þurru ??

Nei það er þjóðaratkvæðagreiðslan sem hræðir þá. Fordæmi eru hættulegustu vopn sem til eru í málaferlum út um alllan heim.

Þetta er á kristaltæru.

Már (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 23:01

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Már, hvað heldur þú að gerist við meinta "þjóðaratkvæðagreiðslu" ?

Að skuldin gufi upp ?!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband